Sport

Alltaf mark­miðið að spila fyrir Barcelona

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson í leik á tímabilinu.
Viktor Gísli Hallgrímsson í leik á tímabilinu. EPA-EFE/Szymon Labinski

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur samið við eitt besta handboltalið heims og gerir tveggja ára samning við Barcelona.

Viktor yfirgefur Wisla Plock í Póllandi eftir tímabilið og gengur í raðir Evrópu- og Spánarmeistaranna. Viktor hefur verið orðaður við Barcelona í töluverðan tíma og nú hefur eitt versta geymda leyndarmál handboltans verið staðfest.

Viktor segir að það hafi alltaf verið markmiðið að spila fyrir Barcelona. Upphaflega hafi það verið á stefnuskránni að spila með knattspyrnuliði Barcelona en hann verði að láta það nægja að leika með handboltaliðinu.

„Ég ætlaði mér alltaf að vera frammi hjá Barcelona sem barn en verð að láta þetta duga,“ segir Viktor og hlær. Nánar verður rætt við Viktor Gísla í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×