„Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. maí 2025 18:55 Ágúst var ánægður í leikslok. Vísir/Anton Brink „Mér líður bara gríðarlega vel, fyrst og fremst stoltur af liðinu, leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði sigurreifur Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals eftir að Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn í handknattleik í dag. Valur varð í dag fyrst íslenskra kvennaliða til að vinna sigur í Evrópukeppni. Valur vann 25-24 sigur á spænska liðinu Porrino að Hlíðarenda og einvígið samtals með einu marki. Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals var eðlilega afar ánægður þegar Valur Páll Eiríksson talaði við hann eftir leik. „Ég er auðvitað með frábæra menn með mér. Svo stjórn og allt í kringum félagið er til fyrirmyndar. Ég er mjög stoltur og þakklátur og ánægður með leikinn í dag. Mér fannst við vera miklu betri þegar fór á líða á leikinn og í raun klaufar að koma þessu í þessa stöðu sem þetta endaði í.“ „Stóð ekki alveg á sama undir lokin“ Valskonur voru með fimm marka forystu þegar skammt var eftir en lið Porrino tókst að minnka muninn niður í eitt mark undir lokin. „Ég skal viðurkenna það að mér stóð ekki alveg á sama undir lokin. Við vorum klaufar og fórum illa með færi, víti og fleira á lokakaflanum. En við kláruðum þetta, umgjörðin er frábær og mæting. Ég er bara virkilega þakklátur.“ Ágúst sagði vikuna hafa verið erfiða og biðin eftir leiknum löng en liðin mættust ytra um síðustu helgi. „Að bíða eftir þessu og undirbúa, við gerðum þetta vel. Stelpurnar eiga mikið hrós skilið. Þetta er bara magnaður hópur, við erum með gríðarlega reynda og góða leikmenn í bland við unga og efnilega.“ „Starfið hér í Val er magnað, það er að koma upp 3. og 4. flokkur í úrslitum og haugur af leikmönnum að koma upp. Starfið er mjög gott, góðir þjálfarar og við erum með Elínu Rósu [Magnúsdóttir] sem er frábær, Þóreyju Önnu [Ásgeirsdóttur] sem er að mínu mati besti íslenski handboltaleikmaðurinn og ég gæti haldið áfram.“ Framundan hjá Valskonum er úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar þar sem liðið mætir Haukum. Ágúst sagði að hann ætlaði ekki að stoppa sitt lið í fagnaðarlátum eftir Evrópusigurinn. „Nei, það verður ekki lágur prófíll. Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld og fara á fullri ferð inn í þetta. Svo bara tökum við á næsta verkefni og förum að undirbúa okkur á mánudag. Að vera Evrópumeistari, það er ekki eins og það sé á hverjum degi. Ég ætla að leyfa þeim að njóta þess.“ „Ég get ekki komið orði á það. Ég er gríðarlega stoltur af starfinu hjá okkur öllum. Fyrir íslenskan kvennabolta, ég er búinn að berjast fyrir íslenskan kvennabolta í mörg ár og þetta undirstrikar það sem ég hef oft verið að segja, við erum að koma upp með góða leikmenn og leikmenn sem eru að bæta sig mikið. Ég er ótrúlega stoltur af íslenskum kvennabolta,“ sagði Ágúst að lokum. Allt viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EHF-bikarinn Valur Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Sjá meira
Valur varð í dag fyrst íslenskra kvennaliða til að vinna sigur í Evrópukeppni. Valur vann 25-24 sigur á spænska liðinu Porrino að Hlíðarenda og einvígið samtals með einu marki. Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals var eðlilega afar ánægður þegar Valur Páll Eiríksson talaði við hann eftir leik. „Ég er auðvitað með frábæra menn með mér. Svo stjórn og allt í kringum félagið er til fyrirmyndar. Ég er mjög stoltur og þakklátur og ánægður með leikinn í dag. Mér fannst við vera miklu betri þegar fór á líða á leikinn og í raun klaufar að koma þessu í þessa stöðu sem þetta endaði í.“ „Stóð ekki alveg á sama undir lokin“ Valskonur voru með fimm marka forystu þegar skammt var eftir en lið Porrino tókst að minnka muninn niður í eitt mark undir lokin. „Ég skal viðurkenna það að mér stóð ekki alveg á sama undir lokin. Við vorum klaufar og fórum illa með færi, víti og fleira á lokakaflanum. En við kláruðum þetta, umgjörðin er frábær og mæting. Ég er bara virkilega þakklátur.“ Ágúst sagði vikuna hafa verið erfiða og biðin eftir leiknum löng en liðin mættust ytra um síðustu helgi. „Að bíða eftir þessu og undirbúa, við gerðum þetta vel. Stelpurnar eiga mikið hrós skilið. Þetta er bara magnaður hópur, við erum með gríðarlega reynda og góða leikmenn í bland við unga og efnilega.“ „Starfið hér í Val er magnað, það er að koma upp 3. og 4. flokkur í úrslitum og haugur af leikmönnum að koma upp. Starfið er mjög gott, góðir þjálfarar og við erum með Elínu Rósu [Magnúsdóttir] sem er frábær, Þóreyju Önnu [Ásgeirsdóttur] sem er að mínu mati besti íslenski handboltaleikmaðurinn og ég gæti haldið áfram.“ Framundan hjá Valskonum er úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar þar sem liðið mætir Haukum. Ágúst sagði að hann ætlaði ekki að stoppa sitt lið í fagnaðarlátum eftir Evrópusigurinn. „Nei, það verður ekki lágur prófíll. Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld og fara á fullri ferð inn í þetta. Svo bara tökum við á næsta verkefni og förum að undirbúa okkur á mánudag. Að vera Evrópumeistari, það er ekki eins og það sé á hverjum degi. Ég ætla að leyfa þeim að njóta þess.“ „Ég get ekki komið orði á það. Ég er gríðarlega stoltur af starfinu hjá okkur öllum. Fyrir íslenskan kvennabolta, ég er búinn að berjast fyrir íslenskan kvennabolta í mörg ár og þetta undirstrikar það sem ég hef oft verið að segja, við erum að koma upp með góða leikmenn og leikmenn sem eru að bæta sig mikið. Ég er ótrúlega stoltur af íslenskum kvennabolta,“ sagði Ágúst að lokum. Allt viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Sjá meira