Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2025 07:30 Viktor Gísli leikur með Barcelona frá og með næsta tímabili. vísir/vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur samið við eitt besta handboltalið heims. Hann gerir tveggja ára samning við Barcelona. Viktor yfirgefur Wisla Plock í Póllandi eftir tímabilið og gengur í raðir Evrópu- og Spánarmeistaranna. Viktor hefur verið orðaður við Barcelona í töluverðan tíma og nú hefur eitt versta geymda leyndarmál handboltans verið staðfest. „Ég viðurkenndi aldrei neitt þegar fólk var að spyrja mig en ég gat auðvitað ekkert stoppað þetta þegar fólk byrjaði að gruna hluti. Barcelona bíður alltaf mjög lengi með að tilkynna nýja leikmenn en þetta var orðið nokkuð augljóst undir lokin. Þetta kannski því ekki alveg jafn súrealískt fyrir mig núna og þegar þetta gerðist fyrst,“ segir Viktor sem var í raun búinn að semja við liðið fyrir nokkrum mánuðum. Spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas fer til Kiel eftir tímabilið og Viktor mun fylla hans skarð hjá Barcelona og mynda markvarðateymi liðsins með Dananum Emil Nielsen. Besti markvörður heims „Þetta er líklega besti markvörður heims í dag og er búinn að vera frábær með Barcelona og danska landsliðinu. Ég hlakka til að fylgjast með honum og læra vonandi hluti frá honum og setja inn í minn leik. Ég þekki hann aðeins og hef verið í samskiptum við hann.“ Viktor verður fjórði Íslendingurinn til að spila fyrir Barcelona á eftir Viggó Sigurðssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni og Aroni Pálmarssyni. „Þegar þetta kom fyrst upp á borðið heyrði ég í Aroni og Guðjóni Val líka og þeir mældu hiklaust með þessu og sögðu að þetta væri frábær staður til að búa á og frábær klúbbur líka.“ Barcelona hefur unnið spænsku deildina öll tímabil síðan 2010-11 og vann Meistaradeild Evrópu í fyrra, í tólfta sinn. Barcelona er komið í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar á þessu tímabili og mætir Íslendingaliði Magdeburg í undanúrslitunum. „Það er skilyrði að vinna hvern einasta leik og það hefur alltaf verið draumurinn að spila fyrir þennan klúbb. Maður ætlaði nú fyrst að gera það með fótboltaliðinu en handboltinn verður bara að duga,“ segir Viktor léttur. Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
Viktor yfirgefur Wisla Plock í Póllandi eftir tímabilið og gengur í raðir Evrópu- og Spánarmeistaranna. Viktor hefur verið orðaður við Barcelona í töluverðan tíma og nú hefur eitt versta geymda leyndarmál handboltans verið staðfest. „Ég viðurkenndi aldrei neitt þegar fólk var að spyrja mig en ég gat auðvitað ekkert stoppað þetta þegar fólk byrjaði að gruna hluti. Barcelona bíður alltaf mjög lengi með að tilkynna nýja leikmenn en þetta var orðið nokkuð augljóst undir lokin. Þetta kannski því ekki alveg jafn súrealískt fyrir mig núna og þegar þetta gerðist fyrst,“ segir Viktor sem var í raun búinn að semja við liðið fyrir nokkrum mánuðum. Spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas fer til Kiel eftir tímabilið og Viktor mun fylla hans skarð hjá Barcelona og mynda markvarðateymi liðsins með Dananum Emil Nielsen. Besti markvörður heims „Þetta er líklega besti markvörður heims í dag og er búinn að vera frábær með Barcelona og danska landsliðinu. Ég hlakka til að fylgjast með honum og læra vonandi hluti frá honum og setja inn í minn leik. Ég þekki hann aðeins og hef verið í samskiptum við hann.“ Viktor verður fjórði Íslendingurinn til að spila fyrir Barcelona á eftir Viggó Sigurðssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni og Aroni Pálmarssyni. „Þegar þetta kom fyrst upp á borðið heyrði ég í Aroni og Guðjóni Val líka og þeir mældu hiklaust með þessu og sögðu að þetta væri frábær staður til að búa á og frábær klúbbur líka.“ Barcelona hefur unnið spænsku deildina öll tímabil síðan 2010-11 og vann Meistaradeild Evrópu í fyrra, í tólfta sinn. Barcelona er komið í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar á þessu tímabili og mætir Íslendingaliði Magdeburg í undanúrslitunum. „Það er skilyrði að vinna hvern einasta leik og það hefur alltaf verið draumurinn að spila fyrir þennan klúbb. Maður ætlaði nú fyrst að gera það með fótboltaliðinu en handboltinn verður bara að duga,“ segir Viktor léttur.
Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira