Guardiola hótar að hætta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. maí 2025 07:30 Pep Guardiola vill ekki hafa úr of mörgum leikmönnum að velja. getty/Lee Parker Pep Guardiola hótar að hætta sem knattspyrnustjóri Manchester City nema fækkað verði í leikmannahópi liðsins. Nokkrir af leikmönnum City voru ekki valdir í hóp liðsins í leiknum gegn Bournemouth í gær, þar á meðal Rico Lewis og Savinho. Guardiola er ósáttur með að þurfa að skilja leikmenn eftir uppi í stúku og vill vinna með minni leikmannahóp á næsta tímabili. Annars muni hann segja upp. „Ég sagði við félagið að ég vildi ekki stærri hóp. Ég vil ekki skilja 5-6 leikmenn eftir í frystinum. Ég vil það ekki. Ég mun hætta. Hafið hópinn minni og þá mun ég halda áfram,“ sagði Guardiola eftir leikinn gegn Bournemouth sem City vann, 3-1. „Það er ómögulegt fyrir mig að segja leikmönnunum mínum að þeir geti ekki spilað.“ Mikil meiðsli herjuðu á leikmannahóp City á kafla í vetur en eftir að liðið endurheimti flesta sína leikmenn er samkeppnin um sæti í liðinu og að komast í hóp á leikdag orðin ansi hörð. „Í 3-4 mánuði gátum við ekki valið ellefu leikmenn. Við vorum ekki með varnarmenn svo það var erfitt. Eftir það sneru leikmenn aftur en þetta getur ekki verið svona á næsta tímabili,“ sagði Guardiola. „Ég sem þjálfari get ekki þjálfað 24 leikmenn og í hvert sinn sem ég þarf að velja verða nokkrir að vera eftir heima í Manchester því þeir geta ekki spilað. Þetta gerist ekki. Ég tjáði félaginu að ég vilji þetta ekki.“ Kevin De Bruyne lék sinn síðasta heimaleik fyrir City í gær en hann er eini leikmaðurinn sem ljóst er að yfirgefur félagið í sumar. City keypti fjóra leikmenn í janúar auk þess sem Claudio Echeverri sneri aftur eftir lánsdvöl hjá River Plate í Argentínu. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Nokkrir af leikmönnum City voru ekki valdir í hóp liðsins í leiknum gegn Bournemouth í gær, þar á meðal Rico Lewis og Savinho. Guardiola er ósáttur með að þurfa að skilja leikmenn eftir uppi í stúku og vill vinna með minni leikmannahóp á næsta tímabili. Annars muni hann segja upp. „Ég sagði við félagið að ég vildi ekki stærri hóp. Ég vil ekki skilja 5-6 leikmenn eftir í frystinum. Ég vil það ekki. Ég mun hætta. Hafið hópinn minni og þá mun ég halda áfram,“ sagði Guardiola eftir leikinn gegn Bournemouth sem City vann, 3-1. „Það er ómögulegt fyrir mig að segja leikmönnunum mínum að þeir geti ekki spilað.“ Mikil meiðsli herjuðu á leikmannahóp City á kafla í vetur en eftir að liðið endurheimti flesta sína leikmenn er samkeppnin um sæti í liðinu og að komast í hóp á leikdag orðin ansi hörð. „Í 3-4 mánuði gátum við ekki valið ellefu leikmenn. Við vorum ekki með varnarmenn svo það var erfitt. Eftir það sneru leikmenn aftur en þetta getur ekki verið svona á næsta tímabili,“ sagði Guardiola. „Ég sem þjálfari get ekki þjálfað 24 leikmenn og í hvert sinn sem ég þarf að velja verða nokkrir að vera eftir heima í Manchester því þeir geta ekki spilað. Þetta gerist ekki. Ég tjáði félaginu að ég vilji þetta ekki.“ Kevin De Bruyne lék sinn síðasta heimaleik fyrir City í gær en hann er eini leikmaðurinn sem ljóst er að yfirgefur félagið í sumar. City keypti fjóra leikmenn í janúar auk þess sem Claudio Echeverri sneri aftur eftir lánsdvöl hjá River Plate í Argentínu.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn