Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Vésteinn Örn Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 12. maí 2025 20:48 Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Miðflokksins segir koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju meðan stjórnarandstaðan boðaði hann á þingfund á laugardag. Það sé ekki Daða að meta hvaða fundir séu mikilvægari en aðrir þegar hann er boðaður með þessum hætti. Heitar umræður urðu á Alþingi í dag vegna þingfundarins á laugardaginn, meðal annars vegna þess að þá hafði tillögu um nefndarvísan frumvarpsins verið frestað þar til í dag en verulega hitnaði í hamsi þegar mætingarleysi Daða á fundinn var til umræðu. Fyrr í kvöld var samþykkt tillaga um að frumvarpinu skyldi vísað til atvinnuveganefndar í stað efnahags- og viðskiptanefndar. Stjórnarandstaðan hafði lagt fram að því yrði frekar vísað í hina síðarnefndu nefnd þar sem um skattamál væri að ræða, líkt og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði í samtali við fréttamann fyrr í kvöld. Nokkrum sögum fer af því hvers vegna Daði mætti ekki á þingfundinn á laugardaginn en í óundirbúnum fyrirspurnum í dag, eftir að stjórnarandstaðan lét spurningum þess efnis rigna yfir hann, sagðist Daði hafa haft öðrum skyldum að gegna. Hann hafði ætlað sér að mæta undir lokin en þingfundinum verið slitið fyrr en áætlað var. Bergþór gefur lítið fyrir þessar skýringar. „Okkur er í tvígang sagt að það sé verið að sækja hann í hús. Hann sé fastur í erindagjörðum, væntanlega opinberu, og sé væntanlegur. Síðan kemur í ljós að Daði sat í húsi allan tímann á einhverjum vinnufundi Viðreisnar.“ Í umfjöllun Mbl.is um málið segir að ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafi hann verið á vinnustofu á vegum grasrótar Viðreisnar sem hét „Við erum í ríkisstjórn. Hvað nú?“. „Hann er ekki í þeirri stöðu að meta hvaða fundur er mikilvægur og hver ekki í þessu samhengi. Þegar búið er að gera boð eftir ráðherranum þá ber honum að mæta og sérstaklega þegar hann er í húsi. Þetta er sérstök gerð af hroka og vanvirðingu í garð þingsins.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Heitar umræður urðu á Alþingi í dag vegna þingfundarins á laugardaginn, meðal annars vegna þess að þá hafði tillögu um nefndarvísan frumvarpsins verið frestað þar til í dag en verulega hitnaði í hamsi þegar mætingarleysi Daða á fundinn var til umræðu. Fyrr í kvöld var samþykkt tillaga um að frumvarpinu skyldi vísað til atvinnuveganefndar í stað efnahags- og viðskiptanefndar. Stjórnarandstaðan hafði lagt fram að því yrði frekar vísað í hina síðarnefndu nefnd þar sem um skattamál væri að ræða, líkt og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði í samtali við fréttamann fyrr í kvöld. Nokkrum sögum fer af því hvers vegna Daði mætti ekki á þingfundinn á laugardaginn en í óundirbúnum fyrirspurnum í dag, eftir að stjórnarandstaðan lét spurningum þess efnis rigna yfir hann, sagðist Daði hafa haft öðrum skyldum að gegna. Hann hafði ætlað sér að mæta undir lokin en þingfundinum verið slitið fyrr en áætlað var. Bergþór gefur lítið fyrir þessar skýringar. „Okkur er í tvígang sagt að það sé verið að sækja hann í hús. Hann sé fastur í erindagjörðum, væntanlega opinberu, og sé væntanlegur. Síðan kemur í ljós að Daði sat í húsi allan tímann á einhverjum vinnufundi Viðreisnar.“ Í umfjöllun Mbl.is um málið segir að ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafi hann verið á vinnustofu á vegum grasrótar Viðreisnar sem hét „Við erum í ríkisstjórn. Hvað nú?“. „Hann er ekki í þeirri stöðu að meta hvaða fundur er mikilvægur og hver ekki í þessu samhengi. Þegar búið er að gera boð eftir ráðherranum þá ber honum að mæta og sérstaklega þegar hann er í húsi. Þetta er sérstök gerð af hroka og vanvirðingu í garð þingsins.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira