Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2025 14:04 Grundarbæjarbær leitar nú eftir kauptilboðum í byggingarrétt á miðbæjarreit með góðu útsýni til eins frægasta fjalls í heimi, Kirkjufells eins og segir í auglýsingu vegna kauptilboðanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill hugur er í bæjarstjórn Grundafjarðarbæjar og íbúum staðarins því nú er stefnt á að byggja upp glæsilegan miðbæ á staðnum. Í því skyni leitar bæjarfélagið nú eftir kauptilboðum í byggingarrétt á miðbæjarreit með góðu útsýni til eins frægasta fjalls í heimi, Kirkjufells eins og segir í auglýsingu vegna kauptilboðanna. Grundarfjarðarbær ætlar sér stóra hluti með byggingu nýs miðbæs í miðbæjarreit bæjarfélagsins, sem er vel staðsettur í hjarta miðbæjarins á gatnamótum við Grundargötu, sem er þjóðleið um Snæfellsnes. Stærð lóðarinnar er um 2.500 fermetrar en um er að ræða fjórar samliggjandi lóðir á besta stað í bænum. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri veit allt um miðbæjarmálið í Grundarfirði. „Við erum að auglýsa lóðirnar í því skyni að það verði byggð upp miðbæjarþjónusta, þar að segja hús, sem að geta hýst allskonar þjónustu, verslun og síðan íbúðir í bland. Og það er farið aðra leið en við erum kannski vön að fara, að auglýsa bara einfaldlega lóðir og vonast til að einhver sæki um því við erum líka að halda fram þeim gæðum, sem hér er að finna,” segir Björg. Bæjarstjórinn segist hafa tröllatrú á verkefninu í ljósi þess hvað Snæfellsnes er vinsæll staður, ekki síst hjá ferðafólki og að það sé mjög öflug ferðaþjónusta á svæðinu. „Já og við vitum það að Snæfellsnes á mjög mikið inni og við finnum fyrir auknum þunga og áhuga á Snæfellsnesi, þannig að þetta er þá líka okkar leið til að segja að þetta helst í hendur við aðra uppbyggingu eins og beint fyrir ferðaþjónustu,” segir Björg. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Tilboð í lóðirnar verða opnuð fimmtudaginn 5. júní næstkomandi.Aðsend En finnur þú á íbúum í Grundarfirði að þeir séu stemmdir fyrir þessu og vilji fá miðbæ? „Já, við erum auðvitað að vinna eftir aðalskipulagi og í þeirri vinnu á sínum tíma fyrir fyrir 2020 eða í kringum 2020 þá kalla íbúar eftir huggulegum miðbæ og uppbyggingu á miðbæ, eitthvað, sem segir manni að hér sé hjarta bæjarins og þar sé huggulegt og gott að vera,” segir Björg bæjarstjóri. Hér má sjá nokkur kennileiti í Grundarfirði.Aðsend Heimasíða bæjarfélagsins Grundarfjörður Skipulag Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Grundarfjarðarbær ætlar sér stóra hluti með byggingu nýs miðbæs í miðbæjarreit bæjarfélagsins, sem er vel staðsettur í hjarta miðbæjarins á gatnamótum við Grundargötu, sem er þjóðleið um Snæfellsnes. Stærð lóðarinnar er um 2.500 fermetrar en um er að ræða fjórar samliggjandi lóðir á besta stað í bænum. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri veit allt um miðbæjarmálið í Grundarfirði. „Við erum að auglýsa lóðirnar í því skyni að það verði byggð upp miðbæjarþjónusta, þar að segja hús, sem að geta hýst allskonar þjónustu, verslun og síðan íbúðir í bland. Og það er farið aðra leið en við erum kannski vön að fara, að auglýsa bara einfaldlega lóðir og vonast til að einhver sæki um því við erum líka að halda fram þeim gæðum, sem hér er að finna,” segir Björg. Bæjarstjórinn segist hafa tröllatrú á verkefninu í ljósi þess hvað Snæfellsnes er vinsæll staður, ekki síst hjá ferðafólki og að það sé mjög öflug ferðaþjónusta á svæðinu. „Já og við vitum það að Snæfellsnes á mjög mikið inni og við finnum fyrir auknum þunga og áhuga á Snæfellsnesi, þannig að þetta er þá líka okkar leið til að segja að þetta helst í hendur við aðra uppbyggingu eins og beint fyrir ferðaþjónustu,” segir Björg. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Tilboð í lóðirnar verða opnuð fimmtudaginn 5. júní næstkomandi.Aðsend En finnur þú á íbúum í Grundarfirði að þeir séu stemmdir fyrir þessu og vilji fá miðbæ? „Já, við erum auðvitað að vinna eftir aðalskipulagi og í þeirri vinnu á sínum tíma fyrir fyrir 2020 eða í kringum 2020 þá kalla íbúar eftir huggulegum miðbæ og uppbyggingu á miðbæ, eitthvað, sem segir manni að hér sé hjarta bæjarins og þar sé huggulegt og gott að vera,” segir Björg bæjarstjóri. Hér má sjá nokkur kennileiti í Grundarfirði.Aðsend Heimasíða bæjarfélagsins
Grundarfjörður Skipulag Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira