Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. maí 2025 21:03 Hjónin keyptu tryggingarnar sínar hjá TM. Guðbrandur Jónatansson og konan hans lentu í óheppilegu atviki þegar bílnum þeirra var stolið á meðan þau bjuggu á Spáni. Þau keyptu allar nauðsynlegar tryggingar en samt sem áður ætlar TM ekki að bæta þeim tapið. Þau hjónin ákváðu að flytja til Spánar og vera þar í nokkra mánuði yfir vetrartímann líkt og ófáir ellilífsþegar gera. Hjónin tóku með sér glænýjan bíl af gerðinni Toyota RAV4 sem þau höfðu eignast um ári áður en eftir fjögurra mánaða dvöl á Spáni var bílnum stolið. „Við keyrðum heim og ég fer inn í læsta girðingu með bílinn og læsi honum þar. Þá var klukkan tólf mínútur yfir átta. Síðan upp úr níu um kvöldið var honum stolið, innan girðingar,“ segir Guðbrandur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Daginn eftir fór hann út með rusl og kom að tómu stæði. „Bíllinn er horfinn. Þessi mynd er ennþá í hausnum á mér. Ég fékk algjört sjokk,“ segir hann. Þau fóru niður á lögreglustöð á Spáni og tilkynntu þjófnaðinn. Guðbrandur sendi svo lögregluskýrsluna á tryggingarfélag þeirra hjóna, TM. Fyrir ferðina keypti hann aukalega kaskó tryggingu fyrir bílinn og sérstaka tryggingu fyrir dvöl á Spáni sem var lengur en níutíu dagar. „Út af því að kaskóið nær ekki til Spánar. En ef ég hef keyrt á bíl og skaddað allt lífið þá er það bætt. En bíllinn minn sem er horfinn, hann er ekki bættur.“ Ætlar í mál við TM Hjónin voru í nokkur ár að safna fyrir bílnum en sjá ekki fram á að geta keypt annan slíkan með ellilífeyristeknum sínum. Guðbrandur hefur því haft samband við lögfræðing og ætlar að kæra TM. „Þetta eru svo miklir peningar fyrir okkur,“ segir Guðbrandur. Hann þekki til fólks sem hafi lent í sömu aðstæðum en hafi verið tryggð hjá öðrum tryggingafyrirtækjum og þau hafi fengið bílinn bættan. „Við vissum um tvo einstaklinga. Annar fékk hann strax bættan og þessi seinni var hjá Sjóvá og það var sagt nei við hann. En hann hélt áfram að rífast við þau,“ segir hann. Til þess að lögsækja TM þarf lögfræðingur Guðbrands að fá allar upplýsingar skriflegar. „Ég er nýbúin að fá tilkynningu frá TM að bíllinn verði ekki bættur.“ Í bílnum hafi einnig verið sérstök sólgleraugu hjóna og útifatnaður frá 66 gráðum Norður. Í svari TM hafi komið fram að þau fengju hlutina hugsanlega bætta en að hans sögn er það enn á reiki. Tryggingar Bílar Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þau hjónin ákváðu að flytja til Spánar og vera þar í nokkra mánuði yfir vetrartímann líkt og ófáir ellilífsþegar gera. Hjónin tóku með sér glænýjan bíl af gerðinni Toyota RAV4 sem þau höfðu eignast um ári áður en eftir fjögurra mánaða dvöl á Spáni var bílnum stolið. „Við keyrðum heim og ég fer inn í læsta girðingu með bílinn og læsi honum þar. Þá var klukkan tólf mínútur yfir átta. Síðan upp úr níu um kvöldið var honum stolið, innan girðingar,“ segir Guðbrandur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Daginn eftir fór hann út með rusl og kom að tómu stæði. „Bíllinn er horfinn. Þessi mynd er ennþá í hausnum á mér. Ég fékk algjört sjokk,“ segir hann. Þau fóru niður á lögreglustöð á Spáni og tilkynntu þjófnaðinn. Guðbrandur sendi svo lögregluskýrsluna á tryggingarfélag þeirra hjóna, TM. Fyrir ferðina keypti hann aukalega kaskó tryggingu fyrir bílinn og sérstaka tryggingu fyrir dvöl á Spáni sem var lengur en níutíu dagar. „Út af því að kaskóið nær ekki til Spánar. En ef ég hef keyrt á bíl og skaddað allt lífið þá er það bætt. En bíllinn minn sem er horfinn, hann er ekki bættur.“ Ætlar í mál við TM Hjónin voru í nokkur ár að safna fyrir bílnum en sjá ekki fram á að geta keypt annan slíkan með ellilífeyristeknum sínum. Guðbrandur hefur því haft samband við lögfræðing og ætlar að kæra TM. „Þetta eru svo miklir peningar fyrir okkur,“ segir Guðbrandur. Hann þekki til fólks sem hafi lent í sömu aðstæðum en hafi verið tryggð hjá öðrum tryggingafyrirtækjum og þau hafi fengið bílinn bættan. „Við vissum um tvo einstaklinga. Annar fékk hann strax bættan og þessi seinni var hjá Sjóvá og það var sagt nei við hann. En hann hélt áfram að rífast við þau,“ segir hann. Til þess að lögsækja TM þarf lögfræðingur Guðbrands að fá allar upplýsingar skriflegar. „Ég er nýbúin að fá tilkynningu frá TM að bíllinn verði ekki bættur.“ Í bílnum hafi einnig verið sérstök sólgleraugu hjóna og útifatnaður frá 66 gráðum Norður. Í svari TM hafi komið fram að þau fengju hlutina hugsanlega bætta en að hans sögn er það enn á reiki.
Tryggingar Bílar Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira