Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2025 11:11 Þessi mynd var tekin af rannsóknarlögreglumönnum árið 1977 og sýnir inn í bíl Jeanette Ralston, eftir að hún fannst látin í bílnum. Þarna má sjá karton af Eve sígarettum en fingrafar á því leiddi til þess að maður var fyrr í þessum mánuði handtekinn fyrir morðið. AP/Saksóknarar í Santa Clara-sýslu Nærri því hálfri öld eftir að Jeanette Ralston fannst látin í bíl sínum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur 69 ára maður verið handtekinn og ákærður fyrir að myrða hana. Það var eftir fingrafar sem tekið var árið 1977, af sígarettukartoni, var greint á nýjan leik. Í kjölfarið var Willie Eugene Sims handtekinn í Ohio, fyrr í þessum mánuði. Þar var hann ákærður og fluttur til Kaliforníu. Ralston fannst, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, í aftursæti Volkswagen bjöllu sem hún átti þann 1. febrúar 1977, á bílastæði nærri bar sem hún vann á í San Jose í Kaliforníu. Samkvæmt saksóknurum hafði henni verið nauðgað og hún kyrkt og virtist sem morðinginn hafi einnig reynt að kveikja í bílnum en án árangurs. Ralston var 24 ára gömul þegar hún var myrt. Vinir hennar sögðust hafa séð hana yfirgefa barinn með óþekktum manni og sagðist hún ætla að koma eftir tíu mínútur. Hún sneri þó aldrei aftur. Vitni gátu lýst manninum sem hún fór með en rannsóknin skilaði þó engum árangri. Síðasta haust báðu lögregluþjónar starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna um að keyra fingrafar sem fannst í bílnum í gegnum gagnagrunn stofnunarinnar. Fingrafarið fannst á skrá og vísaði á Sims, sem var á þessum tíma í bandaríska hernum á herstöð í Kaliforníu, skammt frá San Jose. Í kjölfarið fóru lögregluþjónar frá Kaliforníu til Ohio og fengu lífsýni frá Sims. Það var svo borið saman við sýni sem fundust undir nöglum Ralston og á skyrtunni sem notuð var til að kyrkja hana. Sú greining skilaði einnig árangri og var Sims handtekinn. Hann stendur samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Ohio frammi fyrir að minnsta kosti 25 ára fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá NBC News um málið. Héraðssaksóknarinn Jeff Rosen, segir í yfirlýsingu sem AP vitnar í, að rannsóknargeta aukist á hverjum degi. Ekki megi gleyma gömlum málum sem þessum og gefast upp í að reyna að leysa þau. Ralston átti sex ára son þegar hún var myrt. Hann heitir Allen Ralston en í samtali við héraðsmiðilinn WOIO-TV þakkaði hann lögregluþjónum fyrir að hafa ekki gefist upp á málinu. „Ég er bara glaður yfir því að einhverjum hafi ekki staðið á sama.“ Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Í kjölfarið var Willie Eugene Sims handtekinn í Ohio, fyrr í þessum mánuði. Þar var hann ákærður og fluttur til Kaliforníu. Ralston fannst, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, í aftursæti Volkswagen bjöllu sem hún átti þann 1. febrúar 1977, á bílastæði nærri bar sem hún vann á í San Jose í Kaliforníu. Samkvæmt saksóknurum hafði henni verið nauðgað og hún kyrkt og virtist sem morðinginn hafi einnig reynt að kveikja í bílnum en án árangurs. Ralston var 24 ára gömul þegar hún var myrt. Vinir hennar sögðust hafa séð hana yfirgefa barinn með óþekktum manni og sagðist hún ætla að koma eftir tíu mínútur. Hún sneri þó aldrei aftur. Vitni gátu lýst manninum sem hún fór með en rannsóknin skilaði þó engum árangri. Síðasta haust báðu lögregluþjónar starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna um að keyra fingrafar sem fannst í bílnum í gegnum gagnagrunn stofnunarinnar. Fingrafarið fannst á skrá og vísaði á Sims, sem var á þessum tíma í bandaríska hernum á herstöð í Kaliforníu, skammt frá San Jose. Í kjölfarið fóru lögregluþjónar frá Kaliforníu til Ohio og fengu lífsýni frá Sims. Það var svo borið saman við sýni sem fundust undir nöglum Ralston og á skyrtunni sem notuð var til að kyrkja hana. Sú greining skilaði einnig árangri og var Sims handtekinn. Hann stendur samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Ohio frammi fyrir að minnsta kosti 25 ára fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá NBC News um málið. Héraðssaksóknarinn Jeff Rosen, segir í yfirlýsingu sem AP vitnar í, að rannsóknargeta aukist á hverjum degi. Ekki megi gleyma gömlum málum sem þessum og gefast upp í að reyna að leysa þau. Ralston átti sex ára son þegar hún var myrt. Hann heitir Allen Ralston en í samtali við héraðsmiðilinn WOIO-TV þakkaði hann lögregluþjónum fyrir að hafa ekki gefist upp á málinu. „Ég er bara glaður yfir því að einhverjum hafi ekki staðið á sama.“
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54