Baráttan um jólagestina hafin Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. maí 2025 21:03 Úr auglýsingu Baggalúts fyrir jólatónleikana þar sem félagarnir eru með gaddfreðinn jólasvein og bíða þess að hann þiðni. Þótt maímánuður sé rétt hálfnaður er baráttan í miðasölu fyrir jólatónleika árið 2025 þegar hafin. Í auglýsingahléum Ríkisútvarpsins á undankeppnum Eurovision á þriðjudags- og fimmtudagskvöld birtust auglýsingar fyrir jólatónleika bæði Baggalúts og Vitringanna þriggja, því til staðfestingar. Hart var barist á jólatónleikamarkaðnum í fyrra þar sem framboðið hafði líklega aldrei verið eins mikið og fjölbreytt. Í umfjöllun Vísis var sagt frá fjölda stórtónleika í tilefni hátíðanna í desember, með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna, grínista og annarra listamanna. Tekjur af miðasölu á þessum tónleikum námu hundruðum milljóna króna, auk tekna af veitingasölu og varningi. Baggalútur hefur haldið jólatónleika í átján ár í röð, og í fyrra var það fjórtánda skiptið í Háskólabíói. Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima sveitarinnar, sagði þá að fjölbreytt framboð jólatónleika væri jákvætt skref, en viðurkenndi að samkeppnin væri orðin mikil. „Það eru einhvern veginn allir þegar komnir með gigg. Ég held að Bó hafi sagt að það er enginn eftir úti í sal, það eru allir á sviðinu,“ sagði Bragi á léttum nótum. Vitringarnir þrír, sem samanstanda af Friðriki Ómari, Jógvani Hansen og Eyþóri Inga, héldu sína fyrstu sameiginlegu jólatónleika í fyrra. Viðbrögðin voru framar vonum, með tíu þúsund seldum miðum og tuttugu sýningum. Friðrik Ómar sagði þá að þeir væru ekki að bera sig saman við aðra, heldur einblína á sitt eigið verkefni. Eyþór, Jógvan og Friðrik Ómar ætla sér stóra hluti fyrir sunnan og norðan heiða í aðdraganda jóla.RÚV Aðrir listamenn, eins og Sigga Beinteins og Emmsjé Gauti, hafa einnig tekið þátt í jólatónleikum undanfarin ár. Sigga hélt sína fimmtándu jólatónleika í fyrra, með fjölbreyttum hópi gesta, þar á meðal Borgardætrum, Diddú, Helgu Braga og Bjarna töframanni. Emmsjé Gauti hélt sína áttundu jólasýningu, Julevenner, í nýju íþróttahúsi ÍR-inga í Breiðholti. Við þetta bætast svo sýningar grínistanna Ara Eldjárn og Sóla Hólm. Þá eru ónefndur fjöldi tónleika til viðbótar um allt land þar sem tónlistarfólk, kórar og aðrir blása til jólaveislu. Athygli vakti í fyrra þegar fyrstu auglýsingar Vitringanna birtust í sjónvarpi í júní þegar forsetakosningarnar fóru fram. Nú eru bæði Baggalútur og Vitringarnir mánuði fyrr á ferðinni og ólíklegt að baráttan um gesti á jólatónleika hafi nokkurn tímann hafist svo snemma. Tónlist Jól Auglýsinga- og markaðsmál Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
Hart var barist á jólatónleikamarkaðnum í fyrra þar sem framboðið hafði líklega aldrei verið eins mikið og fjölbreytt. Í umfjöllun Vísis var sagt frá fjölda stórtónleika í tilefni hátíðanna í desember, með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna, grínista og annarra listamanna. Tekjur af miðasölu á þessum tónleikum námu hundruðum milljóna króna, auk tekna af veitingasölu og varningi. Baggalútur hefur haldið jólatónleika í átján ár í röð, og í fyrra var það fjórtánda skiptið í Háskólabíói. Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima sveitarinnar, sagði þá að fjölbreytt framboð jólatónleika væri jákvætt skref, en viðurkenndi að samkeppnin væri orðin mikil. „Það eru einhvern veginn allir þegar komnir með gigg. Ég held að Bó hafi sagt að það er enginn eftir úti í sal, það eru allir á sviðinu,“ sagði Bragi á léttum nótum. Vitringarnir þrír, sem samanstanda af Friðriki Ómari, Jógvani Hansen og Eyþóri Inga, héldu sína fyrstu sameiginlegu jólatónleika í fyrra. Viðbrögðin voru framar vonum, með tíu þúsund seldum miðum og tuttugu sýningum. Friðrik Ómar sagði þá að þeir væru ekki að bera sig saman við aðra, heldur einblína á sitt eigið verkefni. Eyþór, Jógvan og Friðrik Ómar ætla sér stóra hluti fyrir sunnan og norðan heiða í aðdraganda jóla.RÚV Aðrir listamenn, eins og Sigga Beinteins og Emmsjé Gauti, hafa einnig tekið þátt í jólatónleikum undanfarin ár. Sigga hélt sína fimmtándu jólatónleika í fyrra, með fjölbreyttum hópi gesta, þar á meðal Borgardætrum, Diddú, Helgu Braga og Bjarna töframanni. Emmsjé Gauti hélt sína áttundu jólasýningu, Julevenner, í nýju íþróttahúsi ÍR-inga í Breiðholti. Við þetta bætast svo sýningar grínistanna Ara Eldjárn og Sóla Hólm. Þá eru ónefndur fjöldi tónleika til viðbótar um allt land þar sem tónlistarfólk, kórar og aðrir blása til jólaveislu. Athygli vakti í fyrra þegar fyrstu auglýsingar Vitringanna birtust í sjónvarpi í júní þegar forsetakosningarnar fóru fram. Nú eru bæði Baggalútur og Vitringarnir mánuði fyrr á ferðinni og ólíklegt að baráttan um gesti á jólatónleika hafi nokkurn tímann hafist svo snemma.
Tónlist Jól Auglýsinga- og markaðsmál Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira