Innlent

Bíll fullur af bensínbrúsum lekur

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Bíllinn er á bílastæði í Stigahlíð og yfirfullur af bensínbrúsum.
Bíllinn er á bílastæði í Stigahlíð og yfirfullur af bensínbrúsum. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á fjórða tímanum í dag vegna mengunarslyss. Bíll, fullur af bensínbrúsum, sem stendur við Stigahlíð lekur. Íbúi í hverfinu hefur áður óskað eftir aðstoð slökkviliðs og lögreglu vegna bílsins þar sem hann taldi aðstæðurnar geta valdið alvarlegu slysi.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á fjórða tímanum í dag vegna tilkynningar um mengunarslys við númerslausan bíl í Stigahlíð. Að sögn Guðmundar Hreinssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, er slökkviliðið komið á vettvang.

Greint var frá fyrr í vikunni að bíll, fullur af bensínbrúsum, hefði staðið í nokkrar vikur við Miklubraut. Arngrímur Ísberg, fyrrverandi héraðsdómari og íbúi við Miklubraut, hafði miklar áhyggjur af bílnum og taldi hann geta valdið alvarlegu slysi. Hann sagði lögreglu og slökkvilið ekkert aðhafst málið.

Að sögn sjónarvotta á svæðinu er um að ræða sömu bifreið og fjallað var um.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×