Upp­gjörið: Fram - Tinda­stóll 1-0 | Muri­elle tryggði sigurinn í blá­lokin

Pálmi Þórsson skrifar
Murielle tryggði sigurinn gegn sínum gömlu félögum.
Murielle tryggði sigurinn gegn sínum gömlu félögum. Vísir/Ernir

Markadrottningin Murielle Tiernan tryggði nýliðum Fram 1-0 sigur á Tindastól, sínu gamla félagi, þegar liðin mættust í 7. umferð Bestu deild kvenna í knattspyrnu. 

Það var svokallaður sex stiga leikur á Lambhagavelli í kvöld. Fyrir lei voru liðin jöfn að stigum og ef allt færi vel hjá öðru liðinu þá mögulega gat það lyft sér upp í efri hlutann.

Leikurinn fór mjög hægt af stað og voru bæði lið að þreifa full mikið sér. Lítið var um færi fyrst um sinn en svo þegar leið á fyrri hálfleikinn þá fóru liðin skapa meira. Framarar voru líklegri og áttu meðal annars skot í slá. Hins vegar var marklaust eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur var bara svipað rólega af stað. Lítið um dauðafæri og bæði lið mjög vel skipulögð til baka. Sennilega voru bæði lið bara orðin sátt með eitt stig. Á 68. mínútu komst Kamila Pickett í gott færi en Genevieve Crenshaw varði listavel.

Þetta voru stærstu tíðindi seinni hálfleiks og allt stefndi í jafntefli. En svo í uppbótatíma komst Fram í sókn, boltinn var sendur fyrir og þar dúkkaði upp Murielle Tiernan sem stýrði boltanum lista vel í netið og skoraði þar sem sigur markið. Gríðarlega mikilvæg þrjú stig fyrir Fram en Stóla stúlkur sennilega rændar einum punkti.

Atvik leiksins

Atvikið er klárlega sigurmarkið en það skoraði Murielle Tiernan alveg í blálokin þegar eiginlega allir á vellinum voru búin að sættast á mjög sanngjarnt jafntefli.

Dómarar

Bríet Bragadóttir var með flautuna og var með góða stjórn á leiknum. Óskar Smári vildi fá víti á 68. mínútu en réttilega dæmdi hún það ekki. Sigurður Schram og Lars Davíð voru með flöggin og ekkert hægt að setja út á þá heldur.

Stemmning og umgjörð

Stemmingin á vellinum var allt í lagi en leikurinn var frekar daufur eins og fram hefur komið.

Stj ö rnur og skú rkar

Murielle Tiernan er klárlega stjarnan eftir glæsilegt sigurmark en erfitt að nefna einhvern skúrk.

„Ótrúlega hamingjusamur að fá þrjú stig”

Óskar Smári var að vonum glaður eftir leik.Vísir/Anton Brink

„Ótrúlega hamingjusamur að fá þrjú stig. Frammistaðan bara mjög góð.”

En hann var mun sáttari með fyrri hálfleik en þann seinni þó svo að sigurmarkið hafi komið seint.En hvað var það sem hann var svona ánægður með í fyrri hálfleik?

„Hvernig við létum boltar rúlla. Hvað við vorum að fá mikið af færum. Við vorum að opna þær mjög vel. Og gera hluti sem við erum búin að vera æfa alla vikuna,” sagði Óskar brattur en seinni hálfleikurinn var ekki eins góður. 

„Stólaliðið beit betur frá sér. Voru nær okkur og gerði okkur erfiðara að halda boltanum.”

Murielle Tiernan skoraði eins og hefur verið ritað sigurmarkið seint í leiknum.

„Við vinnum boltann á miðjunni. Ólína Ágústa á sendingu á Söru sem setur hann í svæði og Murielle skorar á nærstöngina. Bara gríðarlega fallegt og gott mark”.

Óskar Smári er Skagfirðingur og Bryndís Rut Fyrirliði er systir hans og fannst honum erfiðrar en hann hélt að mæta henni.

„Ég skal vera heiðarlegur. Ég hélt þetta yrði allt öðruvísi. Þetta átti að vera gaman og skemmtilegt en þetta var bar mjög erfitt,” sagði Óskar sem brotnaði næstum því niður.

Halldór Jón Sigurðsson

Donni hefur fengið nóg af því að fá sig mark í uppbótartíma.Vísir/Anton Brink

„Virkilega súrt tap. Þriðji leikurinn á þessu tímabili sem við töpum í uppbótartíma og það er glatað. Eitt færi og eitt mark,” sagði Halldór Sigurðsson virkilega súr eftir mjög svo súrt tap.

Leikurinn var einmitt mjög lokaður en er hægt að segja að bæði lið hafi verið vel skipulögð varnarlega? 

„Jújú við getum alveg gert það eða eitthvað annað. Þetta var bara núll núll leikur. Við fengum dauðafæri fyrri hálfleik einn á móti markmanni og þær fengu þetta eina færi og þetta hefði bara átt að núllast út. En stundum dettur þetta og stundum ekki.”

Eins og Donni sagði strax eftir leik að þá er þetta þriðji leikurinn sem þær tapa í uppbótartíma en er hægt að útskýra það með lélegu formi? 

„Það væri voða vinsælt að gera það. En það er sennilega af því að við erum að reyna að sækja til sigurs líka. Kannski einhver úr stöðu en ég veit ekkert afhverju það er. Það veit það náttúrulega engin sama hvern þú spyrð.”

Murielle í leik gegn Þrótti.Vísir/Anton Brink

„Gott að vinna eftir erfiðar 90 mínútur og bara þetta eina mark sem skilur liðin af,” sagði Murielle eftir leik.

„Góð uppbygging kannski? Ég man ekkert nema að Sara fékk hann og kom með frábæra sendingu fyrir sem ég stýrði bara í markið.”

En í þessum liðum eru tveir góðir framherjar. Murielle í Fram og síðan Makala Woods í Tindastól en þær komust lítið í færi í leiknum. 

„Boltin var bara mikið á miðjunni. Bæði lið að slást um boltann og reyna að ná stjórn á leiknum. En síðan erum við báðar leikmenn augnabliksins. Við þurfum ekki að vera mikið í boltanum bara klárar þegar tíminn kemur.”

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira