Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2025 11:03 Helena Ólafsdóttir áttar sig ekki á því á hvaða vegferð Valskonur eru á. Vísir/Jón Gautur/S2 Sport Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. Valskonur hafa verið allt annað en sannfærandi í upphafi Bestu deildar kvenna í fótbolta og Bestu mörkin veltu fyrir sig hvað væri vandamálið. Helena í ham Valur tapaði á móti Þrótti í fimmtu umferðinni og er bara með sjö stig í húsi af fimmtán mögulegum eftir tvo sigra og tvö töp í fimm leikjum. Helena Ólafsdóttir umsjónarmaður þáttarins var svo ósátt við það sem er í gangi hjá Val að hún tók orðið. Helena var meira að segja í miklum ham. Klippa: Bestu mörkin: Helena í ham í umfjöllun um slakar Valskonur „Nú ætla ég bara að fá að vera sérfræðingur með ykkur. Mér finnst þetta vera algjört bull. Þetta er bara þannig að Valur hefur varla breytt um lið. Horfiði á varnarlínuna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, sem var í miklum ham. Passaði ekki inn í mynstrið Helena gagnrýndi Valsmenn mikið fyrir að láta miðjumanninn frábæra Kaie Cousins fara frá liðinu en hún fór aftur í Þrótt. „Klúður, þær misstu Katie Cousins upp á eindæmi og af sjálfsdáðum. Þær vildu hana ekki af því að hún passaði ekki inn í mynstrið. Hver ákvað það ,“ spurði Helena. „Maður hugsaði. Passaði ekki inn í mynstrið? Er hún ekki fædd 1998? Hún var of gömul fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Hvaða rugl erum við að hlusta á? „Hvaða rugl erum við að hlusta á,“ sagði Helena og birti töflu með meðalaldri byrjunarliðs Vals, bæði í ár og í fyrra. „Svo segir Kristján i viðtölum. Við erum á vegferð. Hvaða vegferð? Jú bekkurinn hann hefur yngst. Eðlilega. Slökum aðeins á. Hvaða vegferð er þetta?,“ spurði Helena og hélt áfram. Er eðlilegt að tapa leikjum? „Ég gat varla talið upp listann með leikmönnum sem Valur fékk fyrir mót af ungum leikmönnum. Engin þeirra er í þessu liði nema Sóley [. Ég átta mig ekki á því sem Kristján segir í viðtölum að það sé eðlilegt að tapa leikjum,“ sagði Helena og fór að telja upp leikmenn liðsins og spyrja hvort þeim þætti það eðlilegt. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, benti á það að Valur hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í deildinni síðan 2017. Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, ber mikla virðingu fyrir þeim liðum sem ætla að fara í vegferð en spyr líka stóru spurningarinnar. „Hvar er hún,“ sagði Þóra. Sakna Berglindar „Ekki bulla í okkur,“ spurði Helena. Bára bendir á það að Valsliðið saknar Berglindar Rósar Ágústsdóttur en þetta gengi sýni mikilvægi hennar. „Þetta lið má samt ekki brotna við það að missa einn leikmann út,“ sagði Bára. Helena horfir til umgjarðarinnar í kringum liðið og til breytinganna sem urðu á stjórninni. „Það er allt í einu hreinsað þarna út og ný stjórn kemur inn með eitthvað allt annað orðbragð en við höfum hlustað á. Mér finnst í einu orði vera við stefnum á titla en í hinu orðinu að við erum að byggja upp. Ákveðið hvort þið eruð að gera,“ sagði Helena. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Valskonur hafa verið allt annað en sannfærandi í upphafi Bestu deildar kvenna í fótbolta og Bestu mörkin veltu fyrir sig hvað væri vandamálið. Helena í ham Valur tapaði á móti Þrótti í fimmtu umferðinni og er bara með sjö stig í húsi af fimmtán mögulegum eftir tvo sigra og tvö töp í fimm leikjum. Helena Ólafsdóttir umsjónarmaður þáttarins var svo ósátt við það sem er í gangi hjá Val að hún tók orðið. Helena var meira að segja í miklum ham. Klippa: Bestu mörkin: Helena í ham í umfjöllun um slakar Valskonur „Nú ætla ég bara að fá að vera sérfræðingur með ykkur. Mér finnst þetta vera algjört bull. Þetta er bara þannig að Valur hefur varla breytt um lið. Horfiði á varnarlínuna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, sem var í miklum ham. Passaði ekki inn í mynstrið Helena gagnrýndi Valsmenn mikið fyrir að láta miðjumanninn frábæra Kaie Cousins fara frá liðinu en hún fór aftur í Þrótt. „Klúður, þær misstu Katie Cousins upp á eindæmi og af sjálfsdáðum. Þær vildu hana ekki af því að hún passaði ekki inn í mynstrið. Hver ákvað það ,“ spurði Helena. „Maður hugsaði. Passaði ekki inn í mynstrið? Er hún ekki fædd 1998? Hún var of gömul fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Hvaða rugl erum við að hlusta á? „Hvaða rugl erum við að hlusta á,“ sagði Helena og birti töflu með meðalaldri byrjunarliðs Vals, bæði í ár og í fyrra. „Svo segir Kristján i viðtölum. Við erum á vegferð. Hvaða vegferð? Jú bekkurinn hann hefur yngst. Eðlilega. Slökum aðeins á. Hvaða vegferð er þetta?,“ spurði Helena og hélt áfram. Er eðlilegt að tapa leikjum? „Ég gat varla talið upp listann með leikmönnum sem Valur fékk fyrir mót af ungum leikmönnum. Engin þeirra er í þessu liði nema Sóley [. Ég átta mig ekki á því sem Kristján segir í viðtölum að það sé eðlilegt að tapa leikjum,“ sagði Helena og fór að telja upp leikmenn liðsins og spyrja hvort þeim þætti það eðlilegt. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, benti á það að Valur hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í deildinni síðan 2017. Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, ber mikla virðingu fyrir þeim liðum sem ætla að fara í vegferð en spyr líka stóru spurningarinnar. „Hvar er hún,“ sagði Þóra. Sakna Berglindar „Ekki bulla í okkur,“ spurði Helena. Bára bendir á það að Valsliðið saknar Berglindar Rósar Ágústsdóttur en þetta gengi sýni mikilvægi hennar. „Þetta lið má samt ekki brotna við það að missa einn leikmann út,“ sagði Bára. Helena horfir til umgjarðarinnar í kringum liðið og til breytinganna sem urðu á stjórninni. „Það er allt í einu hreinsað þarna út og ný stjórn kemur inn með eitthvað allt annað orðbragð en við höfum hlustað á. Mér finnst í einu orði vera við stefnum á titla en í hinu orðinu að við erum að byggja upp. Ákveðið hvort þið eruð að gera,“ sagði Helena. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira