Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. maí 2025 12:53 Fundur JEF ríkjanna í gær í Osló. JEF Oslo Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. „Góður fundur í Osló í kvöld með leiðtogum bandalagsríkja. Ræddum meðal annars símleiðis við bæði forseta Bandaríkjanna og Úkraínu um mikilvægi þess að þrýsta á að Rússar fallist á að samþykkja og virða 30 daga vopnahlé. Það er nauðsynleg forsenda friðar,“ sagði Kristrún um fundinn á Facebook-síðu sinni í gær. Þar kom einnig fram að í dag verði formleg dagskrá í Osló þar sem verður meðal umræðuefna staða öryggis- og varnarmála í Norður-Atlantshafi. „Þessi JEF-ríki eru Norðurlönd, Eystrasaltsríkin og Bretland og Holland sem eru öll í NATO á þessum tímapunkti. Þessi hópur var stofnaður þegar hluti þessara ríkja var ekki í NATO en við erum að reyna að nýta bolkraft okkar til að sinna vörnum betur á þessu svæði sem er svo mikilvægt, meðal annars í Norður-Atlantshafi,“ segir Kristrún en rætt var við hana um fundinn í hádegisfréttum á Bylgjunni. Fulltrúar JEF-ríkjanna ræða við Volodomír Selenskíj, forseta Úkraínu.Forsætisráðuneyti Noregs Áhersla á Úkraínu Hún segir að áhersla hafi verið lögð á Úkraínu á fundinum og að Volodomír Selenskíj hafi verið viðstaddur fund ríkjanna í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Við áttum líka áhugavert samtal við Bandaríkjaforseta og Selenskíj í gærkvöldi í óformlegum kvöldverði,“ segir Kristrún og að það sé verið að auka þrýsting á vopnahlé í Úkraínu. Hún telur að það hafi áhrif að hópurinn standi þétt saman. Skilaboðin séu skýr og eftir samtalið hafi „ákveðnar hreyfingar“ farið af stað.“ „…og líka auðvitað eftir samtal Bandaríkja forseta við Úkraínumenn. Þannig þetta auðvitað skiptir gríðarmiklu máli og að við höldum áfram stuðningi.“ Kristrún ávarpaði blaðamannafund í dag.Forsætisráðuneyti Noregs Mikilvægt að gæta varna að norðan líka Kristrún segir að á fundi ríkjanna sé þó einnig verið að ræða um mikilvægi sameiginlegra viðbragðssveita sem JEF sé á Norðurslóðum eða Norður-Atlantshafi. Það sé ekki aðeins gætt að vörnum vegna ógna í Eystrasalti heldur líka að norðan. „Að við séum að nýta okkar krafta, og okkar getu meðal annars á Íslandi, til að styrkja þetta svæði.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
„Góður fundur í Osló í kvöld með leiðtogum bandalagsríkja. Ræddum meðal annars símleiðis við bæði forseta Bandaríkjanna og Úkraínu um mikilvægi þess að þrýsta á að Rússar fallist á að samþykkja og virða 30 daga vopnahlé. Það er nauðsynleg forsenda friðar,“ sagði Kristrún um fundinn á Facebook-síðu sinni í gær. Þar kom einnig fram að í dag verði formleg dagskrá í Osló þar sem verður meðal umræðuefna staða öryggis- og varnarmála í Norður-Atlantshafi. „Þessi JEF-ríki eru Norðurlönd, Eystrasaltsríkin og Bretland og Holland sem eru öll í NATO á þessum tímapunkti. Þessi hópur var stofnaður þegar hluti þessara ríkja var ekki í NATO en við erum að reyna að nýta bolkraft okkar til að sinna vörnum betur á þessu svæði sem er svo mikilvægt, meðal annars í Norður-Atlantshafi,“ segir Kristrún en rætt var við hana um fundinn í hádegisfréttum á Bylgjunni. Fulltrúar JEF-ríkjanna ræða við Volodomír Selenskíj, forseta Úkraínu.Forsætisráðuneyti Noregs Áhersla á Úkraínu Hún segir að áhersla hafi verið lögð á Úkraínu á fundinum og að Volodomír Selenskíj hafi verið viðstaddur fund ríkjanna í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Við áttum líka áhugavert samtal við Bandaríkjaforseta og Selenskíj í gærkvöldi í óformlegum kvöldverði,“ segir Kristrún og að það sé verið að auka þrýsting á vopnahlé í Úkraínu. Hún telur að það hafi áhrif að hópurinn standi þétt saman. Skilaboðin séu skýr og eftir samtalið hafi „ákveðnar hreyfingar“ farið af stað.“ „…og líka auðvitað eftir samtal Bandaríkja forseta við Úkraínumenn. Þannig þetta auðvitað skiptir gríðarmiklu máli og að við höldum áfram stuðningi.“ Kristrún ávarpaði blaðamannafund í dag.Forsætisráðuneyti Noregs Mikilvægt að gæta varna að norðan líka Kristrún segir að á fundi ríkjanna sé þó einnig verið að ræða um mikilvægi sameiginlegra viðbragðssveita sem JEF sé á Norðurslóðum eða Norður-Atlantshafi. Það sé ekki aðeins gætt að vörnum vegna ógna í Eystrasalti heldur líka að norðan. „Að við séum að nýta okkar krafta, og okkar getu meðal annars á Íslandi, til að styrkja þetta svæði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira