Nýr meirihluti komi ekki til greina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. maí 2025 12:14 Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. aðsend Oddviti Í-listans sem var með eins manns meirihluta áður en hann féll á þriðjudag segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður í bæjarstjórn. Andinn í bæjarstjórn sé góður þrátt fyrir væringar. Meirihluti Ísafjarðarbæjar féll á þriðjudag eftir að Þorbjörn H. Jóhannesson sem var hjá Í-listanum ákvað að hætta að styðja meirihlutann. Ástæðuna sagði Þorbjörn vera framkomu sumra starfsmanna listans í hans garð. Þorbjörn hafði þá verið í meirihlutanum í aðeins þrjá mánuði en hann tók við sæti í bæjarstjórn af Örnu Láru Jónsdóttur, þáverandi bæjarstjóra, sem tók sæti á þingi fyrir Samfylkinguna í lok nóvember. Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ, segir góðan anda vera til staðar þrátt fyrir væringar vikunnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að missa Þorbjörn en það er mjög góður samstarfsandi bæði innan meirihlutans og við hina flokkana.“ Í-listinn var áður með eins manns meirihluta í bænum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru í minnihluta. Gylfi segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður. „Í bæjarstjórn verður meirihlutinn óbreyttur en það liggur fyrir svona munnlegt samkomulag um að bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn munu styðja núverandi meirihluta. Það verða einhverjar smávægilegar stólabreytingar í kringum það. Stóru embættin verða þó óbreytt. Formaður bæjarráðs og bæjarstjórinn verður sá sami.“ Stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar verður því sú sama næsta árið fram að sveitastjórnarkosningum og starfsemin mun að mestu ganga sinn vanagang. „Það er þannig að það hefur verið mjög góður samhljómur í bæjarstjórninni síðustu þrjú ár. Við höfum vissulega verið að vinna eftir stefnuyfirlýsingu Í-listans en við höfum komið til móts við óskir, hugmyndir og ábendingar Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna. Þetta hefur gengið bara mjög vel og mun halda áfram að ganga mjög vel.“ Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Meirihluti Ísafjarðarbæjar féll á þriðjudag eftir að Þorbjörn H. Jóhannesson sem var hjá Í-listanum ákvað að hætta að styðja meirihlutann. Ástæðuna sagði Þorbjörn vera framkomu sumra starfsmanna listans í hans garð. Þorbjörn hafði þá verið í meirihlutanum í aðeins þrjá mánuði en hann tók við sæti í bæjarstjórn af Örnu Láru Jónsdóttur, þáverandi bæjarstjóra, sem tók sæti á þingi fyrir Samfylkinguna í lok nóvember. Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ, segir góðan anda vera til staðar þrátt fyrir væringar vikunnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að missa Þorbjörn en það er mjög góður samstarfsandi bæði innan meirihlutans og við hina flokkana.“ Í-listinn var áður með eins manns meirihluta í bænum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru í minnihluta. Gylfi segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður. „Í bæjarstjórn verður meirihlutinn óbreyttur en það liggur fyrir svona munnlegt samkomulag um að bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn munu styðja núverandi meirihluta. Það verða einhverjar smávægilegar stólabreytingar í kringum það. Stóru embættin verða þó óbreytt. Formaður bæjarráðs og bæjarstjórinn verður sá sami.“ Stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar verður því sú sama næsta árið fram að sveitastjórnarkosningum og starfsemin mun að mestu ganga sinn vanagang. „Það er þannig að það hefur verið mjög góður samhljómur í bæjarstjórninni síðustu þrjú ár. Við höfum vissulega verið að vinna eftir stefnuyfirlýsingu Í-listans en við höfum komið til móts við óskir, hugmyndir og ábendingar Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna. Þetta hefur gengið bara mjög vel og mun halda áfram að ganga mjög vel.“
Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira