Enski boltinn

Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest til­nefndir sem leik­maður ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ryan Gravenberch og Mohamed Salah eru báðir tilnefndir sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.
Ryan Gravenberch og Mohamed Salah eru báðir tilnefndir sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. getty/Catherine Ivill

Af þeim átta sem eru tilnefndir sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni koma þrír úr röðum Englandsmeistara Liverpool.

Þetta eru þeir Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Ryan Gravenberch. Langlíklegast þykir að verðlaunin falli þeim fyrstnefnda í skaut en hann er bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Tveir leikmenn spútnikliðs Nottingham Forest eru tilnefndir; miðjumaðurinn Morgan Gibbs-White og framherjinn Chris Wood sem hefur skorað tuttugu mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Alexander Isak hjá Newcastle United, næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar, er einnig tilnefndur sem og Bryan Mbuemo hjá Brentford og Arsenal-maðurinn Declan Rice.

Almenningur getur kosið leikmann ársins en atkvæði þeirra og valinkunnra fótboltasérfræðinga verða lögð saman til að finna sigurvegara. Hann verður krýndur í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×