Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. maí 2025 11:04 Marteinn Guðmundsson vill gera dagforeldrakerfið skilvirkara. Aðsend Nýr dagforeldravefur hefur litið dagsins ljós. Hann heitir Dagnanna.is og er búinn til af nýbökuðum föður sem sá hvað dagforeldraferlið allt er óskilvirkt og ákvað að taka málin í eigin hendur. Marteinn Guðmundsson tölvunarfræðingur hjá Icelandair vann að vefnum í fæðingarorlofinu sínu segist hafa séð skýra þörf á betri tengingu á milli foreldra og dagforeldra og því þróað þessa lausn í frítíma sínum. Hægt er að fara inn á vefinn með því að smella hér. „Ég eignaðist barn og sá hvernig það var að sækja um hjá dagforeldrum. Það er maus, þú þarft að fara inn á síðu bæjarfélagsins og allir eru með sínar aðferðir við að tengjast. Það er símanúmer og netfang, hringja á þessum tímum eða öðrum. Maður hefur heyrt alls konar hryllingssögur,“ segir hann. Vill auka skilvirkni Á vefnum, sem er ókeypis, geta dagforeldrar sett upp sína eigin síðu og sett þangað inn upplýsingar um starfsemi sína og laus pláss. Þar geta foreldrar einnig leitað að dagforeldrum eftir staðsetningu og sótt um hjá þeim. Marteinn er tölvunarfræðingur að mennt.Aðsend „Ég hugsaði að þetta gæti aukið skilvirkni á þessu kerfi. Af því að það eru einhverjir dagforeldrar sem eru ekki með nein börn og eru að reyna að vekja athygli á sér. Þetta getur líka hjálpað bæjarfélögunum í framtíðinni að greina þörfina eða sjá betur hvað mörg börn eru að bíða. Þau hafa enga yfirsýn yfir þetta núna,“ segir Marteinn. „Dagforeldrar geta skráð dagskýrslur fyrir börnin, svefnvenjur, matartíma og hvort þau eru glöð eða leið eða hvað þau vilja. Foreldrarnir fá þá góða yfirsýn á hverjum degi, hvernig dagur barnsins var,“ segir hann. Foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun Marteinn segir jafnframt að á vefnum fái dagforeldrar betri yfirsýn yfir sína biðlista. Börn detti sjálfkrafa út af biðlistum þegar þau eru samþykkt hjá öðru dagforeldri. Hann fékk nokkra dagforeldra til að vera í prufuhóp fyrir síðuna og segir þá hafa komið með gott innlegg á þróun vefsins. Hann segist vonast til þess að bæjarfélög taki þátt í verkefninu en honum hafa engin svör borist frá þeim enn sem komið er. „Markmið okkar er einfalt: Að allir dagforeldrar á Íslandi verði aðgengilegir á einum stað svo foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun og dagforeldrar nái betur til sinna nærsamfélaga.“ Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Marteinn Guðmundsson tölvunarfræðingur hjá Icelandair vann að vefnum í fæðingarorlofinu sínu segist hafa séð skýra þörf á betri tengingu á milli foreldra og dagforeldra og því þróað þessa lausn í frítíma sínum. Hægt er að fara inn á vefinn með því að smella hér. „Ég eignaðist barn og sá hvernig það var að sækja um hjá dagforeldrum. Það er maus, þú þarft að fara inn á síðu bæjarfélagsins og allir eru með sínar aðferðir við að tengjast. Það er símanúmer og netfang, hringja á þessum tímum eða öðrum. Maður hefur heyrt alls konar hryllingssögur,“ segir hann. Vill auka skilvirkni Á vefnum, sem er ókeypis, geta dagforeldrar sett upp sína eigin síðu og sett þangað inn upplýsingar um starfsemi sína og laus pláss. Þar geta foreldrar einnig leitað að dagforeldrum eftir staðsetningu og sótt um hjá þeim. Marteinn er tölvunarfræðingur að mennt.Aðsend „Ég hugsaði að þetta gæti aukið skilvirkni á þessu kerfi. Af því að það eru einhverjir dagforeldrar sem eru ekki með nein börn og eru að reyna að vekja athygli á sér. Þetta getur líka hjálpað bæjarfélögunum í framtíðinni að greina þörfina eða sjá betur hvað mörg börn eru að bíða. Þau hafa enga yfirsýn yfir þetta núna,“ segir Marteinn. „Dagforeldrar geta skráð dagskýrslur fyrir börnin, svefnvenjur, matartíma og hvort þau eru glöð eða leið eða hvað þau vilja. Foreldrarnir fá þá góða yfirsýn á hverjum degi, hvernig dagur barnsins var,“ segir hann. Foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun Marteinn segir jafnframt að á vefnum fái dagforeldrar betri yfirsýn yfir sína biðlista. Börn detti sjálfkrafa út af biðlistum þegar þau eru samþykkt hjá öðru dagforeldri. Hann fékk nokkra dagforeldra til að vera í prufuhóp fyrir síðuna og segir þá hafa komið með gott innlegg á þróun vefsins. Hann segist vonast til þess að bæjarfélög taki þátt í verkefninu en honum hafa engin svör borist frá þeim enn sem komið er. „Markmið okkar er einfalt: Að allir dagforeldrar á Íslandi verði aðgengilegir á einum stað svo foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun og dagforeldrar nái betur til sinna nærsamfélaga.“
Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira