Felix kveður Eurovision Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2025 19:35 Felix Bergsson í hlutverki fararstjóra í síðasta skiptið. Fyrsta ferðin var til Dusseldorf en sú síðasta til Basel. Felix Bergsson hefur tilkynnt að hann muni ekki snúa aftur í Eurovision-teymi Rúv. Hann hefur sinnt ýmsum störfum í teyminu undanfarin fjórtán ár, verið fjölmiðlafulltrúi og fararstjóri íslenska hópsins, lýst keppninni og verið í stýrihópi Eurovision. Felix var staddur í Düsseldorf í Þýskalandi á leið heim frá Basel þegar hann greindi frá þessum fréttum á Facebook um sexleytið í kvöld. Hann segir það eiga vel við að millilenda í Düsseldorf eftir síðustu Eurovision-ferð sína því þar hafi ferðalag hans hafist árið 2011 þegar hann fylgdi Vinum Sjonna í keppnina. „Ég hef á þessum árum unnið sem fjölmiðlafulltrúi, þulur, aðstoðarfararstjóri, fararstjóri og sem meðlimur í stýrihópi keppninnar. Og eins og þið sjáið hefur undirritaður ekkert breyst á fjórtán árum,“ skrifar Felix í færslunni og birtir fjórtán ára gamla mynd af sér. Kornótt mynd af Felix í fyrstu Eurovision-ferðinni 2011. Felix greinir jafnframt frá því að hann muni á næstunni rifja upp minningar um hverja og eina ferð. Það sem standi upp úr eftir árin fjórtán sé allt yndislega fólkið sem hann hafi kynnst á þeirri vegferð. Felix sagði sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins síðasta vor vegna forsetaframboðs eiginmanns síns, Baldurs Þórhallssonar. Rúnar Freyr Gíslason fór því sem fararstjóri í keppnina í fyrra en Felix sneri aftur sem fararstjóri í ár, í sitt síðasta skipti. Tökum þátt til að koma fólki á framfæri og öðlast reynslu Felix skrifar um það í færslunni af hverju Ríkisútvarpið tekur þátt í Eurovision. Það sé fyrst og fremst til þess að koma íslenskum listamönnum, lagahöfundum, tónlistarmönnum og söngvurum á framfæri við heiminn. „Þess vegna leitum við eftir samstarfi við íslenska tónlistarbransann og höfum harðari reglur um lagahöfunda og flytjendur en nokkur önnur þjóð. Það er dýrmætt og hverrar krónu virði, hvað sem hver segir,“ skrifar hann. „Við tökum líka þátt til að sækja okkur þá reynslu að vera með í þessari risastóru sjónvarpsframleiðslu, sækja hugmyndir og læra af kollegum okkar. Eurovision er enginn sirkus eins og margir virðast halda. Þetta er gríðarlega flókin dagskrárgerð sem besta fólk í heimi kemur að,“ skrifar Felix. Vonar að málin verði rædd af yfirvegun Felix segist aldrei verða stoltari eða glaðari en þegar hann sjái íslenska listamenn fá ný tækifæri í kjölfar þátttöku í Eurovision. Sumir hafi getað nýtt keppnina til að skapa sambönd og færa feril sinn upp á annað stig, ýmist erlendis eða á Íslandi. Hann stígi nú frá borði, þakklátur fyrir tækifærið, en haldi áfram að fylgjast með af hliðarlínunni. „Umræðan um Eurovision og þátttöku okkar (og annarra) mun halda áfram og ég vona að okkur beri gæfa til að ræða málið af yfirvegun en fyrst og fremst virðingu fyrir listamönnunum okkar sem eru oft berskjölduð í sviðsljósinu. Eurovision Eurovision 2025 Tímamót Ríkisútvarpið Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Felix var staddur í Düsseldorf í Þýskalandi á leið heim frá Basel þegar hann greindi frá þessum fréttum á Facebook um sexleytið í kvöld. Hann segir það eiga vel við að millilenda í Düsseldorf eftir síðustu Eurovision-ferð sína því þar hafi ferðalag hans hafist árið 2011 þegar hann fylgdi Vinum Sjonna í keppnina. „Ég hef á þessum árum unnið sem fjölmiðlafulltrúi, þulur, aðstoðarfararstjóri, fararstjóri og sem meðlimur í stýrihópi keppninnar. Og eins og þið sjáið hefur undirritaður ekkert breyst á fjórtán árum,“ skrifar Felix í færslunni og birtir fjórtán ára gamla mynd af sér. Kornótt mynd af Felix í fyrstu Eurovision-ferðinni 2011. Felix greinir jafnframt frá því að hann muni á næstunni rifja upp minningar um hverja og eina ferð. Það sem standi upp úr eftir árin fjórtán sé allt yndislega fólkið sem hann hafi kynnst á þeirri vegferð. Felix sagði sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins síðasta vor vegna forsetaframboðs eiginmanns síns, Baldurs Þórhallssonar. Rúnar Freyr Gíslason fór því sem fararstjóri í keppnina í fyrra en Felix sneri aftur sem fararstjóri í ár, í sitt síðasta skipti. Tökum þátt til að koma fólki á framfæri og öðlast reynslu Felix skrifar um það í færslunni af hverju Ríkisútvarpið tekur þátt í Eurovision. Það sé fyrst og fremst til þess að koma íslenskum listamönnum, lagahöfundum, tónlistarmönnum og söngvurum á framfæri við heiminn. „Þess vegna leitum við eftir samstarfi við íslenska tónlistarbransann og höfum harðari reglur um lagahöfunda og flytjendur en nokkur önnur þjóð. Það er dýrmætt og hverrar krónu virði, hvað sem hver segir,“ skrifar hann. „Við tökum líka þátt til að sækja okkur þá reynslu að vera með í þessari risastóru sjónvarpsframleiðslu, sækja hugmyndir og læra af kollegum okkar. Eurovision er enginn sirkus eins og margir virðast halda. Þetta er gríðarlega flókin dagskrárgerð sem besta fólk í heimi kemur að,“ skrifar Felix. Vonar að málin verði rædd af yfirvegun Felix segist aldrei verða stoltari eða glaðari en þegar hann sjái íslenska listamenn fá ný tækifæri í kjölfar þátttöku í Eurovision. Sumir hafi getað nýtt keppnina til að skapa sambönd og færa feril sinn upp á annað stig, ýmist erlendis eða á Íslandi. Hann stígi nú frá borði, þakklátur fyrir tækifærið, en haldi áfram að fylgjast með af hliðarlínunni. „Umræðan um Eurovision og þátttöku okkar (og annarra) mun halda áfram og ég vona að okkur beri gæfa til að ræða málið af yfirvegun en fyrst og fremst virðingu fyrir listamönnunum okkar sem eru oft berskjölduð í sviðsljósinu.
Eurovision Eurovision 2025 Tímamót Ríkisútvarpið Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira