Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 14:45 Ágúst Jóhannsson undirbýr sínar konur fyrir einn stærsta leikinn á þeirra ferli, ef ekki þann stærsta. Vísir/Ívar „Ég er frekar rólegur og líður bara vel,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, sem spilar úrslitaleik um EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda á morgun er lið Porriño frá Spáni kemur í heimsókn. „Við erum búnar að æfa núna vel í vikunni í bland við að hvíla okkur. Svo höfum við fundað aðeins og farið yfir þetta. Við gerum það aftur í kvöld svo mér líður bara vel,“ bætir Ágúst við. Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Um sterkan andstæðing er að ræða, enda ekki von á öðru þegar komið er í úrslitaleik í Evrópukeppni. „Við vorum búnar að skoða þær vel en svo er alltaf annað að mæta þeim á parketinu. Við fundum það að þær hafa mörg vopn og eru sterkar á mörgum stöðum. En við komum vel undirbúin í leikinn á morgun og ætlum okkur að ná í alvöru frammistöðu,“ segir Ágúst. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Ágúst hefur lagst vel yfir málin ásamt aðstoðarmönnum sínum og vonast til að þar verði engin breyting á. Skerpt verði á ákveðnum hlutum eftir fyrri leikinn. „Það verða smá áherslubreytingar varnarlega hjá okkur; að mæta skyttunum þeirra betur og fá fleiri hraðaupphlaup, við skoruðum ekki nema þrjú úr hraðaupphlaupum þarna úti. Við þurfum að auka það og það gerum við ekki nema með því að bæta varnarleikinn og þá fáum við aðeins betri markvörslu og getum keyrt betur á þær.“ Klippa: Býr sig undir stærsta íþróttaviðburð landsins Stærsti leikur í sögu lands og þjóðar Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem hreinn úrslitaleikur um Evróputitil fer fram á Íslandi. Ágúst segir ótrírætt að um sé að ræða stærsta íþróttaviðburð sem haldinn hefur verið hér á landi, og kallar eftir því að fólk fylli stúkuna. „Þetta er stærsti viðburður, einstaki leikur, sem hefur farið fram hér á landi. Úrslitaleikur í Evrópukeppni. Hér fer bikar á loft á morgun, hvort sem við tökum við honum eða þær. Þetta er auðvitað bara risaverkefni og hér þurfum við fullt hús,“ „Við spiluðum fyrir framan 2.400 áhorfendur úti og nú þurfa allir íþróttaáhugamenn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stelpunum sem hafa staðið sig frábærlega í vetur og farið í gegnum marga erfiða andstæðinga. Ég trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús á morgun og frábæra stemningu. Ég get allavega lofað því að liðið mun leggja sig 100 prósent fram,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
„Við erum búnar að æfa núna vel í vikunni í bland við að hvíla okkur. Svo höfum við fundað aðeins og farið yfir þetta. Við gerum það aftur í kvöld svo mér líður bara vel,“ bætir Ágúst við. Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Um sterkan andstæðing er að ræða, enda ekki von á öðru þegar komið er í úrslitaleik í Evrópukeppni. „Við vorum búnar að skoða þær vel en svo er alltaf annað að mæta þeim á parketinu. Við fundum það að þær hafa mörg vopn og eru sterkar á mörgum stöðum. En við komum vel undirbúin í leikinn á morgun og ætlum okkur að ná í alvöru frammistöðu,“ segir Ágúst. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Ágúst hefur lagst vel yfir málin ásamt aðstoðarmönnum sínum og vonast til að þar verði engin breyting á. Skerpt verði á ákveðnum hlutum eftir fyrri leikinn. „Það verða smá áherslubreytingar varnarlega hjá okkur; að mæta skyttunum þeirra betur og fá fleiri hraðaupphlaup, við skoruðum ekki nema þrjú úr hraðaupphlaupum þarna úti. Við þurfum að auka það og það gerum við ekki nema með því að bæta varnarleikinn og þá fáum við aðeins betri markvörslu og getum keyrt betur á þær.“ Klippa: Býr sig undir stærsta íþróttaviðburð landsins Stærsti leikur í sögu lands og þjóðar Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem hreinn úrslitaleikur um Evróputitil fer fram á Íslandi. Ágúst segir ótrírætt að um sé að ræða stærsta íþróttaviðburð sem haldinn hefur verið hér á landi, og kallar eftir því að fólk fylli stúkuna. „Þetta er stærsti viðburður, einstaki leikur, sem hefur farið fram hér á landi. Úrslitaleikur í Evrópukeppni. Hér fer bikar á loft á morgun, hvort sem við tökum við honum eða þær. Þetta er auðvitað bara risaverkefni og hér þurfum við fullt hús,“ „Við spiluðum fyrir framan 2.400 áhorfendur úti og nú þurfa allir íþróttaáhugamenn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stelpunum sem hafa staðið sig frábærlega í vetur og farið í gegnum marga erfiða andstæðinga. Ég trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús á morgun og frábæra stemningu. Ég get allavega lofað því að liðið mun leggja sig 100 prósent fram,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni