Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. maí 2025 00:03 Meðlimir Pussy Riot hafa vakið athygli um allan heim sem listakonur og andófskonur. Getty Rússneska pönkhljómsveitin Pussy Riot og Páll Óskar eru meðal þeirra sem troða upp í Iðnó 11. júlí á svokallaðri Hátíð gegn landamærum. Auk þeirra koma fram fjöldi tónlistamanna á hátíðinni sem haldinn er á vegum samtakanna No Borders. Auk þeirra fyrrnefndu kemur fram tónlistarfólkið Ízleifur, Inspector Spacetime, Kusk og Óviti, Gróa, Alexander Jarl, Flesh Machine og sigurvegarar Músíktilrauna í ár Geðbrigði. DJ Óli Dóri sér svo um að þeyta skífum inn í nóttina. Í tilkynningu segir að markmið hátíðarinnar sé að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeim erfiðu aðstæðum sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. „Þú vilt ekki missa af þessu magnaða kvöldi, þar sem tónlist og aktívismi mætast í dúndrandi og ógleymanlegri stemningu,“ segir í tilkynningu. Meðlimir lista- og andófshópsins Pussy Riot hafa margir verið hraknir á flótta frá heimalandi sínu fyrir andóf gegn stjórnvöldum. Ljúdmílu Shtein og Maríu Alekhina var báðum veittur íslenskur ríkisborgararéttur árið 2022. Síðan þá hefur Ljúdmíla verið dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi fyrir færslur þar sem hún gagnrýndi innrás Rússlands í Úkraínu sem rússnesk yfirvöld töldu vanvirða rússneska herinn. Lögin hafa verið notuð til að bæla niður andóf gegn stjórnvöldum. Annar meðlimur sveitarinnar hefur einnig búið hér á landi í nokkur ár. Hún segir aukna andúð gagnvart innflytjendum og flóttafólki valda sér þungum áhyggjum. „Ég tel að með þessum viðburði fáum við öll tækifæri til að læra eitthvað nýtt hvert um annað og það er virkilega hvetjandi. Skilaboðin eru skýr: Opið hugarfar, ekki lokuð landamæri!“ er haft eftir henni í tilkynningu. „Vertu með þann 11. júlí, þegar við komum saman til að fagna frelsinu sem felst í virku andófi, til að minna á að baráttan heldur áfram og til að fræða fólk um aðstæður flóttafólks.“ Tónleikar á Íslandi Tónlist Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Auk þeirra fyrrnefndu kemur fram tónlistarfólkið Ízleifur, Inspector Spacetime, Kusk og Óviti, Gróa, Alexander Jarl, Flesh Machine og sigurvegarar Músíktilrauna í ár Geðbrigði. DJ Óli Dóri sér svo um að þeyta skífum inn í nóttina. Í tilkynningu segir að markmið hátíðarinnar sé að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeim erfiðu aðstæðum sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. „Þú vilt ekki missa af þessu magnaða kvöldi, þar sem tónlist og aktívismi mætast í dúndrandi og ógleymanlegri stemningu,“ segir í tilkynningu. Meðlimir lista- og andófshópsins Pussy Riot hafa margir verið hraknir á flótta frá heimalandi sínu fyrir andóf gegn stjórnvöldum. Ljúdmílu Shtein og Maríu Alekhina var báðum veittur íslenskur ríkisborgararéttur árið 2022. Síðan þá hefur Ljúdmíla verið dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi fyrir færslur þar sem hún gagnrýndi innrás Rússlands í Úkraínu sem rússnesk yfirvöld töldu vanvirða rússneska herinn. Lögin hafa verið notuð til að bæla niður andóf gegn stjórnvöldum. Annar meðlimur sveitarinnar hefur einnig búið hér á landi í nokkur ár. Hún segir aukna andúð gagnvart innflytjendum og flóttafólki valda sér þungum áhyggjum. „Ég tel að með þessum viðburði fáum við öll tækifæri til að læra eitthvað nýtt hvert um annað og það er virkilega hvetjandi. Skilaboðin eru skýr: Opið hugarfar, ekki lokuð landamæri!“ er haft eftir henni í tilkynningu. „Vertu með þann 11. júlí, þegar við komum saman til að fagna frelsinu sem felst í virku andófi, til að minna á að baráttan heldur áfram og til að fræða fólk um aðstæður flóttafólks.“
Tónleikar á Íslandi Tónlist Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira