Veður

Rigning í kortunum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hlýjast verður sunnan- og suðaustan til í dag. 
Hlýjast verður sunnan- og suðaustan til í dag.  Vísir/Vilhelm

Yfir landinu er grunn lægð sem hreyfist lítið. Í dag má búast við fremur hægri og breytilegri átt og skýjað verður á flestöllu landinu. 

Veðurfræðingur Veðurstofunnar spáir súld eða dálítilli rigningu um landið norðanvert í kvöld, en sums staðar skúrum sunnan heiða.

Á morgun má búast við skúrum allvíða, en undir kvöld er spáð rigningu á Austfjörðum og Suðausturlandi. Hiti verður á bilinu 5 til 13 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Norðan og norðaustan 5-13 m/s, en hægari suðvestantil. Skýjað og dálitlar skúrir, hiti 5 til 12 stig.

Á þriðjudag:

Fremur hæg breytileg átt, en norðaustan 5-13 við norðurströndina. Súld eða dálítil rigning með köflum, hiti 7 til 13 stig.

Á miðvikudag, fimmtudag (uppstigningardag) og föstudag:

Breytileg átt og víða skúrir, einkum síðdegis. Svipaður hiti áfram.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×