Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. maí 2025 19:30 Arngrímur Ísberg íbúi við Miklubraut. vísir/Sigurjón Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. Umræddur bíll hefur verið óhreyfður á sama stað í rúmlega viku. Hann tekur við af öðrum bíl sem var fjarlægður fyrir skömmu af Heilbrigðiseftirlitinu en sá var einnig fullur af bensínbrúsum. Arngrímur Ísberg, fyrrverandi héraðsdómari og íbúi við Miklubraut, varð var við þann bíl í byrjun apríl og hefur ítrekað vakið athygli á málinu á hverfissíðu á Facebook. „Það var bíll hérna svolítið fyrir ofan sem stóð þarna bara á loftlausum dekkjum. Ég fór að taka eftir því að það var verið að bera í hann brúsa og bera úr honum brúsa til þess að hella á aðra bíla til þess að taka bensín.“ Sama athæfi eigi sér stað við nýja bílinn og dæmi um að fólk afgreiði sig sjálft. Arngrímur segist mjög áhyggjufullur að alvarlegt slys verði í götunni. Aðrir íbúar á svæðinu deila áhyggjum hans. „Þessi drulluklessa hérna ber vitni um það að þetta er nákvæmlega sama kerfið. Þetta er eldhætta, það segir sig náttúrulega sjálft. Svo er náttúrulega þessi sóðaskapur og fyrir utan það þá stendur þessi bíll bara þarna og tekur fullt af stæðum. Það þarf ekki annað en kasta sígarettu stubb í áttina að þessum bíl og þá fuðrar hann upp og næstu bílar líka.“ Hann segist hafa haft samband við slökkviliðið og lögregluna sem aðhafist lítið í málinu og bindur vonir við að Heilbrigðiseftirlitið grípi aftur inn í. „Svo þegar að sóðaskapurinn þarna í kring gekk fram af mér. Þá hringdi ég í slökkviliðið, þeir höfðu nú lítinn áhuga á þessu. Enda kom þeir ekki fyrr en það þarf að slökkva eitthvað. Allaveganna það getur ekki verið að þetta sé neitt ólöglegt fyrst að lögreglan hefur engan áhuga á þessu,“ bætir Arngrímur við háðslega. Reykjavík Bílar Lögreglumál Heilbrigðiseftirlit Olíuþjófnaður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Umræddur bíll hefur verið óhreyfður á sama stað í rúmlega viku. Hann tekur við af öðrum bíl sem var fjarlægður fyrir skömmu af Heilbrigðiseftirlitinu en sá var einnig fullur af bensínbrúsum. Arngrímur Ísberg, fyrrverandi héraðsdómari og íbúi við Miklubraut, varð var við þann bíl í byrjun apríl og hefur ítrekað vakið athygli á málinu á hverfissíðu á Facebook. „Það var bíll hérna svolítið fyrir ofan sem stóð þarna bara á loftlausum dekkjum. Ég fór að taka eftir því að það var verið að bera í hann brúsa og bera úr honum brúsa til þess að hella á aðra bíla til þess að taka bensín.“ Sama athæfi eigi sér stað við nýja bílinn og dæmi um að fólk afgreiði sig sjálft. Arngrímur segist mjög áhyggjufullur að alvarlegt slys verði í götunni. Aðrir íbúar á svæðinu deila áhyggjum hans. „Þessi drulluklessa hérna ber vitni um það að þetta er nákvæmlega sama kerfið. Þetta er eldhætta, það segir sig náttúrulega sjálft. Svo er náttúrulega þessi sóðaskapur og fyrir utan það þá stendur þessi bíll bara þarna og tekur fullt af stæðum. Það þarf ekki annað en kasta sígarettu stubb í áttina að þessum bíl og þá fuðrar hann upp og næstu bílar líka.“ Hann segist hafa haft samband við slökkviliðið og lögregluna sem aðhafist lítið í málinu og bindur vonir við að Heilbrigðiseftirlitið grípi aftur inn í. „Svo þegar að sóðaskapurinn þarna í kring gekk fram af mér. Þá hringdi ég í slökkviliðið, þeir höfðu nú lítinn áhuga á þessu. Enda kom þeir ekki fyrr en það þarf að slökkva eitthvað. Allaveganna það getur ekki verið að þetta sé neitt ólöglegt fyrst að lögreglan hefur engan áhuga á þessu,“ bætir Arngrímur við háðslega.
Reykjavík Bílar Lögreglumál Heilbrigðiseftirlit Olíuþjófnaður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira