Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 12:34 Lögreglumenn á vettvangi morðsins á Andriy Portnov í Madrid í morgun. AP/Paul White Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. Andriy Portnov var einn af helstu ráðgjöfum Viktors Janúkovitsj í forsetatíð hans sem endaði í skugga mannskæðra mótmæla árið 2014. Hann var skotinn til bana fyrir utan bandarískan skóla í Pozuelo Alarcón, úthverfi spænsku höfuðborgarinnar, þegar hann var nýbúinn að skutla börnunum sínum þangað klukkan 9:15 að staðartíma. Samkvæmt heimildum spænska blaðsins El País réðust tveir eða þrír árásarmenn skutu hann nokkrum skotum, þar á meðal í hnakkann. Enginn hefur hefur enn verið handtekinn vegna morðsins. Beittur refsiaðgerðum og rannsakaður fyrir landráð og spillingu Portnov, sem var 51 árs gamall, var þingmaður á úkraínska þinginu á sínum tíma og var einn nánasti ráðgjafi Janúkovitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum í Euromaidan-mótmælunum svonefndu. Janúkovitsja var hliðhollur stjórnvöldum í Kreml. Mótmælin hófust þegar hann ákvað skyndilega að hætta við að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið og snúa sér frekar að Rússlandi. Eftir fall Janúkovitsj-stjórnarinnar yfirgaf Portnov Úkraínu og bjó meðal annars um tíma í Rússlandi. Bandarísk stjórnvöld lögðu refsiaðgerðir á hann árið 2021 fyrir spillingu. Úkraínsk yfirvöld hafa nokkrum sinnum reynt að sækja Portnov til saka fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal landráð í tengslum við innlimun Rússa á Krímskaga og spillingu. Sakamáli á hendur honum var lokað árið 2019, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Erlend sakamál Spánn Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Sjá meira
Andriy Portnov var einn af helstu ráðgjöfum Viktors Janúkovitsj í forsetatíð hans sem endaði í skugga mannskæðra mótmæla árið 2014. Hann var skotinn til bana fyrir utan bandarískan skóla í Pozuelo Alarcón, úthverfi spænsku höfuðborgarinnar, þegar hann var nýbúinn að skutla börnunum sínum þangað klukkan 9:15 að staðartíma. Samkvæmt heimildum spænska blaðsins El País réðust tveir eða þrír árásarmenn skutu hann nokkrum skotum, þar á meðal í hnakkann. Enginn hefur hefur enn verið handtekinn vegna morðsins. Beittur refsiaðgerðum og rannsakaður fyrir landráð og spillingu Portnov, sem var 51 árs gamall, var þingmaður á úkraínska þinginu á sínum tíma og var einn nánasti ráðgjafi Janúkovitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum í Euromaidan-mótmælunum svonefndu. Janúkovitsja var hliðhollur stjórnvöldum í Kreml. Mótmælin hófust þegar hann ákvað skyndilega að hætta við að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið og snúa sér frekar að Rússlandi. Eftir fall Janúkovitsj-stjórnarinnar yfirgaf Portnov Úkraínu og bjó meðal annars um tíma í Rússlandi. Bandarísk stjórnvöld lögðu refsiaðgerðir á hann árið 2021 fyrir spillingu. Úkraínsk yfirvöld hafa nokkrum sinnum reynt að sækja Portnov til saka fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal landráð í tengslum við innlimun Rússa á Krímskaga og spillingu. Sakamáli á hendur honum var lokað árið 2019, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Erlend sakamál Spánn Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Sjá meira