Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2025 17:56 Sigvaldi Björn í leik með Kolstad. Vísir/Getty Íslendingaliðið Kolstad vann í dag sigur á Elverum í fyrsta úrslitaleik liðanna um norska meistaratitilinn í handbolta. Fjórir Íslendingar komu við sögu hjá Kolstad í leiknum. Kolstad og Elverum hafa verið sterkustu liðin í norsku deildinni síðustu árin og enduðu í tveimur efstu sætunum að lokinni deildakeppni. Fyrsti leikur úrslitanna fór fram á heimavelli Elverum en tvo leiki þarf til að vinna titilinn. Gestirnir frá Kolstad náðu frumkvæðinu strax í upphafi. Þeir komust í 6-3 og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleiknum í stöðunni 10-5. Heimalið Elverum skoraði þó síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og sá til þess að þremur mörkum munaði í hálfleik, staðan þá 17-14. Gestirnir fóru hins vegar langt með að tryggja sigurinn strax í upphafi síðari hálfleiks. Þeir hófu hálfleikinn á 6-1 áhlaupi og munurinn skyndilega orðinn átta mörk. Heimaliðið náði lítið sem ekkert að minnka muninn eftir þetta og leiknum lauk með sex marka sigri Kolstad, lokatölur 31-25. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolstad í leiknum og Sveinn Jóhannsson eitt. Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir komu einnig við sögu hjá gestunum en komust ekki á blað. Liðin mætast næst í Kolstad á miðvikudag og þar getur Kolstad tryggt sér titilinn. Elliði magnaður í sigri Gummersbach Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach sem vann 34-30 sigur á Eisenach á útivelli. Elliði var næstmarkahæstur í liði gestanna en Teitur Örn Einarsson átti sömuleiðis fínan leik og bætti fjórum íslenskum mörkum í sarpinn. Eftir sigurinn er Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, í 9. sæti deildarinnar þegar liðið á fimm leiki eftir óspilaða. Þá skoraði Viggó Kristjánsson níu mörk og var markahæstur í liði Erlangen sem vann 30-27 sigur á Stuttgart. Með sigrinum jafnaði Erlangen lið Stuttgart að stigum og lyfti sér upp úr fallsæti. Fyrir neðan Erlangen í töflunni eru lið Bietigheim og Potsdam sem bæði eiga leiki til góða og fallhættan vofir því enn yfir Viggó og félögum. Þýski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Kolstad og Elverum hafa verið sterkustu liðin í norsku deildinni síðustu árin og enduðu í tveimur efstu sætunum að lokinni deildakeppni. Fyrsti leikur úrslitanna fór fram á heimavelli Elverum en tvo leiki þarf til að vinna titilinn. Gestirnir frá Kolstad náðu frumkvæðinu strax í upphafi. Þeir komust í 6-3 og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleiknum í stöðunni 10-5. Heimalið Elverum skoraði þó síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og sá til þess að þremur mörkum munaði í hálfleik, staðan þá 17-14. Gestirnir fóru hins vegar langt með að tryggja sigurinn strax í upphafi síðari hálfleiks. Þeir hófu hálfleikinn á 6-1 áhlaupi og munurinn skyndilega orðinn átta mörk. Heimaliðið náði lítið sem ekkert að minnka muninn eftir þetta og leiknum lauk með sex marka sigri Kolstad, lokatölur 31-25. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolstad í leiknum og Sveinn Jóhannsson eitt. Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir komu einnig við sögu hjá gestunum en komust ekki á blað. Liðin mætast næst í Kolstad á miðvikudag og þar getur Kolstad tryggt sér titilinn. Elliði magnaður í sigri Gummersbach Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach sem vann 34-30 sigur á Eisenach á útivelli. Elliði var næstmarkahæstur í liði gestanna en Teitur Örn Einarsson átti sömuleiðis fínan leik og bætti fjórum íslenskum mörkum í sarpinn. Eftir sigurinn er Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, í 9. sæti deildarinnar þegar liðið á fimm leiki eftir óspilaða. Þá skoraði Viggó Kristjánsson níu mörk og var markahæstur í liði Erlangen sem vann 30-27 sigur á Stuttgart. Með sigrinum jafnaði Erlangen lið Stuttgart að stigum og lyfti sér upp úr fallsæti. Fyrir neðan Erlangen í töflunni eru lið Bietigheim og Potsdam sem bæði eiga leiki til góða og fallhættan vofir því enn yfir Viggó og félögum.
Þýski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira