„Algjört þjófstart á sumrinu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. maí 2025 13:03 Sólin lék við gesti á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum í morgun sem lágu í sólbaði. Vísir/aðsend Gestum á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum hefur fjölgað í vikunni og búist við fleiri bætist við um helgina þegar hitinn gæti farið í allt að tuttugu og fimm stig. Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins segir einstaka veðurblíðu hafa verið á svæðinu undanfarið. Blíðskaparveðri er spáð á landinu öllu um helgina og óvenju miklum hlýindum miðað við árstíma. Ef veðurspár ganga eftir gæti hitinn jafnvel náð tuttugu og fimm stigum á Egilsstöðum á laugardaginn. Nokkuð hefur verið um ferðalanga þar í vikunni en í nótt gistu hundrað tuttugu og fimm manns á tjaldsvæðinu. Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum á von fleiri gestum um helgina. „Það er nú bara hægt og rólega búið að vera fjölga fólki hérna á tjaldsvæðinu alla vikuna og það er búið að vera alveg dásamlegt veður alla vikuna og stefnir í áframhald á því. Maður sér alveg að pöntunum á bókunarsíðunni hefur fjölgað töluvert og símhringingum og annað þannig það er greinilegt að margir hverjir eru að stefna austur í blíðuna hjá okkur.“ Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins segir oft mikla veðursæld á Egilsstöðum. Vísir/aðsend Hún segir gestina sem dvelja á tjaldsvæðinu í dag bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga í leit að sól. „Þetta er náttúrulega ekki dæmigerður sumarleyfistími hjá Íslendingum sem eru náttúrulega bara fastir með börn enn þá í skóla. Þannig að fólk er ekki jafn sveigjanlegt að stökkva til. Maður sér allavega eldri borgarana okkar sem eru hættir að vinna og margir sem að mér heyrist samt ætla að leggja það á sig að koma alla leið austur um helgina til að fá smá vítamín í kroppinn og sól.“ Tjaldsvæðið sé stórt og nóg pláss fyrir alla sem vilja koma. Þá segir hún þennan mikla hita óvenjulegan miðað við árstíma og veðrið sannkallað sumarveður. „Bara algjört þjófstart á sumrinu og við vonum að þetta sé bara vísbending um það sem koma skal hérna í sumar hjá okkur.“ Veður Tengdar fréttir „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veðurfræðingur segir dýrlegt veður verða á öllu landinu verða næstu daga. Fólk skuli fara varlega með eld og vökva þær plöntur sem það vill að lifi þurrkatíðina af. 14. maí 2025 21:32 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Blíðskaparveðri er spáð á landinu öllu um helgina og óvenju miklum hlýindum miðað við árstíma. Ef veðurspár ganga eftir gæti hitinn jafnvel náð tuttugu og fimm stigum á Egilsstöðum á laugardaginn. Nokkuð hefur verið um ferðalanga þar í vikunni en í nótt gistu hundrað tuttugu og fimm manns á tjaldsvæðinu. Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum á von fleiri gestum um helgina. „Það er nú bara hægt og rólega búið að vera fjölga fólki hérna á tjaldsvæðinu alla vikuna og það er búið að vera alveg dásamlegt veður alla vikuna og stefnir í áframhald á því. Maður sér alveg að pöntunum á bókunarsíðunni hefur fjölgað töluvert og símhringingum og annað þannig það er greinilegt að margir hverjir eru að stefna austur í blíðuna hjá okkur.“ Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins segir oft mikla veðursæld á Egilsstöðum. Vísir/aðsend Hún segir gestina sem dvelja á tjaldsvæðinu í dag bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga í leit að sól. „Þetta er náttúrulega ekki dæmigerður sumarleyfistími hjá Íslendingum sem eru náttúrulega bara fastir með börn enn þá í skóla. Þannig að fólk er ekki jafn sveigjanlegt að stökkva til. Maður sér allavega eldri borgarana okkar sem eru hættir að vinna og margir sem að mér heyrist samt ætla að leggja það á sig að koma alla leið austur um helgina til að fá smá vítamín í kroppinn og sól.“ Tjaldsvæðið sé stórt og nóg pláss fyrir alla sem vilja koma. Þá segir hún þennan mikla hita óvenjulegan miðað við árstíma og veðrið sannkallað sumarveður. „Bara algjört þjófstart á sumrinu og við vonum að þetta sé bara vísbending um það sem koma skal hérna í sumar hjá okkur.“
Veður Tengdar fréttir „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veðurfræðingur segir dýrlegt veður verða á öllu landinu verða næstu daga. Fólk skuli fara varlega með eld og vökva þær plöntur sem það vill að lifi þurrkatíðina af. 14. maí 2025 21:32 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
„Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veðurfræðingur segir dýrlegt veður verða á öllu landinu verða næstu daga. Fólk skuli fara varlega með eld og vökva þær plöntur sem það vill að lifi þurrkatíðina af. 14. maí 2025 21:32