Viðskipti erlent

X-ið hans Musk virðist liggja niðri

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Komast lesendur inn á X?
Komast lesendur inn á X? EPA

Fjöldi notenda samfélagsmiðilsins X, áður Twitter, hefur átt í erfiðleikum með að komast inn á miðilinn eftir hádegi í dag. 

Reuters greinir frá biluninni en samkvæmt vefsíðunni Down Detector, sem safnar upplýsingum um bilanir á hinum ýmsu vefsíðum og miðlum, hafa 25 þúsund meldingar um vandræði við að komast inn á miðilinn borist. Þá hafa fréttamenn á fréttastofu Vísis ekki komist inn á miðilinn eftir hádegi. 

X er í eigu auðjöfursins Elon Musk, en hann festi kaup á miðlinum árið 2022 þegar hann hét ennþá Twitter. Í júlí 2023 breytti hann nafni hans í X. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×