Felix kveður Eurovision Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2025 19:35 Felix Bergsson í hlutverki fararstjóra í síðasta skiptið. Fyrsta ferðin var til Dusseldorf en sú síðasta til Basel. Felix Bergsson hefur tilkynnt að hann muni ekki snúa aftur í Eurovision-teymi Rúv. Hann hefur sinnt ýmsum störfum í teyminu undanfarin fjórtán ár, verið fjölmiðlafulltrúi og fararstjóri íslenska hópsins, lýst keppninni og verið í stýrihópi Eurovision. Felix var staddur í Düsseldorf í Þýskalandi á leið heim frá Basel þegar hann greindi frá þessum fréttum á Facebook um sexleytið í kvöld. Hann segir það eiga vel við að millilenda í Düsseldorf eftir síðustu Eurovision-ferð sína því þar hafi ferðalag hans hafist árið 2011 þegar hann fylgdi Vinum Sjonna í keppnina. „Ég hef á þessum árum unnið sem fjölmiðlafulltrúi, þulur, aðstoðarfararstjóri, fararstjóri og sem meðlimur í stýrihópi keppninnar. Og eins og þið sjáið hefur undirritaður ekkert breyst á fjórtán árum,“ skrifar Felix í færslunni og birtir fjórtán ára gamla mynd af sér. Kornótt mynd af Felix í fyrstu Eurovision-ferðinni 2011. Felix greinir jafnframt frá því að hann muni á næstunni rifja upp minningar um hverja og eina ferð. Það sem standi upp úr eftir árin fjórtán sé allt yndislega fólkið sem hann hafi kynnst á þeirri vegferð. Felix sagði sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins síðasta vor vegna forsetaframboðs eiginmanns síns, Baldurs Þórhallssonar. Rúnar Freyr Gíslason fór því sem fararstjóri í keppnina í fyrra en Felix sneri aftur sem fararstjóri í ár, í sitt síðasta skipti. Tökum þátt til að koma fólki á framfæri og öðlast reynslu Felix skrifar um það í færslunni af hverju Ríkisútvarpið tekur þátt í Eurovision. Það sé fyrst og fremst til þess að koma íslenskum listamönnum, lagahöfundum, tónlistarmönnum og söngvurum á framfæri við heiminn. „Þess vegna leitum við eftir samstarfi við íslenska tónlistarbransann og höfum harðari reglur um lagahöfunda og flytjendur en nokkur önnur þjóð. Það er dýrmætt og hverrar krónu virði, hvað sem hver segir,“ skrifar hann. „Við tökum líka þátt til að sækja okkur þá reynslu að vera með í þessari risastóru sjónvarpsframleiðslu, sækja hugmyndir og læra af kollegum okkar. Eurovision er enginn sirkus eins og margir virðast halda. Þetta er gríðarlega flókin dagskrárgerð sem besta fólk í heimi kemur að,“ skrifar Felix. Vonar að málin verði rædd af yfirvegun Felix segist aldrei verða stoltari eða glaðari en þegar hann sjái íslenska listamenn fá ný tækifæri í kjölfar þátttöku í Eurovision. Sumir hafi getað nýtt keppnina til að skapa sambönd og færa feril sinn upp á annað stig, ýmist erlendis eða á Íslandi. Hann stígi nú frá borði, þakklátur fyrir tækifærið, en haldi áfram að fylgjast með af hliðarlínunni. „Umræðan um Eurovision og þátttöku okkar (og annarra) mun halda áfram og ég vona að okkur beri gæfa til að ræða málið af yfirvegun en fyrst og fremst virðingu fyrir listamönnunum okkar sem eru oft berskjölduð í sviðsljósinu. Eurovision Eurovision 2025 Tímamót Ríkisútvarpið Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Sjá meira
Felix var staddur í Düsseldorf í Þýskalandi á leið heim frá Basel þegar hann greindi frá þessum fréttum á Facebook um sexleytið í kvöld. Hann segir það eiga vel við að millilenda í Düsseldorf eftir síðustu Eurovision-ferð sína því þar hafi ferðalag hans hafist árið 2011 þegar hann fylgdi Vinum Sjonna í keppnina. „Ég hef á þessum árum unnið sem fjölmiðlafulltrúi, þulur, aðstoðarfararstjóri, fararstjóri og sem meðlimur í stýrihópi keppninnar. Og eins og þið sjáið hefur undirritaður ekkert breyst á fjórtán árum,“ skrifar Felix í færslunni og birtir fjórtán ára gamla mynd af sér. Kornótt mynd af Felix í fyrstu Eurovision-ferðinni 2011. Felix greinir jafnframt frá því að hann muni á næstunni rifja upp minningar um hverja og eina ferð. Það sem standi upp úr eftir árin fjórtán sé allt yndislega fólkið sem hann hafi kynnst á þeirri vegferð. Felix sagði sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins síðasta vor vegna forsetaframboðs eiginmanns síns, Baldurs Þórhallssonar. Rúnar Freyr Gíslason fór því sem fararstjóri í keppnina í fyrra en Felix sneri aftur sem fararstjóri í ár, í sitt síðasta skipti. Tökum þátt til að koma fólki á framfæri og öðlast reynslu Felix skrifar um það í færslunni af hverju Ríkisútvarpið tekur þátt í Eurovision. Það sé fyrst og fremst til þess að koma íslenskum listamönnum, lagahöfundum, tónlistarmönnum og söngvurum á framfæri við heiminn. „Þess vegna leitum við eftir samstarfi við íslenska tónlistarbransann og höfum harðari reglur um lagahöfunda og flytjendur en nokkur önnur þjóð. Það er dýrmætt og hverrar krónu virði, hvað sem hver segir,“ skrifar hann. „Við tökum líka þátt til að sækja okkur þá reynslu að vera með í þessari risastóru sjónvarpsframleiðslu, sækja hugmyndir og læra af kollegum okkar. Eurovision er enginn sirkus eins og margir virðast halda. Þetta er gríðarlega flókin dagskrárgerð sem besta fólk í heimi kemur að,“ skrifar Felix. Vonar að málin verði rædd af yfirvegun Felix segist aldrei verða stoltari eða glaðari en þegar hann sjái íslenska listamenn fá ný tækifæri í kjölfar þátttöku í Eurovision. Sumir hafi getað nýtt keppnina til að skapa sambönd og færa feril sinn upp á annað stig, ýmist erlendis eða á Íslandi. Hann stígi nú frá borði, þakklátur fyrir tækifærið, en haldi áfram að fylgjast með af hliðarlínunni. „Umræðan um Eurovision og þátttöku okkar (og annarra) mun halda áfram og ég vona að okkur beri gæfa til að ræða málið af yfirvegun en fyrst og fremst virðingu fyrir listamönnunum okkar sem eru oft berskjölduð í sviðsljósinu.
Eurovision Eurovision 2025 Tímamót Ríkisútvarpið Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Sjá meira