Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2025 08:09 Freyja Birgisdóttir er sviðsstjóri matssviðs hjá MMS. Hún segir matsferilinn stærsta framfaraskref Kristinn Ingvarsson Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði voru lögð fyrir 7.000 nemendur í 26 skólum landsins. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að fyrirlögninni hafi verið ætlað að prufukeyra nýtt samræmt námsmat, Matsferil, þannig að hægt verði að leggja ný samræmd próf fyrir nemendur frá 4. bekk og upp úr í öllum grunnskólum landsins næsta vor. Í tilkynningu segir að um sé að ræða fjórtán ný próf, sjö í lesskilningi og sjö í stærðfræði. Prófin verða skyldubundin í 4., 6. og 9. bekk samkvæmt frumvarpi um Matsferil sem nú er til meðferðar á Alþingi. Í tilkynningu segir að fyrirlögnin hafi gengið vel og að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu vinni nú úr niðurstöðunum. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.vísir/vilhelm „Eitt af mínum helstu stefnumálum er að bæta læsi og lesskilning barna – það er undirstaða lærdóms og betri menntun þýðir meiri frami og minni fátækt. Þar gegnir snemmtæk íhlutun lykilhlutverki en til þess þurfum við betri greiningartól. Búið er að undirbyggja vel nýtt námsmat og er nú komið að innleiðingu sem ég mun beita mér fyrir að gangi hratt og snurðulaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningu. Matsferill er safn matstækja sem á að draga upp heildstæða mynd af námslegri stöðu og framförum nemenda, reglulega yfir skólagönguna. Matstækjunum er ætlað að auðvelda starfsfólki skóla að miða kennslu við þarfir hvers barns og tryggja að það fái viðeigandi kennslu og stuðning. Samkvæmt tilkynningu eiga þau að gefa fleiri og fjölbreyttari mælingar á námsframvindu barna og gefa kennurum kost á að bregðast hraðar við þegar börn sýna merki um að dragast aftur úr í námi. Fylgjast með í rauntíma Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í tilkynningunn, segir að líklega sé um að ræða stærsta framfaraskref tengt námsmati íslenskra barna í áratugi. „Það verður auðvitað bylting að geta fylgst með námsframvindu hvers einasta barns nánast í rauntíma og þannig mætt hverju þeirra þar sem þau eru stödd hverju sinni.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Gríðarlega umfangsmikið matskerfi á leið inn í skólakerfið Það er neyðarástand í skólakerfinu vegna þess að hætt var að nota samræmd próf sem viðmiðun fyrir fimmtán árum. Þetta er mat Viðskiptaráðs sem vill taka upp samræmd próf á ný. Menntamálaráðherra segir að nýtt matskerfi verði tekið upp næsta skólaár. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. 30. september 2024 19:01 Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla. 30. september 2024 10:59 „Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Í tilkynningu segir að um sé að ræða fjórtán ný próf, sjö í lesskilningi og sjö í stærðfræði. Prófin verða skyldubundin í 4., 6. og 9. bekk samkvæmt frumvarpi um Matsferil sem nú er til meðferðar á Alþingi. Í tilkynningu segir að fyrirlögnin hafi gengið vel og að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu vinni nú úr niðurstöðunum. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.vísir/vilhelm „Eitt af mínum helstu stefnumálum er að bæta læsi og lesskilning barna – það er undirstaða lærdóms og betri menntun þýðir meiri frami og minni fátækt. Þar gegnir snemmtæk íhlutun lykilhlutverki en til þess þurfum við betri greiningartól. Búið er að undirbyggja vel nýtt námsmat og er nú komið að innleiðingu sem ég mun beita mér fyrir að gangi hratt og snurðulaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningu. Matsferill er safn matstækja sem á að draga upp heildstæða mynd af námslegri stöðu og framförum nemenda, reglulega yfir skólagönguna. Matstækjunum er ætlað að auðvelda starfsfólki skóla að miða kennslu við þarfir hvers barns og tryggja að það fái viðeigandi kennslu og stuðning. Samkvæmt tilkynningu eiga þau að gefa fleiri og fjölbreyttari mælingar á námsframvindu barna og gefa kennurum kost á að bregðast hraðar við þegar börn sýna merki um að dragast aftur úr í námi. Fylgjast með í rauntíma Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í tilkynningunn, segir að líklega sé um að ræða stærsta framfaraskref tengt námsmati íslenskra barna í áratugi. „Það verður auðvitað bylting að geta fylgst með námsframvindu hvers einasta barns nánast í rauntíma og þannig mætt hverju þeirra þar sem þau eru stödd hverju sinni.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Gríðarlega umfangsmikið matskerfi á leið inn í skólakerfið Það er neyðarástand í skólakerfinu vegna þess að hætt var að nota samræmd próf sem viðmiðun fyrir fimmtán árum. Þetta er mat Viðskiptaráðs sem vill taka upp samræmd próf á ný. Menntamálaráðherra segir að nýtt matskerfi verði tekið upp næsta skólaár. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. 30. september 2024 19:01 Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla. 30. september 2024 10:59 „Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Gríðarlega umfangsmikið matskerfi á leið inn í skólakerfið Það er neyðarástand í skólakerfinu vegna þess að hætt var að nota samræmd próf sem viðmiðun fyrir fimmtán árum. Þetta er mat Viðskiptaráðs sem vill taka upp samræmd próf á ný. Menntamálaráðherra segir að nýtt matskerfi verði tekið upp næsta skólaár. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. 30. september 2024 19:01
Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla. 30. september 2024 10:59
„Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47