Lífið

Sögu­legt par­hús í Hlíðunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1948.
Húsið var byggt árið 1948.

Við Skaftahlíð í Reykjavík er að finna glæsilegt parhús sem var byggt árið 1948. Arkitekt hússins er Hannes Davíðsson sem einnig teiknaði Kjarvalsstaði. Garðurinn er sérlega fallegur en fyrsti landslagsarkitekt Íslands, Jón H. Björnsson, þekktur sem Jón í Alaska, hannaði garðinn. Ásett verð er 180 milljónir.

Um er að ræða 255 fermetra parhús á þremur hæðum. Gengið er inn á miðhæð hússins sem skiptist í forstofu, tvær rúmgóðar og bjartar stofur, eldhús og gestasalerni.

Heimilið hefur verið innréttað af mikilli natni og smekkvísi þar sem fagurfræðin ræður ríkjum.

Setustofan er einstaklega rúmgóð og björt með stórum gluggum og aukinni lofthæð. Gengið er niður þrjú þrep frá borðstofunni í stofuna, þaðan sem er útgengt í skjólgóðan suðurgarð með nýlegri pargólu og notalegri setuaðstöðu.

Eldhúsið er opið við borðstofu og er með brúnni viðarinnréttingu og góðu vinnuplássi.

Upp á efri hæðina liggur tignarlegur stigi þar sem fallegur loftgluggi hleypir mikilli náttúrulegri birtu inn. Þar eru fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi. Útgengt er úr tveimur svefnherbergjum á suðursvalir.

Í kjallara hússins hefur verið innréttuð fullbúin tveggja herbergja íbúð með sérinngangi.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.