Íslenski boltinn

„Finnst áran yfir þessu Þróttara­liði virki­lega góð“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hafa byrjað af krafti.
Hafa byrjað af krafti. Vísir/Diego

Stóru orðin voru ekki spöruð þegar lið Þróttar í Bestu deild kvenna var rætt í Bestu mörkunum eftir öruggan 4-1 sigur liðsins á FH á dögunum. Liðið er í 2. sæti með 16 stig líkt og topplið Breiðabliks sem er þó með betri markatölu.

„Mér finnst þessi leikur alveg smá yfirlýsing. Talandi um áru, þá finnst mér áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð. Mikil orka í þeim, stemmning, þær eru þéttar, erfitt að brjóta þær. Eru búnar að fá á sig jafn mörg mörk og Breiðablik, fimm,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir um lið Þróttar.

„Þær tala um að það sé góð stemmning í hópnum. Mér finnst maður sjá það. Ólafur (Kristjánsson, þjálfari Þróttar) er fastheldinn á byrjunarlið, hann er ekkert mikið að breyta. Og það þarf þess heldur ekki.“

„Það hefur líka oft sýnt sig að það er leiðin. Ef þú getur haldið stöðugleika.“

Klippa: Bestu mörkin: „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“

Umræðu Bestu markanna um frábæra byrjun Þróttar má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×