Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2025 14:21 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra eldhressar að undirskrift lokinni. Stjr Nýtt áttatíu rýma hjúkrunarheimili mun rísa við Þursaholt 2 á Akureyri. Miðað er við að framkvæmdir á Akureyri hefjist árið 2026 þannig að taka megi hjúkrunarheimilið í notkun í árslok árið 2028. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu samkomulag þess efnis í dag og skoðuðu byggingarstaðinn ásamt fulltrúum úr bæjarstjórn, öldungaráði og stjórn félags eldri borgara á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. Þar segir að samkvæmt samningunum útvegi Akureyrarbær ríkinu lóðina og á næstunni verði auglýst eftir aðila til að byggja hjúkrunarheimilið. Hjúkrunarheimilið mun rísa við Þursaholt 2 á Akureyri. stjr „Ríkið mun síðan leigja húsið með leigusamningi til 20-30 ára. Þursaholt er talin afar hentug staðsetning, þar sem innviðir eru þegar til staðar. Þá mun Akureyrarbær afhenda lóð við Þursaholt 4-12 fyrir byggingu íbúða og þjónustu fyrir eldra fólk byggt á hugmyndafræði um lífsgæðakjarna,“ segir í tilkynningunni. „Ég er afar ánægð með að nýtt hjúkrunarheimili rísi á Akureyri og óska Akureyringum hjartanlega til hamingju. Gríðarleg þörf hefur verið fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimila á Íslandi og nú er verkstjórn tekin við sem setur málið á dagskrá. Uppbygging hjúkrunarheimila er nú hafin fyrir alvöru,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. „Það er ánægjulegt að sjá þetta mikilvæga verkefni verða að veruleika í góðu samstarfi við ríkið. Bygging nýs hjúkrunarheimilis er mikið framfaraskref fyrir Akureyri og skiptir máli fyrir alla bæjarbúa – ekki síst eldra fólk og aðstandendur þeirra. Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta þjónustu við eldri borgara og þetta verkefni er stór þáttur í þeirri vegferð,“ er haft eftir Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóri Akureyrar. Síðar í dag heldur ráðherra á Húsavík þar sem hún undirritar samning við sveitarstjóra Norðurþings vegna hjúkrunarheimilis við Auðbrekku á Húsavík. Stjr Hjúkrunarheimili Akureyri Eldri borgarar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu samkomulag þess efnis í dag og skoðuðu byggingarstaðinn ásamt fulltrúum úr bæjarstjórn, öldungaráði og stjórn félags eldri borgara á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. Þar segir að samkvæmt samningunum útvegi Akureyrarbær ríkinu lóðina og á næstunni verði auglýst eftir aðila til að byggja hjúkrunarheimilið. Hjúkrunarheimilið mun rísa við Þursaholt 2 á Akureyri. stjr „Ríkið mun síðan leigja húsið með leigusamningi til 20-30 ára. Þursaholt er talin afar hentug staðsetning, þar sem innviðir eru þegar til staðar. Þá mun Akureyrarbær afhenda lóð við Þursaholt 4-12 fyrir byggingu íbúða og þjónustu fyrir eldra fólk byggt á hugmyndafræði um lífsgæðakjarna,“ segir í tilkynningunni. „Ég er afar ánægð með að nýtt hjúkrunarheimili rísi á Akureyri og óska Akureyringum hjartanlega til hamingju. Gríðarleg þörf hefur verið fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimila á Íslandi og nú er verkstjórn tekin við sem setur málið á dagskrá. Uppbygging hjúkrunarheimila er nú hafin fyrir alvöru,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. „Það er ánægjulegt að sjá þetta mikilvæga verkefni verða að veruleika í góðu samstarfi við ríkið. Bygging nýs hjúkrunarheimilis er mikið framfaraskref fyrir Akureyri og skiptir máli fyrir alla bæjarbúa – ekki síst eldra fólk og aðstandendur þeirra. Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta þjónustu við eldri borgara og þetta verkefni er stór þáttur í þeirri vegferð,“ er haft eftir Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóri Akureyrar. Síðar í dag heldur ráðherra á Húsavík þar sem hún undirritar samning við sveitarstjóra Norðurþings vegna hjúkrunarheimilis við Auðbrekku á Húsavík. Stjr
Hjúkrunarheimili Akureyri Eldri borgarar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira