„Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 11:34 Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata, segir ástríða sín á máli og menningu skýra það að hán vilji sjá umræðu um málið. Vísir/Vilhelm Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata sem sæti á í forsætisnefnd borgarstjórnar, hefur lagt til breytingar á orðavali í borgarstjórn og að hætt verði að notast við orðið „jómfrúarræðu“ um fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. Hán segir orðið vera barn síns tíma. Tillaga borgarfulltrúans um að orðanotkunin „jómfrúarræða“ verði tekin til skoðunar og að lagðar verði til breytingar á orðavali, var lögð fram á fundi forsætisnefndar í síðustu viku og var henni vísað til vinnslu á vinnudegi forsætisnefndar. Hvergi er minnst á „jómfrúarræður“ í samþykktum né reglum borgarstjórnar. Oktavía Hrund segir í samtali við fréttastofu að í samþykkt forsætisnefnd heimili að hægt sé að taka „önnur mál“ til umfjöllunar í nefndinni sem forseti leggi fyrir hana eða aðrir nefndarmenn. Forseta að ráða Borgarfulltrúinn segist hafa viljað eiga samtal í forsætisnefnd um orðið og notkun þess í borgarstjórn. Núna sé það forseta borgarstjórnar að ráða hvort að orðið sé notað í tengslum við fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. „Varðandi ástæðu mína að vilja setja þetta á dagskrá er það hreinlega ástríða mín á bæði máli og menningu. Ég hef almennan áhuga á því rýna í orðanotkun okkar almennt, sérstaklega því það hefur áhrif á svo margt og mikið. Ég vildi nýta mér tækifærið til að eiga umræðu í nefndinni sem horfir til hefðar og framtíðar, svo finnst mér afskaplega gaman að rýna í merkingar orða og nýyrðum,“ segir Oktavía Hrund. Barn síns tíma Oktavíu Hrund grunar að orðið sem um ræðir sé tökuorð frá dönsku og sé mögulega orðið barn síns tíma. „Ofan í kemur líka að ég hef búið og starfað erlendis stærsta hluta ævi minnar og hef því ekki grunnskólaþekkingu margra sem ólust hér upp. Það gefur mér aðeins öðruvísi nálgun á íslensku máli en flestra sem hafa þann heiður að sitja í kjörnum stöðum borgarinnar.“ Aðspurð hvort hán hafi einhverja tillögu um annað orð sem gæti komið í staðinn þá segir hán að til séu nokkrar skemmtilegar tillögur. Hán hlakkar til aukins samtal um ekki bara þetta orð í forsætisnefnd heldur um íslenskuna almennt og á fleiri stöðum. „Það væri gaman að heyra í Eiríki Rögnvaldssyni sem er oftast með mjög skemmtilegar tillögur,“ segir Oktavía Hrund. Íslensk tunga Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúans um að orðanotkunin „jómfrúarræða“ verði tekin til skoðunar og að lagðar verði til breytingar á orðavali, var lögð fram á fundi forsætisnefndar í síðustu viku og var henni vísað til vinnslu á vinnudegi forsætisnefndar. Hvergi er minnst á „jómfrúarræður“ í samþykktum né reglum borgarstjórnar. Oktavía Hrund segir í samtali við fréttastofu að í samþykkt forsætisnefnd heimili að hægt sé að taka „önnur mál“ til umfjöllunar í nefndinni sem forseti leggi fyrir hana eða aðrir nefndarmenn. Forseta að ráða Borgarfulltrúinn segist hafa viljað eiga samtal í forsætisnefnd um orðið og notkun þess í borgarstjórn. Núna sé það forseta borgarstjórnar að ráða hvort að orðið sé notað í tengslum við fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. „Varðandi ástæðu mína að vilja setja þetta á dagskrá er það hreinlega ástríða mín á bæði máli og menningu. Ég hef almennan áhuga á því rýna í orðanotkun okkar almennt, sérstaklega því það hefur áhrif á svo margt og mikið. Ég vildi nýta mér tækifærið til að eiga umræðu í nefndinni sem horfir til hefðar og framtíðar, svo finnst mér afskaplega gaman að rýna í merkingar orða og nýyrðum,“ segir Oktavía Hrund. Barn síns tíma Oktavíu Hrund grunar að orðið sem um ræðir sé tökuorð frá dönsku og sé mögulega orðið barn síns tíma. „Ofan í kemur líka að ég hef búið og starfað erlendis stærsta hluta ævi minnar og hef því ekki grunnskólaþekkingu margra sem ólust hér upp. Það gefur mér aðeins öðruvísi nálgun á íslensku máli en flestra sem hafa þann heiður að sitja í kjörnum stöðum borgarinnar.“ Aðspurð hvort hán hafi einhverja tillögu um annað orð sem gæti komið í staðinn þá segir hán að til séu nokkrar skemmtilegar tillögur. Hán hlakkar til aukins samtal um ekki bara þetta orð í forsætisnefnd heldur um íslenskuna almennt og á fleiri stöðum. „Það væri gaman að heyra í Eiríki Rögnvaldssyni sem er oftast með mjög skemmtilegar tillögur,“ segir Oktavía Hrund.
Íslensk tunga Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira