Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 14:45 Ágúst Jóhannsson undirbýr sínar konur fyrir einn stærsta leikinn á þeirra ferli, ef ekki þann stærsta. Vísir/Ívar „Ég er frekar rólegur og líður bara vel,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, sem spilar úrslitaleik um EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda á morgun er lið Porriño frá Spáni kemur í heimsókn. „Við erum búnar að æfa núna vel í vikunni í bland við að hvíla okkur. Svo höfum við fundað aðeins og farið yfir þetta. Við gerum það aftur í kvöld svo mér líður bara vel,“ bætir Ágúst við. Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Um sterkan andstæðing er að ræða, enda ekki von á öðru þegar komið er í úrslitaleik í Evrópukeppni. „Við vorum búnar að skoða þær vel en svo er alltaf annað að mæta þeim á parketinu. Við fundum það að þær hafa mörg vopn og eru sterkar á mörgum stöðum. En við komum vel undirbúin í leikinn á morgun og ætlum okkur að ná í alvöru frammistöðu,“ segir Ágúst. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Ágúst hefur lagst vel yfir málin ásamt aðstoðarmönnum sínum og vonast til að þar verði engin breyting á. Skerpt verði á ákveðnum hlutum eftir fyrri leikinn. „Það verða smá áherslubreytingar varnarlega hjá okkur; að mæta skyttunum þeirra betur og fá fleiri hraðaupphlaup, við skoruðum ekki nema þrjú úr hraðaupphlaupum þarna úti. Við þurfum að auka það og það gerum við ekki nema með því að bæta varnarleikinn og þá fáum við aðeins betri markvörslu og getum keyrt betur á þær.“ Klippa: Býr sig undir stærsta íþróttaviðburð landsins Stærsti leikur í sögu lands og þjóðar Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem hreinn úrslitaleikur um Evróputitil fer fram á Íslandi. Ágúst segir ótrírætt að um sé að ræða stærsta íþróttaviðburð sem haldinn hefur verið hér á landi, og kallar eftir því að fólk fylli stúkuna. „Þetta er stærsti viðburður, einstaki leikur, sem hefur farið fram hér á landi. Úrslitaleikur í Evrópukeppni. Hér fer bikar á loft á morgun, hvort sem við tökum við honum eða þær. Þetta er auðvitað bara risaverkefni og hér þurfum við fullt hús,“ „Við spiluðum fyrir framan 2.400 áhorfendur úti og nú þurfa allir íþróttaáhugamenn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stelpunum sem hafa staðið sig frábærlega í vetur og farið í gegnum marga erfiða andstæðinga. Ég trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús á morgun og frábæra stemningu. Ég get allavega lofað því að liðið mun leggja sig 100 prósent fram,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
„Við erum búnar að æfa núna vel í vikunni í bland við að hvíla okkur. Svo höfum við fundað aðeins og farið yfir þetta. Við gerum það aftur í kvöld svo mér líður bara vel,“ bætir Ágúst við. Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Um sterkan andstæðing er að ræða, enda ekki von á öðru þegar komið er í úrslitaleik í Evrópukeppni. „Við vorum búnar að skoða þær vel en svo er alltaf annað að mæta þeim á parketinu. Við fundum það að þær hafa mörg vopn og eru sterkar á mörgum stöðum. En við komum vel undirbúin í leikinn á morgun og ætlum okkur að ná í alvöru frammistöðu,“ segir Ágúst. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Ágúst hefur lagst vel yfir málin ásamt aðstoðarmönnum sínum og vonast til að þar verði engin breyting á. Skerpt verði á ákveðnum hlutum eftir fyrri leikinn. „Það verða smá áherslubreytingar varnarlega hjá okkur; að mæta skyttunum þeirra betur og fá fleiri hraðaupphlaup, við skoruðum ekki nema þrjú úr hraðaupphlaupum þarna úti. Við þurfum að auka það og það gerum við ekki nema með því að bæta varnarleikinn og þá fáum við aðeins betri markvörslu og getum keyrt betur á þær.“ Klippa: Býr sig undir stærsta íþróttaviðburð landsins Stærsti leikur í sögu lands og þjóðar Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem hreinn úrslitaleikur um Evróputitil fer fram á Íslandi. Ágúst segir ótrírætt að um sé að ræða stærsta íþróttaviðburð sem haldinn hefur verið hér á landi, og kallar eftir því að fólk fylli stúkuna. „Þetta er stærsti viðburður, einstaki leikur, sem hefur farið fram hér á landi. Úrslitaleikur í Evrópukeppni. Hér fer bikar á loft á morgun, hvort sem við tökum við honum eða þær. Þetta er auðvitað bara risaverkefni og hér þurfum við fullt hús,“ „Við spiluðum fyrir framan 2.400 áhorfendur úti og nú þurfa allir íþróttaáhugamenn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stelpunum sem hafa staðið sig frábærlega í vetur og farið í gegnum marga erfiða andstæðinga. Ég trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús á morgun og frábæra stemningu. Ég get allavega lofað því að liðið mun leggja sig 100 prósent fram,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira