„Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2025 13:00 Grímseyingar finna fyrir skjálftunum, en eru þó misskelkaðir. Akureyrarbær/Auðunn Níelsson Grímseyingar hafa fundið vel fyrir stórum skjálftum sem riðið hafa yfir skammt frá eyjunni síðustu daga. Þó hafa engar skemmdir orðið. Að sögn íbúa er mikil gósentíð í eyjunni um þessar mundir. Jarðskjálfti, sem reyndist 4,9 að stærð, reið yfir þrettán kílómetra austur af Grímsey á sjötta tímanum í morgun. Aðfaranótt þriðjudags mældist skjálfti á sömu slóðum, 4,7 að stærð. Fólk snúi sér á hliðina og sofni aftur Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, segir fólk hafa fundið vel fyrir skjálftunum. „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur, svo bara líður þetta hjá og maður spáir ekkert þannig lagað meira í þessu,“ segir Anna María. Þið látið ykkur fátt um finnast, fólk er ekki óttaslegið? „Nei, þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Þetta gerist reglulega.“ Eftirskjálftar með deginum Fólk sé þó misskelkað, eðli málsins samkvæmt. „Það hefur ekki verið að hristast í skápum, eða allavega ekki hérna hjá mér. Maður bara vaknaði upp í nótt og fyrrinótt, en svo bara snýr maður sér á hina og reynir að sofna aftur.“ Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey um áratugaskeið. Nokkuð hafi verið um minni eftirskjálfta. „Það kom núna einn bara rétt áðan upp á þrjá komma eitthvað, sá ég á veður.is. Svo eru að koma einhverjir minni og við hérna í mínu húsi finnum þá ekki. Það getur vel verið að þeir finnist á öðrum stöðum. Það er misjafnt hvað finnst á milli húsa.“ Fólk fullmeðvitað Náttúruvársérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að skjálftar á svæðinu geti orðið allt að sex að stærð. Anna María segir íbúa vel meðvitaða. „Maður er ekkert með hangandi mynd yfir rúminu hjá sér, einhverjar styttur eða eitthvað sem getur dottið, svona fyrir ofan þar sem maður situr.“ Um fjörutíu manns séu í eyjunni sem stendur, og hafi notið rjómablíðu síðustu daga. „Eggjatíminn er á fullu þannig að það er allt í blóma. Gott fiskerí í gær. Lífið heldur áfram sinn vanagang,“ segir Anna María. Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22 Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32 Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Jarðskjálfti, sem reyndist 4,9 að stærð, reið yfir þrettán kílómetra austur af Grímsey á sjötta tímanum í morgun. Aðfaranótt þriðjudags mældist skjálfti á sömu slóðum, 4,7 að stærð. Fólk snúi sér á hliðina og sofni aftur Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, segir fólk hafa fundið vel fyrir skjálftunum. „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur, svo bara líður þetta hjá og maður spáir ekkert þannig lagað meira í þessu,“ segir Anna María. Þið látið ykkur fátt um finnast, fólk er ekki óttaslegið? „Nei, þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Þetta gerist reglulega.“ Eftirskjálftar með deginum Fólk sé þó misskelkað, eðli málsins samkvæmt. „Það hefur ekki verið að hristast í skápum, eða allavega ekki hérna hjá mér. Maður bara vaknaði upp í nótt og fyrrinótt, en svo bara snýr maður sér á hina og reynir að sofna aftur.“ Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey um áratugaskeið. Nokkuð hafi verið um minni eftirskjálfta. „Það kom núna einn bara rétt áðan upp á þrjá komma eitthvað, sá ég á veður.is. Svo eru að koma einhverjir minni og við hérna í mínu húsi finnum þá ekki. Það getur vel verið að þeir finnist á öðrum stöðum. Það er misjafnt hvað finnst á milli húsa.“ Fólk fullmeðvitað Náttúruvársérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að skjálftar á svæðinu geti orðið allt að sex að stærð. Anna María segir íbúa vel meðvitaða. „Maður er ekkert með hangandi mynd yfir rúminu hjá sér, einhverjar styttur eða eitthvað sem getur dottið, svona fyrir ofan þar sem maður situr.“ Um fjörutíu manns séu í eyjunni sem stendur, og hafi notið rjómablíðu síðustu daga. „Eggjatíminn er á fullu þannig að það er allt í blóma. Gott fiskerí í gær. Lífið heldur áfram sinn vanagang,“ segir Anna María.
Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22 Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32 Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22
Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32
Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19