Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar 13. maí 2025 10:00 Nýlega opnaði bakarí við Háteigsveg í Reykjavík á jarðhæð húss sem hafði staðið ónotuð í lengri tíma. Það er kannski ekki í frásögur færandi, en það vekur áhuga að opnunin verður nokkrum árum eftir að lokið var við mjög stórt húsnæðisverkefni í grenndinni sem kennt er við Einholt/Þverholt. Þar voru fyrir úreltar iðnaðarbyggingar látnar víkja fyrir hátt í 300 íbúðum sem skipulagðar voru sem 4-5 hæða randbyggð utan um aflangan inngarð frá norðri til suðurs. Fyrir vikið búa nú í neðanverðu Holtahverfinu líklega um og yfir 600 íbúum meira en fyrir, eða sem nemur íbúafjölda Eyrarbakka. Og það skiptir sköpum fyrir lítil bakarí að hafa slíkan kúnnahóp í grenndinni til að tryggja að reksturinn gangi upp. Hverfið allt hagnast líka. Dæmisögurnar eru fleiri í þessu hverfi um ný þjónustufyrirtæki sem tóku til starfa sem afleiðing af þéttingu byggðar, bæði á þessum reit sem og öðrum reitum í nágrenninu. Ávinningurinn fyrir sveitarfélagið af verkefninu við Einholt/Þverholt er t.d. að ekki þurfti að leggja nýjar götur eða lagnir í jörðu vegna uppbyggingarinnar. Ekki þurfti að búa til nýjar eða lengja strætóleiðir til að þjónusta það heldur frekar efla það sem fyrir er. Hefði þessari byggð verið fundinn staður á jaðri borgarinnar hefði allt þetta þurft til, og íbúarnir líklega víðs fjarri þeirri nærþjónustu sem það annars hefur í seilingarfjarlægð, og getur nálgast án þess að þurfa að setjast inn í bíl í hvert sinn sem það þarf að reka sín erindi. Einholt/Þverholt er sömuleiðis nærri mörgum stórum atvinnusvæðum í göngu- og hjólafjarlægð og býður þannig upp á valkost um samgöngur sem hverfi fjarri atvinnusvæðum geta tæpast gert. Og fleiri punkta um gagnsemi þéttingar byggðar má týna til, þótt staldrað verði við hér. Vitanlega eru tvær hliðar á peningnum. Starfsemin sem var fyrir við Einholt/Þverholt hvarf ekki, heldur fann sér nýjan stað fjær borgarmiðjunni. En þá á lóðum og í byggingum sem hentaði þeirra starfsemi betur en áður. Og því hefur vitanlega fylgt gatnagerð og almenningssamgöngur. En það er betra og eðlilegra að starfsemi sem þarf hlutfallslega mikið land, og sem getur verið truflandi, raðist á jaðarinn og íbúðarbyggð, sem almennt nýtir land sitt vel, sem næst miðjunni. Þetta er t.d. það sem drífur áfram uppbygginguna við Ártúnshöfða, sem nú er farin af stað. Í dag er unnið eftir áætlun um að höfuðborgarsvæðið byggist upp innan svonefndra vaxtarmarka, sem hafa það að markmiði að beina landnotkun sem nýtir land sitt vel, jafnt íbúðabyggð og þrifalega atvinnubyggð, inn á við en landfrekri starfsemi á jaðrana. Eftir fremstra megni sé reynt að blanda íbúðarbyggð við slíka atvinnubyggð til að draga sem mest úr ferðalögum fólks um langar leiðir til og frá vinnu, en það ýtir undir það að fólk velji bílinn frekar en aðra ferðamáta. Til að styðja við það sem best er samhliða byggð upp Borgarlína, sérrými fyrir almenningsvagna sem líkjast sporvögnum en eru þó á gúmmídekkjum. Sérrýmið gerir að verkum að hægt er að bjóða upp á tíðni ferða þannig að ætíð sé von á næsta vagni stuttu síðar eftir að hafa misst af þeim fyrri fyrir óheppni. Það verður bylting í þjónustu almenningssamgangna, þegar það kerfi nær fullri virkni. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið eftir þessari áætlun síðustu árin og þéttingarverkefnin orðin mjög mörg. Bæði verkefni sem hafa orðið að veruleika og önnur sem eru enn bara í undirbúningi. Það er því kannski ekki von en að sums staðar hafi hlutirnir ekki gengið upp eins og best verður á kosið. Krafan um hraða afgreiðslu og uppbyggingu eftir hið mikla fólksfjölgunartímabil síðustu ára hefur vitanlega ekki hjálpað til. Í Suður-Mjódd var hluti fjölbýlishúss skipulagður með íbúðir þar sem megin íverurými snéru að útvegg stórbyggingar undir vörudreifingu og kjötvinnslu. Það er óheppileg útkoma, hvar svo sem sökin liggur. Dæmið frá Suður-Mjódd hefur mikið verið nýtt í vetur til að strá fræjum efasemda hvernig staðið er að þróun byggðar undanfarið, jafnvel um að þétt borgarbyggð sé ekki rétta leiðin fram á við. Önnur dæmi, þar sem e.t.v. skortir á ákveðin lágmarksgæði, hafa verið týnd til þessu til stuðnings. Einkum er pólitísk undirrót þarna á ferð, en líka málefnaleg gagnrýni fagaðila. En á meðan það má vel taka undir sitthvað sem gagnrýnt hefur verið er vert að benda á hin fjöldamörgu verkefni sem teljast hafa heppnast með stakri prýði á síðustu árum og eru, góðu heilli, mun fleiri en hin. Það er hægt að nota þau sem efnivið til grundvallar nýjum verkefnum og jafnvel endurskoða eitthvað af því sem er í undirbúningi til að tryggja góða útkomu. En að setja góð áform til hliðar og hefja hugmyndafræði 20. aldar upp aftur, með þungum fókus á útþenslu byggðar og hreyfanleika að mestu bundinn við aðgengi að einkabíl væri afturför og vonandi eitthvað sem ekki þarf að hafa áhyggjur að gerist á ný. Höfundur er skipulagsverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega opnaði bakarí við Háteigsveg í Reykjavík á jarðhæð húss sem hafði staðið ónotuð í lengri tíma. Það er kannski ekki í frásögur færandi, en það vekur áhuga að opnunin verður nokkrum árum eftir að lokið var við mjög stórt húsnæðisverkefni í grenndinni sem kennt er við Einholt/Þverholt. Þar voru fyrir úreltar iðnaðarbyggingar látnar víkja fyrir hátt í 300 íbúðum sem skipulagðar voru sem 4-5 hæða randbyggð utan um aflangan inngarð frá norðri til suðurs. Fyrir vikið búa nú í neðanverðu Holtahverfinu líklega um og yfir 600 íbúum meira en fyrir, eða sem nemur íbúafjölda Eyrarbakka. Og það skiptir sköpum fyrir lítil bakarí að hafa slíkan kúnnahóp í grenndinni til að tryggja að reksturinn gangi upp. Hverfið allt hagnast líka. Dæmisögurnar eru fleiri í þessu hverfi um ný þjónustufyrirtæki sem tóku til starfa sem afleiðing af þéttingu byggðar, bæði á þessum reit sem og öðrum reitum í nágrenninu. Ávinningurinn fyrir sveitarfélagið af verkefninu við Einholt/Þverholt er t.d. að ekki þurfti að leggja nýjar götur eða lagnir í jörðu vegna uppbyggingarinnar. Ekki þurfti að búa til nýjar eða lengja strætóleiðir til að þjónusta það heldur frekar efla það sem fyrir er. Hefði þessari byggð verið fundinn staður á jaðri borgarinnar hefði allt þetta þurft til, og íbúarnir líklega víðs fjarri þeirri nærþjónustu sem það annars hefur í seilingarfjarlægð, og getur nálgast án þess að þurfa að setjast inn í bíl í hvert sinn sem það þarf að reka sín erindi. Einholt/Þverholt er sömuleiðis nærri mörgum stórum atvinnusvæðum í göngu- og hjólafjarlægð og býður þannig upp á valkost um samgöngur sem hverfi fjarri atvinnusvæðum geta tæpast gert. Og fleiri punkta um gagnsemi þéttingar byggðar má týna til, þótt staldrað verði við hér. Vitanlega eru tvær hliðar á peningnum. Starfsemin sem var fyrir við Einholt/Þverholt hvarf ekki, heldur fann sér nýjan stað fjær borgarmiðjunni. En þá á lóðum og í byggingum sem hentaði þeirra starfsemi betur en áður. Og því hefur vitanlega fylgt gatnagerð og almenningssamgöngur. En það er betra og eðlilegra að starfsemi sem þarf hlutfallslega mikið land, og sem getur verið truflandi, raðist á jaðarinn og íbúðarbyggð, sem almennt nýtir land sitt vel, sem næst miðjunni. Þetta er t.d. það sem drífur áfram uppbygginguna við Ártúnshöfða, sem nú er farin af stað. Í dag er unnið eftir áætlun um að höfuðborgarsvæðið byggist upp innan svonefndra vaxtarmarka, sem hafa það að markmiði að beina landnotkun sem nýtir land sitt vel, jafnt íbúðabyggð og þrifalega atvinnubyggð, inn á við en landfrekri starfsemi á jaðrana. Eftir fremstra megni sé reynt að blanda íbúðarbyggð við slíka atvinnubyggð til að draga sem mest úr ferðalögum fólks um langar leiðir til og frá vinnu, en það ýtir undir það að fólk velji bílinn frekar en aðra ferðamáta. Til að styðja við það sem best er samhliða byggð upp Borgarlína, sérrými fyrir almenningsvagna sem líkjast sporvögnum en eru þó á gúmmídekkjum. Sérrýmið gerir að verkum að hægt er að bjóða upp á tíðni ferða þannig að ætíð sé von á næsta vagni stuttu síðar eftir að hafa misst af þeim fyrri fyrir óheppni. Það verður bylting í þjónustu almenningssamgangna, þegar það kerfi nær fullri virkni. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið eftir þessari áætlun síðustu árin og þéttingarverkefnin orðin mjög mörg. Bæði verkefni sem hafa orðið að veruleika og önnur sem eru enn bara í undirbúningi. Það er því kannski ekki von en að sums staðar hafi hlutirnir ekki gengið upp eins og best verður á kosið. Krafan um hraða afgreiðslu og uppbyggingu eftir hið mikla fólksfjölgunartímabil síðustu ára hefur vitanlega ekki hjálpað til. Í Suður-Mjódd var hluti fjölbýlishúss skipulagður með íbúðir þar sem megin íverurými snéru að útvegg stórbyggingar undir vörudreifingu og kjötvinnslu. Það er óheppileg útkoma, hvar svo sem sökin liggur. Dæmið frá Suður-Mjódd hefur mikið verið nýtt í vetur til að strá fræjum efasemda hvernig staðið er að þróun byggðar undanfarið, jafnvel um að þétt borgarbyggð sé ekki rétta leiðin fram á við. Önnur dæmi, þar sem e.t.v. skortir á ákveðin lágmarksgæði, hafa verið týnd til þessu til stuðnings. Einkum er pólitísk undirrót þarna á ferð, en líka málefnaleg gagnrýni fagaðila. En á meðan það má vel taka undir sitthvað sem gagnrýnt hefur verið er vert að benda á hin fjöldamörgu verkefni sem teljast hafa heppnast með stakri prýði á síðustu árum og eru, góðu heilli, mun fleiri en hin. Það er hægt að nota þau sem efnivið til grundvallar nýjum verkefnum og jafnvel endurskoða eitthvað af því sem er í undirbúningi til að tryggja góða útkomu. En að setja góð áform til hliðar og hefja hugmyndafræði 20. aldar upp aftur, með þungum fókus á útþenslu byggðar og hreyfanleika að mestu bundinn við aðgengi að einkabíl væri afturför og vonandi eitthvað sem ekki þarf að hafa áhyggjur að gerist á ný. Höfundur er skipulagsverkfræðingur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun