Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2025 07:33 Eugene Omalla sést hér ásamt liðsfélögum sínum eftir að gullið var í höfn í París síðasta sumar. Vísir/Getty Hollenski hlauparinn Eugene Omalla hefur beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið sem hann vann ásamt hlaupasveit sinni á uppboði. Eugene Omalla var hluti af boðhlaupssveit Hollands sem vann gull í 4x400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Holland vann þá gull eftir ótrúlegan endasprett Femke Bol sem stakk sér fram úr keppinautunum á lokametrum hlaupsins. Fyrir helgi bárust hins vegar fréttir af því að verðlaunapeningur Omalla frá París væri falur til kaups á uppboðssíðu. Verðlaunapeningurinn er nú seldur og það fyrir tæpar tíu milljónir króna. Ákvörðun Omalla hlaut töluverða gagnrýni enda þótti hún gera lítið úr afreki hollenska liðsins. Hann hefur nú útskýrt sína hlið málsins og beðið liðsfélaga sína afsökunar. „Ég skil neikvæðu viðbrögðin og þess vegna vil ég eyða öllum misskilningi. Þetta snýst ekki um græðgi eða skort á virðingu fyrir virði verðlaunapeningsins. Þetta snýst ekki um að ég sé í fjárhagsvandræðum eða að ég vilji græða smá pening. Þetta er persónulegt, að tryggja framtíð fjölskyldu minnar og vellíðan og styðja þá sem þurfa mest á því að halda,“ sagði Omalla í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Gullpeningar úr silfri Hann segir að peningarnir verði settir í sjóð sem foreldrar hans hafi stofnað og nýttur verði í góðgerðamál. „Þau fórnuðu öllu svo draumar mínir gætu orðið að veruleika. Eftir á að hyggja sé ég að ég hefði átt að segja frá þessu fyrr. Til liðsfélaga minna, þjálfara og allra þeirra sem urðu sárir. Ég er leiður yfir því að þetta var túlkað þannig. Ákvörðun mín var tekin með ást, ábyrgð og þakklæti í huga. Ég vona að þið skiljið það.“ Gullpeningarnir frá París eru reyndar að mestu leyti úr silfri. 98,8% peningsins er úr silfri, þeir eru 529 grömm að þyngd og þar af eru aðeins sex grömm úr gulli. Á hverjum verðlaunapening er járn sem tekið var úr Eifelturninum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ Sjá meira
Eugene Omalla var hluti af boðhlaupssveit Hollands sem vann gull í 4x400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Holland vann þá gull eftir ótrúlegan endasprett Femke Bol sem stakk sér fram úr keppinautunum á lokametrum hlaupsins. Fyrir helgi bárust hins vegar fréttir af því að verðlaunapeningur Omalla frá París væri falur til kaups á uppboðssíðu. Verðlaunapeningurinn er nú seldur og það fyrir tæpar tíu milljónir króna. Ákvörðun Omalla hlaut töluverða gagnrýni enda þótti hún gera lítið úr afreki hollenska liðsins. Hann hefur nú útskýrt sína hlið málsins og beðið liðsfélaga sína afsökunar. „Ég skil neikvæðu viðbrögðin og þess vegna vil ég eyða öllum misskilningi. Þetta snýst ekki um græðgi eða skort á virðingu fyrir virði verðlaunapeningsins. Þetta snýst ekki um að ég sé í fjárhagsvandræðum eða að ég vilji græða smá pening. Þetta er persónulegt, að tryggja framtíð fjölskyldu minnar og vellíðan og styðja þá sem þurfa mest á því að halda,“ sagði Omalla í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Gullpeningar úr silfri Hann segir að peningarnir verði settir í sjóð sem foreldrar hans hafi stofnað og nýttur verði í góðgerðamál. „Þau fórnuðu öllu svo draumar mínir gætu orðið að veruleika. Eftir á að hyggja sé ég að ég hefði átt að segja frá þessu fyrr. Til liðsfélaga minna, þjálfara og allra þeirra sem urðu sárir. Ég er leiður yfir því að þetta var túlkað þannig. Ákvörðun mín var tekin með ást, ábyrgð og þakklæti í huga. Ég vona að þið skiljið það.“ Gullpeningarnir frá París eru reyndar að mestu leyti úr silfri. 98,8% peningsins er úr silfri, þeir eru 529 grömm að þyngd og þar af eru aðeins sex grömm úr gulli. Á hverjum verðlaunapening er járn sem tekið var úr Eifelturninum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ Sjá meira