Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 06:56 Scottie Scheffler ásamt konu sinni Meredith og syninum Bennett sem fögnuðu Wanamaker-verðlaunagripnum með honum. Getty/Kevin C. Cox Scottie Scheffler var tárvotur þegar hann lék lokaholuna á PGA-meistaramótinu í gær enda tilfinningarnar miklar eftir hans fyrsta sigur á mótinu, ári eftir að hann var handtekinn á sama móti. Þetta var þriðja risamótið sem Scheffler vinnur en hann hafði áður unnið Masters árin 2022 og 2024. Scheffler var með forystuna fyrir lokadaginn en náði ekki að njóta sín fyrri níu holurnar og var þá um tíma orðinn jafn Spánverjanum Jon Rahm á samtals -9 höggum. Spilamennska Rahm hrundi hins vegar gjörsamlega og endaði hann á -4 höggum á meðan að Scheffler vann á -11 höggum. Næstir á eftir honum urðu Bryson DeChambeau, Harris English og Davis Riley á -6 höggum hver. Jhonattan Vegas, sem var efstur eftir fyrstu tvo hringina, endaði á -5 höggum. Scheffler var handtekinn á miðju PGA-meistaramótinu í fyrra en hann var sakaður um að aka bílnum sínum inn á lokað svæði eftir að banaslys varð í nágrenni Valhalla klúbbhússins, þar sem mótið fór fram. Langar bílaraðir höfðu myndast og ætlaði Scheffler að komast framhjá þeim en var stöðvaður. Málið vakti gríðarlega athygli enda Scheffler þarna að mæta til leiks til að byrja sinn annan hring á mótinu. Hann var leystur út gegn tryggingargjaldi og kláraði hringinn og svo mótið. Málið gegn honum var síðar fellt niður. Þessi aðdragandi gæti hafa haft áhrif á það hvernig tilfinningarnar helltust yfir Scheffler í gær en hann lék lokaholuna tárvotur og fagnaði kröftuglega eftir lokapúttið sitt á mótinu. „Ég vissi að þessi dagur yrði krefjandi. Það er alltaf erfitt að klára risamót og ég gerði vel í að halda þolinmæði fyrri níu holurnar. Ég átti ekki minn besta leik en ég hélt mér inni í þessu og átti góðar seinni níu,“ sagði Scheffler sem naut sigursins með konu sinni og syni á Quail Hollow vellinum í gær. Bennett Scheffler's first major championship 🥹 pic.twitter.com/wG5jZYhYAf— PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2025 Scheffler bauð Rahm inn í baráttuna um sigurinn með því að leika fyrri níu holurnar í gær á +2 höggum en hann nældi svo í fugl á 10., 14. og 15. holu og endaði á að vinna öruggan sigur. Rahm, sem var í ráshópi tveimur holum á undan Scheffler, fékk hins vegar skolla á 16. holu og svo tvöfaldan skolla bæði á 17. og 18. holu, og endaði því í 8.-16. sæti. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þetta var þriðja risamótið sem Scheffler vinnur en hann hafði áður unnið Masters árin 2022 og 2024. Scheffler var með forystuna fyrir lokadaginn en náði ekki að njóta sín fyrri níu holurnar og var þá um tíma orðinn jafn Spánverjanum Jon Rahm á samtals -9 höggum. Spilamennska Rahm hrundi hins vegar gjörsamlega og endaði hann á -4 höggum á meðan að Scheffler vann á -11 höggum. Næstir á eftir honum urðu Bryson DeChambeau, Harris English og Davis Riley á -6 höggum hver. Jhonattan Vegas, sem var efstur eftir fyrstu tvo hringina, endaði á -5 höggum. Scheffler var handtekinn á miðju PGA-meistaramótinu í fyrra en hann var sakaður um að aka bílnum sínum inn á lokað svæði eftir að banaslys varð í nágrenni Valhalla klúbbhússins, þar sem mótið fór fram. Langar bílaraðir höfðu myndast og ætlaði Scheffler að komast framhjá þeim en var stöðvaður. Málið vakti gríðarlega athygli enda Scheffler þarna að mæta til leiks til að byrja sinn annan hring á mótinu. Hann var leystur út gegn tryggingargjaldi og kláraði hringinn og svo mótið. Málið gegn honum var síðar fellt niður. Þessi aðdragandi gæti hafa haft áhrif á það hvernig tilfinningarnar helltust yfir Scheffler í gær en hann lék lokaholuna tárvotur og fagnaði kröftuglega eftir lokapúttið sitt á mótinu. „Ég vissi að þessi dagur yrði krefjandi. Það er alltaf erfitt að klára risamót og ég gerði vel í að halda þolinmæði fyrri níu holurnar. Ég átti ekki minn besta leik en ég hélt mér inni í þessu og átti góðar seinni níu,“ sagði Scheffler sem naut sigursins með konu sinni og syni á Quail Hollow vellinum í gær. Bennett Scheffler's first major championship 🥹 pic.twitter.com/wG5jZYhYAf— PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2025 Scheffler bauð Rahm inn í baráttuna um sigurinn með því að leika fyrri níu holurnar í gær á +2 höggum en hann nældi svo í fugl á 10., 14. og 15. holu og endaði á að vinna öruggan sigur. Rahm, sem var í ráshópi tveimur holum á undan Scheffler, fékk hins vegar skolla á 16. holu og svo tvöfaldan skolla bæði á 17. og 18. holu, og endaði því í 8.-16. sæti.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira