„Þjáning í marga daga“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. maí 2025 21:50 Óskar Bjarni segir sínum mönnum til í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tap liðsins gegn Fram í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér Íslandsmeistaratitilinn og Valsmenn þurfa því að gera sér silfrið að góðu. „Þetta á náttúrulega að vera skemmtilegast í heimi að spila þessa leiki og svo viltu að sjálfsögðu verða meistari. Það er ömurlegt að tapa þessu einvígi 3-0, alveg glatað, því þessi leikur var með mesta passionið fannst mér. Þetta er alltaf erfitt, mjög erfitt, og bara þjáning í marga daga eftir á. En það góða við íþróttirnar er að þú færð sigra og þú færð töp og færð að upplifa þetta allt.“ „Fyrsta árið mitt tapaði ég 3-0 í úrslitum á móti Haukum og svo enda ég þetta svona. Svo hafa verið margir titlar á milli. Svona er þetta. Ég vil óska Fram til hamingju. Þeir eru Íslands- og bikarmeistarar og eru þá bara besta liðið.“ Þá var Óskar spurður út í liðsvalið, en Gunnar Róbertsson, sem er fæddur árið 2008, spilaði mínútur fyrir Valsliðið í kvöld. „Ég bara gat ekki hugsað mér að tapa 3-0 og vera ekki búinn að nota þennan dreng. Ég er búinn að spara hann og nota mjög lítið í vetur. Hann er frábær fyrir framan og við ákváðum aðeins að poppa þetta upp. Ætlunin var nú ekki að spila svona mikið 5:1. Við áttum bara að gera betur í kvöld. Við vorum að gera allt of mikið af tæknifeilum.“ „Svo erum við bara klaufar á lokametrunum. Við erum winnerar og áttum bara að klára þetta. Mér fannst markvarslan góð og allir góðir. Þegar það er svona stemning þá er þetta bara skemmtilegast í heimi.“ „Það eru engar afsakanir samt. Fyrsti leikurinn var mikil vonbrigði og vont að tapa heimavellinum. Síðan töpum við með einu á útivelli og mér fannst við vera sjálfum okkur verstir þar. Mér fannst við bara lélegir í þeim leik. Framararnir voru líka góðir, ég er ekki að taka það af þeim.“ Nú er ljóst að þetta var síðasti leikur Óskars sem þjálfari Vals, í bili í það minnsta. Hann hefur verið með liðið undanfarin tvö tímabil, en Ágúst Jóhannsson tekur við keflinu næsta haust. „Þetta eru náttúrlega samtals 22 ár, 14 sem aðalþjálfari held ég. Ég var sáttur við ákvörðunina í október. Þetta var hrikalega gaman, en ég hefði viljað fá fimm leiki. Þetta er bara svo óhugnalega skemmtilegt þegar þú ert kominn í þetta. Maður þarf núna nokkra daga til að jafna sig en ég hef gert þetta oft áður og ekkert vesen. Gústi tekur núna við og þetta er flottur hópur.“ „Við misstum einhverja tíu leikmenn fyrir tímabilið og vorum ömurlegir í haust. Það bjóst enginn við því að við yrðum hérna í úrslitum, en svo vorum við bara ekki nógu góðir í úrslitunum,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Með sigrinum tryggði Fram sér Íslandsmeistaratitilinn og Valsmenn þurfa því að gera sér silfrið að góðu. „Þetta á náttúrulega að vera skemmtilegast í heimi að spila þessa leiki og svo viltu að sjálfsögðu verða meistari. Það er ömurlegt að tapa þessu einvígi 3-0, alveg glatað, því þessi leikur var með mesta passionið fannst mér. Þetta er alltaf erfitt, mjög erfitt, og bara þjáning í marga daga eftir á. En það góða við íþróttirnar er að þú færð sigra og þú færð töp og færð að upplifa þetta allt.“ „Fyrsta árið mitt tapaði ég 3-0 í úrslitum á móti Haukum og svo enda ég þetta svona. Svo hafa verið margir titlar á milli. Svona er þetta. Ég vil óska Fram til hamingju. Þeir eru Íslands- og bikarmeistarar og eru þá bara besta liðið.“ Þá var Óskar spurður út í liðsvalið, en Gunnar Róbertsson, sem er fæddur árið 2008, spilaði mínútur fyrir Valsliðið í kvöld. „Ég bara gat ekki hugsað mér að tapa 3-0 og vera ekki búinn að nota þennan dreng. Ég er búinn að spara hann og nota mjög lítið í vetur. Hann er frábær fyrir framan og við ákváðum aðeins að poppa þetta upp. Ætlunin var nú ekki að spila svona mikið 5:1. Við áttum bara að gera betur í kvöld. Við vorum að gera allt of mikið af tæknifeilum.“ „Svo erum við bara klaufar á lokametrunum. Við erum winnerar og áttum bara að klára þetta. Mér fannst markvarslan góð og allir góðir. Þegar það er svona stemning þá er þetta bara skemmtilegast í heimi.“ „Það eru engar afsakanir samt. Fyrsti leikurinn var mikil vonbrigði og vont að tapa heimavellinum. Síðan töpum við með einu á útivelli og mér fannst við vera sjálfum okkur verstir þar. Mér fannst við bara lélegir í þeim leik. Framararnir voru líka góðir, ég er ekki að taka það af þeim.“ Nú er ljóst að þetta var síðasti leikur Óskars sem þjálfari Vals, í bili í það minnsta. Hann hefur verið með liðið undanfarin tvö tímabil, en Ágúst Jóhannsson tekur við keflinu næsta haust. „Þetta eru náttúrlega samtals 22 ár, 14 sem aðalþjálfari held ég. Ég var sáttur við ákvörðunina í október. Þetta var hrikalega gaman, en ég hefði viljað fá fimm leiki. Þetta er bara svo óhugnalega skemmtilegt þegar þú ert kominn í þetta. Maður þarf núna nokkra daga til að jafna sig en ég hef gert þetta oft áður og ekkert vesen. Gústi tekur núna við og þetta er flottur hópur.“ „Við misstum einhverja tíu leikmenn fyrir tímabilið og vorum ömurlegir í haust. Það bjóst enginn við því að við yrðum hérna í úrslitum, en svo vorum við bara ekki nógu góðir í úrslitunum,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira