„Hún er albesti vinur minn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. maí 2025 23:58 Hundurinn Orka og konan Dagný eru nánir samstarfsfélagar. Hundurinn Orka nýtist vel fyrir nemendur sem hafa orðið fyrir einelti að mati kennara sem stendur að baki framtaksins hundur í kennslustofu. Nemendur segja hundinn vera þeirra besti vinur. Í Rimaskóla tók nýr starfsmaður til starfa á dögunum sem á örskotsstundu er að verða einn sá vinsælasti. Það er hún Orka sem finnst gott að fá klapp á meðan á kennslu stendur. Um er að ræða þróunarverkefni sem ber heitið Hundur í skólastofunni. Draumur að rætast Dagný Gísladóttir, eigandi Orku og hugmyndasmiðurinn á bak við framtakið, segir draum vera að rætast. „Markmiðið er náttúrulega að láta krökkunum líða vel og hafa skólaumhverfið skemmtilegt og þetta er bara ein leið í því að nota hundinn sem íhlutun í skólanum. Hún er yfirleitt svona sultuslök. Hún er reyndar svolítið hrifin af nestinu. Hún er sólgin í nestið? Hún er sólgin í nestið.“ Orka er í skólastofunni tvo daga í viku og læra nemendur með henni. „Það verður meiri ró og við getum nýtt hana til að velja verkefni fyrir okkur. Hann kannski ákveður fyrir okkur hvort við vinnum stærðfræði eða íslesnku fyrst. Þá verður það skemmtilegra því að Orka valdi það en ekki ég.“ „Albesti vinur minn“ Dagný vonast til að fleiri skólar fylgi í kjölfarið. En hvað segja krakkarnir um þennan loðna lærdómsfélaga? Hvað getið þið sagt mér um Orku Stelpur? „Hún er skemmtileg og ég elska að klappa henni alltaf þegar ég er að læra,“ sagði Bríet Emma. „Hún labbar bara um og er rosa mjúk,“ sagði Anna Kristín Hauksdóttir. „Hún gefur okkur vinnufrið og liggur stundum og við fáum stundum að koma til hennar og vinna hjá henni,“ sagði Amelía T. Halldórsdóttir. Er Orka bara einn af bestu vinum ykkar? „Já hún er albesti vinur minn,“ svaraði Anna Kristín. „Fyrst elskar hún að þefa í ruslinu. Hún er alveg sjúk í því ef það er kókómjólk eða eitthvað. Líka ef okkur líður illa eða eitthvað þá megum við leggjast hjá henni eða eitthvað,“ sagði Magnús Þór. Og er það kósý? „Já það er rosa kósý.“ Dýr Börn og uppeldi Grunnskólar Hundar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Í Rimaskóla tók nýr starfsmaður til starfa á dögunum sem á örskotsstundu er að verða einn sá vinsælasti. Það er hún Orka sem finnst gott að fá klapp á meðan á kennslu stendur. Um er að ræða þróunarverkefni sem ber heitið Hundur í skólastofunni. Draumur að rætast Dagný Gísladóttir, eigandi Orku og hugmyndasmiðurinn á bak við framtakið, segir draum vera að rætast. „Markmiðið er náttúrulega að láta krökkunum líða vel og hafa skólaumhverfið skemmtilegt og þetta er bara ein leið í því að nota hundinn sem íhlutun í skólanum. Hún er yfirleitt svona sultuslök. Hún er reyndar svolítið hrifin af nestinu. Hún er sólgin í nestið? Hún er sólgin í nestið.“ Orka er í skólastofunni tvo daga í viku og læra nemendur með henni. „Það verður meiri ró og við getum nýtt hana til að velja verkefni fyrir okkur. Hann kannski ákveður fyrir okkur hvort við vinnum stærðfræði eða íslesnku fyrst. Þá verður það skemmtilegra því að Orka valdi það en ekki ég.“ „Albesti vinur minn“ Dagný vonast til að fleiri skólar fylgi í kjölfarið. En hvað segja krakkarnir um þennan loðna lærdómsfélaga? Hvað getið þið sagt mér um Orku Stelpur? „Hún er skemmtileg og ég elska að klappa henni alltaf þegar ég er að læra,“ sagði Bríet Emma. „Hún labbar bara um og er rosa mjúk,“ sagði Anna Kristín Hauksdóttir. „Hún gefur okkur vinnufrið og liggur stundum og við fáum stundum að koma til hennar og vinna hjá henni,“ sagði Amelía T. Halldórsdóttir. Er Orka bara einn af bestu vinum ykkar? „Já hún er albesti vinur minn,“ svaraði Anna Kristín. „Fyrst elskar hún að þefa í ruslinu. Hún er alveg sjúk í því ef það er kókómjólk eða eitthvað. Líka ef okkur líður illa eða eitthvað þá megum við leggjast hjá henni eða eitthvað,“ sagði Magnús Þór. Og er það kósý? „Já það er rosa kósý.“
Dýr Börn og uppeldi Grunnskólar Hundar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira