Enski boltinn

Arne Slot von­svikinn með Trent Alexander-Arnold

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, faðmar Trent Alexander-Arnold eftir að sá síðarnefndi skoraði sigurmarkið á móti Leicester City á dögunum.
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, faðmar Trent Alexander-Arnold eftir að sá síðarnefndi skoraði sigurmarkið á móti Leicester City á dögunum. Getty/Charlotte Wilson

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að ákvörðun Trent Alexander-Arnold um að yfirgefa félagið, hafi ollið honum vonbrigðum.

Alexander-Arnold hefur gefið það út að hann fari frá Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar og nær öruggt þykir að hann sé að fara í framhaldinu til spænska stórliðsins Real Madrid á frjálsri sölu.

Alexander-Arnold kom til Liverpool sem ungur strákur og fór upp alla yngri flokka félagsins. Hann kom ungur inn í aðalliðið og hefur spilað stórt hlutverk síðan. Alexander-Arnold hefur nú spilað meira en 350 leiki fyrir félagið.

Góð manneskja að yfirgefa okkur

„Eins og öllum sem líkar við Liverpool eða eru stuðningsmenn félagsins þá er ég vonsvikinn með það að þurfa að sjá hann fara. Það er ekki bara góð manneskja að yfirgefa okkur heldur einnig mjög góður bakvörður líka,“ sagði Arne Slot á blaðamannafundi fyrir Arsenal leikinn um helgina.

„Ég hef unnið hjá félögum eins og AZ Alkmaar og Feyenoord en þar hafa leikmenn yfirgefið hópinn á hverju ári. Ég er því vanur þessu. Ég bý yfir reynslu af þessu sem og þetta félag. Þegar svona góður leikmaður fer þá stígur vanalega næsti góði leikmaður inn í staðinn. Ég held að það gerist aftur núna,“ sagði Slot.

„Veit ég hvert hann er að fara? Hann hefur ekki sagt neitt um það sjálfur við mig. Það eina sem hann hefur staðfest er að hann sé á förum. Það er ómögulegt fyrir mig að tjá mig um hvert hann sé hugsanlega að fara eða hvort það sé lið sem er að fara taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Þið sjáið samt á brosinu mínu að við vitum öll hvert hann sé að fara,“ sagði Slot.

Fær nú neikvæðri umfjöllun

Margir stuðningsmenn Liverpool eru mjög ósáttir út í Trent Alexander-Arnold og að hann yfirgefið félagið frítt.

„Það að fólk hafi skoðun á brottför leikmanns, hvort sem það er Trent eða einhver annar í hans starfsgrein, þá er það ekkert nýtt. Hann fær nú neikvæðri umfjöllun en hann er vanur en ég er ekki mikið að fylgjast með því. Ég ætla ekki að segja fólki hvernig það eigi að bregðast við,“ sagði Slot.

„Ég hef ekki séð Trent í smá tíma því strákarnir fengu nokkurra daga hvíld. Ég ætla bíða og sjá til hvernig honum liður með það að hafa tilkynnt það að hann sé á förum,“ sagði Slot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×