Beckham varar Manchester United við Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 15:18 David Beckham, eigandi Inter Miami, spilaði á sínum tíma hjá Manchester United og vann fjölda titla. Vísir/Getty David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hvetur eigendur félagsins til að styðja vel við þjálfarann Rúben Amorim með því að fara mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Þá varar hann sitt gamla félag við því að selja lykilleikmanninn Bruno Fernandes. Í nýlegu viðtali hjá The Athletic ræddi Beckham, sem er nú eigandi Inter Miami í MLS deildinni, um stöðuna hjá Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni en mætir Tottenham annað kvöld í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Beckham vill að eigendur Manchester United, Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe og hans teymi, geri Manchester United kleift að styrkja sitt lið í komandi félagsskiptaglugga með stórum fjárhæðum. Amorim tók við stjórnartaumunum hjá liði Manchester United af Hollendingnum Erik ten Hag í nóvember á síðasta ári. Honum hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við í ensku úrvalsdeildinni en Beckham segir hann þurfa þolinmæði í starfi. Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð.Getty/Marc Atkins „Ég tel okkur vera með mjög góðan þjálfara núna,“ sagði Beckham í samtali við The Athletic. „Hann er ungur að árum, sigursæll frá fyrri tíð og býr yfir mikilli reynslu miðað við sinn aldur. Hann þarf að fá tækifæri til þess að gera liðið að sínu, fá inn sína leikmenn og þá tel ég að við munum sjá önnur úrslit.“ Manchester United virðist ekki langt frá því að landa Matheus Cunha frá Wolves en sá hefur verið afar öflugur á tímabilinu og þá eru sögusagnir um að Liam Delap, sóknarmaður Ipswich Town sem hefur skorað tólf mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leið til Rauðu djöflanna. En einnig er talað um að leikmenn gætu verið á förum frá félaginu. Fjárhagsstaða Manchester United er ekki sú besta og einhver staðar verður að fá pening inn fyrir nýjum leikmönnum. Miðjumaðurinn Bruno Fernandes hefur verið orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu en Beckham vill ekki sjá það að Portúgalinn verði seldur og það sama gildir um uppalda leikmenn Manchester United. „Bruno steig upp þegar að við þurftum á honum að halda. Þá hata ég hugmyndir um að leikmenn, sem eru aldir upp hjá Manchester United, fari. Ef þeir elska félagið og standa sig þá ættu þeir að vera áfram. “ Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham í Evrópudeildinni hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Sjá meira
Í nýlegu viðtali hjá The Athletic ræddi Beckham, sem er nú eigandi Inter Miami í MLS deildinni, um stöðuna hjá Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni en mætir Tottenham annað kvöld í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Beckham vill að eigendur Manchester United, Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe og hans teymi, geri Manchester United kleift að styrkja sitt lið í komandi félagsskiptaglugga með stórum fjárhæðum. Amorim tók við stjórnartaumunum hjá liði Manchester United af Hollendingnum Erik ten Hag í nóvember á síðasta ári. Honum hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við í ensku úrvalsdeildinni en Beckham segir hann þurfa þolinmæði í starfi. Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð.Getty/Marc Atkins „Ég tel okkur vera með mjög góðan þjálfara núna,“ sagði Beckham í samtali við The Athletic. „Hann er ungur að árum, sigursæll frá fyrri tíð og býr yfir mikilli reynslu miðað við sinn aldur. Hann þarf að fá tækifæri til þess að gera liðið að sínu, fá inn sína leikmenn og þá tel ég að við munum sjá önnur úrslit.“ Manchester United virðist ekki langt frá því að landa Matheus Cunha frá Wolves en sá hefur verið afar öflugur á tímabilinu og þá eru sögusagnir um að Liam Delap, sóknarmaður Ipswich Town sem hefur skorað tólf mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leið til Rauðu djöflanna. En einnig er talað um að leikmenn gætu verið á förum frá félaginu. Fjárhagsstaða Manchester United er ekki sú besta og einhver staðar verður að fá pening inn fyrir nýjum leikmönnum. Miðjumaðurinn Bruno Fernandes hefur verið orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu en Beckham vill ekki sjá það að Portúgalinn verði seldur og það sama gildir um uppalda leikmenn Manchester United. „Bruno steig upp þegar að við þurftum á honum að halda. Þá hata ég hugmyndir um að leikmenn, sem eru aldir upp hjá Manchester United, fari. Ef þeir elska félagið og standa sig þá ættu þeir að vera áfram. “ Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham í Evrópudeildinni hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn