Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. maí 2025 15:44 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir málið bera þess merki að stjórnarliðar séu litlir í sér. Vísir/Vilhelm Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til að frumvarpið færi fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar eins og ráðherrann lagði upp með. Hún lagði til að færi fram atkvæðagreiðsla en fundi var svo frestað og fer hún því fram á mánudaginn. Man ekki eftir öðru eins Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir fundinn hafa verið til marks um klaufaskap hjá ríkisstjórninni. „Það kom á daginn að stjórnarliðar voru of fámennir og treystu sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina og þess vegna frestaði forseti atkvæðagreiðslunni fram á mánudag. Þetta kom okkur töluvert á óvart og var hálfkauðslegt hjá verkstjórninni,“ segir hann. „Þarna er búið að leggja mikið undir að klára málið í dag, síðan lýkur umræðunni og þá treysta stjórnarliðar sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina. Ég man varla eftir neinu svona áður,“ segir Bergþór. Málþóf ómögulegt í fyrstu umræðu Hann segir ljóst að um sé að ræða stórt mál, hann segir frumvarp atvinnuvegaráðherra tryggilega stærsta mál ekki aðeins yfirstandandi þings heldur kjörtímabils ríkisstjórnarinnar alls. Fyrsta umræða hafði staðið í á fjórða tug klukkustunda þegar henni lauk og var þannig met sett. Ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. „Þessi umræða er öll byggð á misskilningi hjá stjórnarliðum. Þeir eru eitthvað litlir í sér virðist vera vegna þessa og líður sennilega illa með málið, sérstaklega landsbyggðarþingmönnunum. Það er nú bara þannig að hver þingmaður mátti fara í tvær ræður og önnur er fimmtán og hin er fimm mínútur, það er allt og sumt. Það er ekki hægt að stunda það sem sumir kalla málþóf í fyrstu umræðu,“ segir Bergþór. „Það mátti alveg reikna með því að það yrðu töluverðar umræður út af þessu máli þrátt fyrir takmarkanir þar á,“ segir hann. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald fari fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar að lokinni fyrstu umræðu. Hún lagði til að atkvæðagreiðsla þess efnis fari fram. 10. maí 2025 13:12 Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. 9. maí 2025 13:24 Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. 1. maí 2025 15:56 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til að frumvarpið færi fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar eins og ráðherrann lagði upp með. Hún lagði til að færi fram atkvæðagreiðsla en fundi var svo frestað og fer hún því fram á mánudaginn. Man ekki eftir öðru eins Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir fundinn hafa verið til marks um klaufaskap hjá ríkisstjórninni. „Það kom á daginn að stjórnarliðar voru of fámennir og treystu sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina og þess vegna frestaði forseti atkvæðagreiðslunni fram á mánudag. Þetta kom okkur töluvert á óvart og var hálfkauðslegt hjá verkstjórninni,“ segir hann. „Þarna er búið að leggja mikið undir að klára málið í dag, síðan lýkur umræðunni og þá treysta stjórnarliðar sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina. Ég man varla eftir neinu svona áður,“ segir Bergþór. Málþóf ómögulegt í fyrstu umræðu Hann segir ljóst að um sé að ræða stórt mál, hann segir frumvarp atvinnuvegaráðherra tryggilega stærsta mál ekki aðeins yfirstandandi þings heldur kjörtímabils ríkisstjórnarinnar alls. Fyrsta umræða hafði staðið í á fjórða tug klukkustunda þegar henni lauk og var þannig met sett. Ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. „Þessi umræða er öll byggð á misskilningi hjá stjórnarliðum. Þeir eru eitthvað litlir í sér virðist vera vegna þessa og líður sennilega illa með málið, sérstaklega landsbyggðarþingmönnunum. Það er nú bara þannig að hver þingmaður mátti fara í tvær ræður og önnur er fimmtán og hin er fimm mínútur, það er allt og sumt. Það er ekki hægt að stunda það sem sumir kalla málþóf í fyrstu umræðu,“ segir Bergþór. „Það mátti alveg reikna með því að það yrðu töluverðar umræður út af þessu máli þrátt fyrir takmarkanir þar á,“ segir hann.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald fari fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar að lokinni fyrstu umræðu. Hún lagði til að atkvæðagreiðsla þess efnis fari fram. 10. maí 2025 13:12 Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. 9. maí 2025 13:24 Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. 1. maí 2025 15:56 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald fari fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar að lokinni fyrstu umræðu. Hún lagði til að atkvæðagreiðsla þess efnis fari fram. 10. maí 2025 13:12
Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. 9. maí 2025 13:24
Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. 1. maí 2025 15:56