Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 10:00 Jhonattan Vegas lenti í glompu við átjándu flötina í gær og missti á endanum tvö af fjórum höggum sem hann hafði í forskot á næstu kylfinga. Getty/Alex Slitz Það ríkir mikil spenna á PGA-meistaramótinu eftir tvo daga af fjórum. Venesúelabúinn Jhonattan Vegas er óvænt efstur en hann var stálheppinn á næstsíðustu holunni í gær. Suður-Kóreubúinn Si Woo Kim setti met þegar hann náði holu í höggi og er í toppbaráttunni. Vegas er efstur á samtals -8 höggum en það er fyrst og fremst út af mögnuðum fyrsta hring sem hann lék á -7 höggum. Hann hefði mögulega getað misst toppsætið ef hann hefði ekki verið heppinn með það hvernig boltinn skoppaði í hrífu sem lá við sautjándu flötina, og þaðan inn á flötina. Jhonattan Vegas gets an amazing bounce off the RAKE on 17. 😳🎥 @PGAChampionship | #PGAChamppic.twitter.com/uV8jjizlEZ— Golf Channel (@GolfChannel) May 16, 2025 Þrátt fyrir þessa heppni þá lauk hringnum illa hjá Vegas því hann fékk svo tvöfaldan skolla á síðustu holunni og lauk hringnum því samtals á -1 höggi. Hann var þó ánægður með að vera enn í efsta sæti á risamóti: „Þetta er nú ástæðan fyrir allri vinnunni sem maður leggur í þetta. Maður gerir þetta til að hafa tækifæri á einhverju svona. Því miður hefur mér ekki tekist það í gegnum ferilinn en maður veit aldrei. Maður verður bara að stíga á bensíngjöfina áfram, halda ró sinni og leggja hart að sér. Það er aldrei að vita hvenær hlutirnir byrja að falla með manni,“ sagði Vegas sem unnið hefur fjögur mót á PGA-mótaröðinni en best náð 22. sæti á risamóti. Si Woo Kim setti met þegar hann fór holu í höggi á sjöttu holu, með því að slá um 230 metra en það er lengsta vegalengd sem skilað hefur holu í höggi á risamóti. Hann fagnaði þessu ákaft og var svo fljótur að benda á það í viðtölum eftir hringinn að hann hefði átt gamla metið, frá því á Opna breska mótinu í fyrra. 🚨 ACE ALERT 🚨Si Woo Kim just made a hole-in-one from 252 yards on the 6th hole! 🙌#PGAChamp pic.twitter.com/o3HDWlfRIQ— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2025 Kim er einn þriggja sem deila 2. sæti á -6 höggum en hinir eru Matthieu Pavon og Matt Fitzpatrick. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er svo á -5 höggum líkt og Max Homa, en stöðuna má sjá hér. Rory McIlroy og Xander Schauffele þurfa hins vegar að hlaða í hálfgerða flugeldasýningu í dag og á morgun því þeir rétt komust í gegnum niðurskurðinn og eru á +1 höggi. Á meðal þeirra sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn voru Jordan Spieth, Justin Thomas, Ludvig Åberg og Brooks Koepka að ógleymdum Shane Lowry sem var vægast sagt reiður í gær þegar boltinn hans sökk í holu á áttundu braut en hann endaði einu höggi frá niðurskurðarlínunni. PGA-meistaramótið er sýnt á Vodafone Sport og hefst bein útsending í dag, laugardag, klukkan 18. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Sjá meira
Vegas er efstur á samtals -8 höggum en það er fyrst og fremst út af mögnuðum fyrsta hring sem hann lék á -7 höggum. Hann hefði mögulega getað misst toppsætið ef hann hefði ekki verið heppinn með það hvernig boltinn skoppaði í hrífu sem lá við sautjándu flötina, og þaðan inn á flötina. Jhonattan Vegas gets an amazing bounce off the RAKE on 17. 😳🎥 @PGAChampionship | #PGAChamppic.twitter.com/uV8jjizlEZ— Golf Channel (@GolfChannel) May 16, 2025 Þrátt fyrir þessa heppni þá lauk hringnum illa hjá Vegas því hann fékk svo tvöfaldan skolla á síðustu holunni og lauk hringnum því samtals á -1 höggi. Hann var þó ánægður með að vera enn í efsta sæti á risamóti: „Þetta er nú ástæðan fyrir allri vinnunni sem maður leggur í þetta. Maður gerir þetta til að hafa tækifæri á einhverju svona. Því miður hefur mér ekki tekist það í gegnum ferilinn en maður veit aldrei. Maður verður bara að stíga á bensíngjöfina áfram, halda ró sinni og leggja hart að sér. Það er aldrei að vita hvenær hlutirnir byrja að falla með manni,“ sagði Vegas sem unnið hefur fjögur mót á PGA-mótaröðinni en best náð 22. sæti á risamóti. Si Woo Kim setti met þegar hann fór holu í höggi á sjöttu holu, með því að slá um 230 metra en það er lengsta vegalengd sem skilað hefur holu í höggi á risamóti. Hann fagnaði þessu ákaft og var svo fljótur að benda á það í viðtölum eftir hringinn að hann hefði átt gamla metið, frá því á Opna breska mótinu í fyrra. 🚨 ACE ALERT 🚨Si Woo Kim just made a hole-in-one from 252 yards on the 6th hole! 🙌#PGAChamp pic.twitter.com/o3HDWlfRIQ— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2025 Kim er einn þriggja sem deila 2. sæti á -6 höggum en hinir eru Matthieu Pavon og Matt Fitzpatrick. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er svo á -5 höggum líkt og Max Homa, en stöðuna má sjá hér. Rory McIlroy og Xander Schauffele þurfa hins vegar að hlaða í hálfgerða flugeldasýningu í dag og á morgun því þeir rétt komust í gegnum niðurskurðinn og eru á +1 höggi. Á meðal þeirra sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn voru Jordan Spieth, Justin Thomas, Ludvig Åberg og Brooks Koepka að ógleymdum Shane Lowry sem var vægast sagt reiður í gær þegar boltinn hans sökk í holu á áttundu braut en hann endaði einu höggi frá niðurskurðarlínunni. PGA-meistaramótið er sýnt á Vodafone Sport og hefst bein útsending í dag, laugardag, klukkan 18.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Sjá meira