„Maður veit alveg hver gulrótin er“ Óskar Ófeigur Jónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 10. maí 2025 09:00 Þórey Anna er klár í slaginn. Vísir/Diego Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni. Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni sem fer fram í dag. „Tilfinningin er bara mjög góð. Við erum bara mjög spenntar en erum dálítið niðri á jörðinni. Við erum að einbeita okkur að okkar leik og taka á þessu eins og hverjum öðrum handboltaleik.“ Þetta segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður í liði Vals, í samtali við Val Pál Eiríksson. Valskonur fara ekki himinskautum fyrir komandi leik, þrátt fyrir að liðið sé aðeins tveimur úrslitaleikjum frá því að skrifa íslenska handboltasögu. Framkvæmdir á hóteli liðsins Leikmenn Vals vöknuðu þá við framkvæmdir á hóteli sínu í morgun en láta það ekki bíta á sig. „Nei, nei, þetta var bara um níu leytið þannig að þetta sleppur alveg. Samt sem áður kannski pínu pirrandi en við látum þetta ekkert á okkur fá,“ sagði Þórey. Téðar framkvæmdir höfðu þó eilítil áhrif á viðtal dagsins. „Þetta er bara hörkulið og lið sem er í fjórða sæti í deildinni á Spáni,“ sagði Þórey en hætti svo skyndilega við hávaðann frá framkvæmdunum. „Heyrðiru þetta?,“ sagði Þórey hlæjandi. Valskonur hafa farið mikinn í Evrópubikarnum í vetur. Þær hafa unnið sterk lið á við Kristianstad frá Svíþjóð og annað spænskt lið, Spánarmeistara Malaga. Það veitir sjálfstraust fyrir komandi leiki við Porrino. Hjálpar okkur mjög mikið „Já, auðvitað gerir það það. Að hafa unnið þær og náð meira að segja mjög góðum úrslitum á móti þeim. Það gefur okkur mikið sjálfstraust og líka það að vera búnar að spila á móti spænsku liði. Þetta er svolítið öðruvísi en þessi skandinavíski bolti þannig að þetta hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Þórey. Það vottar fyrir fiðrildum en nálgunin er engu að síður skýr. „Jú, hugurinn leitar alveg þangað. Maður veit alveg hver gulrótin er. Þú þarft bara að passa þig að vera bara á jörðinni og gera eins og Gústi segir að taka bara eina sókn og eina vörn í einu. Svo sjáum við hvernig niðurstaðan er,“ sagði Þórey. Fyrri leikur liðanna fer fram klukkan þrjú, en þau mætast í síðari úrslitaleiknum sléttri viku síðar að Hlíðarenda. Valur Handbolti EHF-bikarinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira
Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni sem fer fram í dag. „Tilfinningin er bara mjög góð. Við erum bara mjög spenntar en erum dálítið niðri á jörðinni. Við erum að einbeita okkur að okkar leik og taka á þessu eins og hverjum öðrum handboltaleik.“ Þetta segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður í liði Vals, í samtali við Val Pál Eiríksson. Valskonur fara ekki himinskautum fyrir komandi leik, þrátt fyrir að liðið sé aðeins tveimur úrslitaleikjum frá því að skrifa íslenska handboltasögu. Framkvæmdir á hóteli liðsins Leikmenn Vals vöknuðu þá við framkvæmdir á hóteli sínu í morgun en láta það ekki bíta á sig. „Nei, nei, þetta var bara um níu leytið þannig að þetta sleppur alveg. Samt sem áður kannski pínu pirrandi en við látum þetta ekkert á okkur fá,“ sagði Þórey. Téðar framkvæmdir höfðu þó eilítil áhrif á viðtal dagsins. „Þetta er bara hörkulið og lið sem er í fjórða sæti í deildinni á Spáni,“ sagði Þórey en hætti svo skyndilega við hávaðann frá framkvæmdunum. „Heyrðiru þetta?,“ sagði Þórey hlæjandi. Valskonur hafa farið mikinn í Evrópubikarnum í vetur. Þær hafa unnið sterk lið á við Kristianstad frá Svíþjóð og annað spænskt lið, Spánarmeistara Malaga. Það veitir sjálfstraust fyrir komandi leiki við Porrino. Hjálpar okkur mjög mikið „Já, auðvitað gerir það það. Að hafa unnið þær og náð meira að segja mjög góðum úrslitum á móti þeim. Það gefur okkur mikið sjálfstraust og líka það að vera búnar að spila á móti spænsku liði. Þetta er svolítið öðruvísi en þessi skandinavíski bolti þannig að þetta hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Þórey. Það vottar fyrir fiðrildum en nálgunin er engu að síður skýr. „Jú, hugurinn leitar alveg þangað. Maður veit alveg hver gulrótin er. Þú þarft bara að passa þig að vera bara á jörðinni og gera eins og Gústi segir að taka bara eina sókn og eina vörn í einu. Svo sjáum við hvernig niðurstaðan er,“ sagði Þórey. Fyrri leikur liðanna fer fram klukkan þrjú, en þau mætast í síðari úrslitaleiknum sléttri viku síðar að Hlíðarenda.
Valur Handbolti EHF-bikarinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira