„Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 08:33 Andrea Kolbeinsdóttir varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi á sumardaginn fyrsta. Hún var þá að undirbúa sig fyrir Kaupmannahafnarmaraþonið en segir þá keppni hafa breyst í martröð. FRÍ Andrea Kolbeinsdóttir segir að hlaup sitt í Kaupmannahafnarmaraþoninu, sem hún hafði undirbúið sig svo lengi og vandlega fyrir, hafi fljótt breyst í hina mestu martröð. Þó að Andrea hafi hlaupið maraþonið á 2:46:10 klukkutímum og endað í 21. sæti í keppni kvenna í maraþoninu þá var hlaupið henni mikil vonbrigði. „Allt var eins og það átti að vera, þar til það var það ekki. Hlaupið sem ég var búin að bíða eftir svo lengi, varð fljótt að hinni mestu martröð,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Andra hélt jöfnum hraða fyrstu 25 kílómetrana, á bilinu 3:39 - 3:44 mín/km, en svo fór að halla undan fæti hjá þessari miklu afrekskonu og kílómetrana fimm frá 35-40 hljóp hún á 24 mínútum og 23 sekúndum, eða á 4:53 mín/km. „Líklegt að koffín og stress hafi valdið magaveseni, sem hrjáði mig í gegnum allt hlaupið,“ skrifar Andrea sem í aðdraganda keppnistímabilsins hafði meðal annars verið í æfingabúðum í Kenía. Hún ætlaði sér því stóra hluti í Kaupmannahöfn og virtist á réttri braut þegar hún til að mynda varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi, í Víðvangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta, þegar hún hljóp á 16:29 mínútum og var aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmeti sínu. Andrea lætur þó engan bilbug á sér finna og er staðráðin í að læra af því hvernig fór í Danmörku. Þó að hún hafi orðið langfyrst af íslensku konunum í hlaupinu þá ætlaði hún sér stærri hluti. Hún hljóp til að mynda heilt maraþon á 2:42:15 í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2023, fjórum mínútum hraðar en í hlaupinu fyrir rúmri viku. „Í stað þess að brjóta í mér hjartað, er allt fólkið í kringum mig búið að láta það stækka. Engin vinna til einskis, við lærum og reynum aftur,“ skrifar Andrea. Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
Þó að Andrea hafi hlaupið maraþonið á 2:46:10 klukkutímum og endað í 21. sæti í keppni kvenna í maraþoninu þá var hlaupið henni mikil vonbrigði. „Allt var eins og það átti að vera, þar til það var það ekki. Hlaupið sem ég var búin að bíða eftir svo lengi, varð fljótt að hinni mestu martröð,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Andra hélt jöfnum hraða fyrstu 25 kílómetrana, á bilinu 3:39 - 3:44 mín/km, en svo fór að halla undan fæti hjá þessari miklu afrekskonu og kílómetrana fimm frá 35-40 hljóp hún á 24 mínútum og 23 sekúndum, eða á 4:53 mín/km. „Líklegt að koffín og stress hafi valdið magaveseni, sem hrjáði mig í gegnum allt hlaupið,“ skrifar Andrea sem í aðdraganda keppnistímabilsins hafði meðal annars verið í æfingabúðum í Kenía. Hún ætlaði sér því stóra hluti í Kaupmannahöfn og virtist á réttri braut þegar hún til að mynda varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi, í Víðvangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta, þegar hún hljóp á 16:29 mínútum og var aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmeti sínu. Andrea lætur þó engan bilbug á sér finna og er staðráðin í að læra af því hvernig fór í Danmörku. Þó að hún hafi orðið langfyrst af íslensku konunum í hlaupinu þá ætlaði hún sér stærri hluti. Hún hljóp til að mynda heilt maraþon á 2:42:15 í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2023, fjórum mínútum hraðar en í hlaupinu fyrir rúmri viku. „Í stað þess að brjóta í mér hjartað, er allt fólkið í kringum mig búið að láta það stækka. Engin vinna til einskis, við lærum og reynum aftur,“ skrifar Andrea.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira