Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 18:01 Nýsköpun verður ekki til í tómarúmi. Hún þrífst þar sem ólíkir aðilar koma saman, deila þekkingu, hugmyndum og reynslu. Nú stendur til að opna nýja miðstöð innan Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun sem verður hjarta nýsköpunar, tengslamyndunar og þekkingarmiðlunar. Nýja húsnæðið miðar að því að efla samtalið og tengja saman frumkvöðla, vísindafólk og fyrirtæki til að þróa lausnir í sameiningu. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og sveigjanlega aðstöðu þar sem lögð verður áhersla á jarðvarma- og orkutengda nýsköpun og rannsóknir. Í húsinu verða rými fyrir vinnu, prófanir, sýningar og óformleg samskipti sem stuðla að þverfaglegu samtali. Fyrsta verkefnið í fyrirhugaðri miðstöð nýsköpunar er Geolab – aðstaða fyrir jarðvarmatengdar rannsóknir í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Framtíðarsýnin er að Geolab verði vettvangur fyrir fjölbreytt innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni á sviði jarðvarma – og verði þannig kjarnaverkefni í þróun nýsköpunarsamfélagsins innan Jarðhitagarðsins. Hringrás í framkvæmd Við Íslendingar búum við þau lífsgæði að hafa aðgang að hreinum, endurnýjanlegum auðlindum í meiri mæli en flestar þjóðir. Það skapar einstök tækifæri, en líka ábyrgð. Okkar er að nýta þessar auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt, en jafnframt hámarka ávinning þeirra. Í Jarðhitagarðinum hefur sú hugsun tekið á sig áþreifanlega mynd – þar eru þær auðlindir sem þegar eru nýttar til raforku- og varmavinnslu fjölnýttar til frekari verðmætasköpunar. Í garðinum hefur skapast samfélag framsækinna fyrirtækja sem skilja mikilvægi hringrásarhugsunar og ábyrgrar auðlindanýtingar. Fyrirtæki sem starfa innan garðsins nýta það sem áður var litið á sem úrgang eða hliðarafurð sem hráefni í þróun nýrra lausna, vöru og þjónustu. Þannig verður „úrgangur“ að verðmætum. Reynslan sýnir að þessi nálgun virkar. Fyrirtæki á borð við VAXA Technologies, sem þróar sjálfbæra þörungarækt, og Climeworks, brautryðjandi í kolefnisföngun, hafa vaxið innan Jarðhitagarðsins og fært hugmyndir yfir í raunveruleika. Heitur reitur til nýsköpunar Uppbyggingin í Jarðhitagarði er mikilvægur áfangi í vegferð ON um að virkja þær auðlindir sem við höfum - ekki aðeins í formi orku, heldur líka hugvits, samstarfs og sköpunarkrafts. ON vill styðja markvisst við rannsóknir og nýsköpun á sviði jarðvarma og sjálfbærni og stuðla að virku nýsköpunarsamfélagi sem byggir á hringrásarlausnum. Jarðhitinn sem kraumar undir fótum okkar hefur lengi verið notaður til orkuframleiðslu. Nú er hann einnig hvati nýsköpunar. Með miðstöð nýsköpunar í Jarðhitagarði er stigið stórt skref í átt að því að skapa öflugt vistkerfi nýsköpunar, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Markmiðið er skýrt; að gera frumkvöðlum kleift að prófa, betrumbæta og skala hugmyndir með aðgengi að verðmætum auðlindum og innviðum. Þetta er ekki tilviljunarkennd uppbygging heldur markviss stefna til að styðja við sjálfbæra orkutengda nýsköpun og efla íslenskt atvinnulíf. Hvað á framtíðin að heita? Þessa dagana stendur yfir nafnasamkeppni fyrir þetta nýja hús þar sem leitað er að nafni sem fangar anda þess; framsækni, sjálfbærni og samvinnu. Með góðu nafni höfum við tækifæri til að lýsa ekki bara byggingunni sjálfri, heldur þeirri framtíð sem við viljum skapa saman. Við hvetjum áhugasöm til að leggja fram tillögu og taka þátt í að móta ímynd þessa heita reits til nýsköpunar. Skil á tillögum fara fram á jardhitagardurinn.is Höfundur er leiðtogi nýsköpunar hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Nýsköpun verður ekki til í tómarúmi. Hún þrífst þar sem ólíkir aðilar koma saman, deila þekkingu, hugmyndum og reynslu. Nú stendur til að opna nýja miðstöð innan Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun sem verður hjarta nýsköpunar, tengslamyndunar og þekkingarmiðlunar. Nýja húsnæðið miðar að því að efla samtalið og tengja saman frumkvöðla, vísindafólk og fyrirtæki til að þróa lausnir í sameiningu. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og sveigjanlega aðstöðu þar sem lögð verður áhersla á jarðvarma- og orkutengda nýsköpun og rannsóknir. Í húsinu verða rými fyrir vinnu, prófanir, sýningar og óformleg samskipti sem stuðla að þverfaglegu samtali. Fyrsta verkefnið í fyrirhugaðri miðstöð nýsköpunar er Geolab – aðstaða fyrir jarðvarmatengdar rannsóknir í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Framtíðarsýnin er að Geolab verði vettvangur fyrir fjölbreytt innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni á sviði jarðvarma – og verði þannig kjarnaverkefni í þróun nýsköpunarsamfélagsins innan Jarðhitagarðsins. Hringrás í framkvæmd Við Íslendingar búum við þau lífsgæði að hafa aðgang að hreinum, endurnýjanlegum auðlindum í meiri mæli en flestar þjóðir. Það skapar einstök tækifæri, en líka ábyrgð. Okkar er að nýta þessar auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt, en jafnframt hámarka ávinning þeirra. Í Jarðhitagarðinum hefur sú hugsun tekið á sig áþreifanlega mynd – þar eru þær auðlindir sem þegar eru nýttar til raforku- og varmavinnslu fjölnýttar til frekari verðmætasköpunar. Í garðinum hefur skapast samfélag framsækinna fyrirtækja sem skilja mikilvægi hringrásarhugsunar og ábyrgrar auðlindanýtingar. Fyrirtæki sem starfa innan garðsins nýta það sem áður var litið á sem úrgang eða hliðarafurð sem hráefni í þróun nýrra lausna, vöru og þjónustu. Þannig verður „úrgangur“ að verðmætum. Reynslan sýnir að þessi nálgun virkar. Fyrirtæki á borð við VAXA Technologies, sem þróar sjálfbæra þörungarækt, og Climeworks, brautryðjandi í kolefnisföngun, hafa vaxið innan Jarðhitagarðsins og fært hugmyndir yfir í raunveruleika. Heitur reitur til nýsköpunar Uppbyggingin í Jarðhitagarði er mikilvægur áfangi í vegferð ON um að virkja þær auðlindir sem við höfum - ekki aðeins í formi orku, heldur líka hugvits, samstarfs og sköpunarkrafts. ON vill styðja markvisst við rannsóknir og nýsköpun á sviði jarðvarma og sjálfbærni og stuðla að virku nýsköpunarsamfélagi sem byggir á hringrásarlausnum. Jarðhitinn sem kraumar undir fótum okkar hefur lengi verið notaður til orkuframleiðslu. Nú er hann einnig hvati nýsköpunar. Með miðstöð nýsköpunar í Jarðhitagarði er stigið stórt skref í átt að því að skapa öflugt vistkerfi nýsköpunar, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Markmiðið er skýrt; að gera frumkvöðlum kleift að prófa, betrumbæta og skala hugmyndir með aðgengi að verðmætum auðlindum og innviðum. Þetta er ekki tilviljunarkennd uppbygging heldur markviss stefna til að styðja við sjálfbæra orkutengda nýsköpun og efla íslenskt atvinnulíf. Hvað á framtíðin að heita? Þessa dagana stendur yfir nafnasamkeppni fyrir þetta nýja hús þar sem leitað er að nafni sem fangar anda þess; framsækni, sjálfbærni og samvinnu. Með góðu nafni höfum við tækifæri til að lýsa ekki bara byggingunni sjálfri, heldur þeirri framtíð sem við viljum skapa saman. Við hvetjum áhugasöm til að leggja fram tillögu og taka þátt í að móta ímynd þessa heita reits til nýsköpunar. Skil á tillögum fara fram á jardhitagardurinn.is Höfundur er leiðtogi nýsköpunar hjá Orku náttúrunnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar