Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. maí 2025 11:04 Marteinn Guðmundsson vill gera dagforeldrakerfið skilvirkara. Aðsend Nýr dagforeldravefur hefur litið dagsins ljós. Hann heitir Dagnanna.is og er búinn til af nýbökuðum föður sem sá hvað dagforeldraferlið allt er óskilvirkt og ákvað að taka málin í eigin hendur. Marteinn Guðmundsson tölvunarfræðingur hjá Icelandair vann að vefnum í fæðingarorlofinu sínu segist hafa séð skýra þörf á betri tengingu á milli foreldra og dagforeldra og því þróað þessa lausn í frítíma sínum. Hægt er að fara inn á vefinn með því að smella hér. „Ég eignaðist barn og sá hvernig það var að sækja um hjá dagforeldrum. Það er maus, þú þarft að fara inn á síðu bæjarfélagsins og allir eru með sínar aðferðir við að tengjast. Það er símanúmer og netfang, hringja á þessum tímum eða öðrum. Maður hefur heyrt alls konar hryllingssögur,“ segir hann. Vill auka skilvirkni Á vefnum, sem er ókeypis, geta dagforeldrar sett upp sína eigin síðu og sett þangað inn upplýsingar um starfsemi sína og laus pláss. Þar geta foreldrar einnig leitað að dagforeldrum eftir staðsetningu og sótt um hjá þeim. Marteinn er tölvunarfræðingur að mennt.Aðsend „Ég hugsaði að þetta gæti aukið skilvirkni á þessu kerfi. Af því að það eru einhverjir dagforeldrar sem eru ekki með nein börn og eru að reyna að vekja athygli á sér. Þetta getur líka hjálpað bæjarfélögunum í framtíðinni að greina þörfina eða sjá betur hvað mörg börn eru að bíða. Þau hafa enga yfirsýn yfir þetta núna,“ segir Marteinn. „Dagforeldrar geta skráð dagskýrslur fyrir börnin, svefnvenjur, matartíma og hvort þau eru glöð eða leið eða hvað þau vilja. Foreldrarnir fá þá góða yfirsýn á hverjum degi, hvernig dagur barnsins var,“ segir hann. Foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun Marteinn segir jafnframt að á vefnum fái dagforeldrar betri yfirsýn yfir sína biðlista. Börn detti sjálfkrafa út af biðlistum þegar þau eru samþykkt hjá öðru dagforeldri. Hann fékk nokkra dagforeldra til að vera í prufuhóp fyrir síðuna og segir þá hafa komið með gott innlegg á þróun vefsins. Hann segist vonast til þess að bæjarfélög taki þátt í verkefninu en honum hafa engin svör borist frá þeim enn sem komið er. „Markmið okkar er einfalt: Að allir dagforeldrar á Íslandi verði aðgengilegir á einum stað svo foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun og dagforeldrar nái betur til sinna nærsamfélaga.“ Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Marteinn Guðmundsson tölvunarfræðingur hjá Icelandair vann að vefnum í fæðingarorlofinu sínu segist hafa séð skýra þörf á betri tengingu á milli foreldra og dagforeldra og því þróað þessa lausn í frítíma sínum. Hægt er að fara inn á vefinn með því að smella hér. „Ég eignaðist barn og sá hvernig það var að sækja um hjá dagforeldrum. Það er maus, þú þarft að fara inn á síðu bæjarfélagsins og allir eru með sínar aðferðir við að tengjast. Það er símanúmer og netfang, hringja á þessum tímum eða öðrum. Maður hefur heyrt alls konar hryllingssögur,“ segir hann. Vill auka skilvirkni Á vefnum, sem er ókeypis, geta dagforeldrar sett upp sína eigin síðu og sett þangað inn upplýsingar um starfsemi sína og laus pláss. Þar geta foreldrar einnig leitað að dagforeldrum eftir staðsetningu og sótt um hjá þeim. Marteinn er tölvunarfræðingur að mennt.Aðsend „Ég hugsaði að þetta gæti aukið skilvirkni á þessu kerfi. Af því að það eru einhverjir dagforeldrar sem eru ekki með nein börn og eru að reyna að vekja athygli á sér. Þetta getur líka hjálpað bæjarfélögunum í framtíðinni að greina þörfina eða sjá betur hvað mörg börn eru að bíða. Þau hafa enga yfirsýn yfir þetta núna,“ segir Marteinn. „Dagforeldrar geta skráð dagskýrslur fyrir börnin, svefnvenjur, matartíma og hvort þau eru glöð eða leið eða hvað þau vilja. Foreldrarnir fá þá góða yfirsýn á hverjum degi, hvernig dagur barnsins var,“ segir hann. Foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun Marteinn segir jafnframt að á vefnum fái dagforeldrar betri yfirsýn yfir sína biðlista. Börn detti sjálfkrafa út af biðlistum þegar þau eru samþykkt hjá öðru dagforeldri. Hann fékk nokkra dagforeldra til að vera í prufuhóp fyrir síðuna og segir þá hafa komið með gott innlegg á þróun vefsins. Hann segist vonast til þess að bæjarfélög taki þátt í verkefninu en honum hafa engin svör borist frá þeim enn sem komið er. „Markmið okkar er einfalt: Að allir dagforeldrar á Íslandi verði aðgengilegir á einum stað svo foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun og dagforeldrar nái betur til sinna nærsamfélaga.“
Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira