Áhrif breytinga á veiðigjaldi – staðreyndir og áhrif nýs frumvarps Viðar Elíasson skrifar 26. maí 2025 08:33 Á undanförnum árum hefur sífellt verið reynt að þrýsta á um hækkun veiðigjalda með rangfærslum og ósönnum fullyrðingum. Nú liggur fyrir frumvarp sem felur í sér stórfellda hækkun á veiðigjöldum og byggir á fullkomlega óraunhæfum forsendum. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja fundaði nýverið með þingmönnum Suðurkjördæmis. Þar útskýrðum við annars vegar ranga útreikninga sem liggja að baki frumvarpinu og hins vegar hvaða alvarlegu afleiðingar þessi aðgerð mun hafa, ekki bara fyrir sjávarútveginn heldur allt samfélagið í Eyjum. Þingmenn Miðflokks, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Flokks fólksins mættu á fundinn og eiga þeir þakkir skyldar fyrir samtalið. En staðreyndir málsins verða að tala sínu máli: Allar niðurstöður og útreikningar sem hér liggja til grundvallar byggja á staðreyndum og ítarlegum útreikningum. Staðreyndirnar eru þessar: Veiðigjöld hafa hækkað undanfarin ár þrátt fyrir minni heildarafla. Það þýðir að veiðigjöld á kíló hafa hækkað. Fullyrðingar um að þau standi ekki undir kostnaði ríkisins við greinina eru rangar. Það er rangt að miða við verð á norskum uppboðsmörkuðum eða fiskmörkuðum sem réttmætan grundvöll fyrir útreikning á veiðigjaldi. Sú fullyrðing að útgerðin haldi eftir 2/3 af hagnaði stenst ekki skoðun. Allt sem greinin hefur skapað byggir á miklum fjárfestingum og raunverulegum rekstrarlegum forsendum. Þetta staðfestir samanburður á rekstrarafkomu fyrirtækja í Vestmannaeyjum í útgerð, þjónustu og iðnaði yfir 10 ára tímabil þar sem fram kemur að enginn munur sé á ávöxtun þeirra og því enga auðlindarentu að finna. Hækkun á veiðigjaldi – hversu langt á það að ganga? Veiðigjöld hafa hækkað milli ára, þrátt fyrir minnkandi heildarafla. Nú þegar eru veiðigjöld um 10 milljarðar króna í fjármálaáætlun fyrir árið 2025 og öll áform stjórnvalda ganga út á að hækka þau enn frekar. Greining okkar sýnir hins vegar að raunveruleg veiðigjöld, með óbreyttu kerfi, munu verða talsvert hærri fyrir árið 2025 en við teljum að líklegt að atvinnuvegaráðuneytið vanmeti veiðigjöldin í útreikningi sínum. Í frumvarpi til breytinga á lögum um veiðigjald er því haldið fram að innheimt veiðigjöld fyrir árið 2023 hafi ekki staðið undir kostnaði ríkisins. Þessi fullyrðing um að tekjur ríkisins af veiðigjöldum standi ekki undir kostnaði stenst enga skoðun, hvorki eigið mat stjórnvalda né skv. greiningu SFS á kostnaði við greinina. Hvað er raunverulegt verðmæti? Í frumvarpinu er því ranglega haldið fram að núverandi kerfi endurspegli ekki raunverulegt fiskverð. Þetta er hreinn tilbúningur. Á Íslandi hefur í áratugi gilt mjög skýrt fyrirkomulag um hvernig verðmyndun fer fram á milli útgerða og fiskvinnslu. Það er ákveðið með lögum og í kjarasamningum, síðan sér Verðlagsstofa skiptaverðs til þess að öllu sé rétt framfylgt. Allar tilraunir stjórnvalda til að smygla inn gögnum um verð frá öðrum löndum, eða rugla saman ólíkum markaðsaðstæðum, eru tilraun til að réttlæta ósanngjarna skattheimtu. Í þorski og ýsu er fiskverðið ákveðið sem 80% af meðalverði sömu tegunda á fiskmarkaði síðustu þriggja mánaða. Markmiðið er að verðið sem fiskvinnslan greiðir fyrir fiskinn sé um 55% af heildartekjum fiskvinnslunnar. Þetta kerfi tryggir jafnvægi og sanngirni og er rýnt og uppfært reglulega með aðkomu sjómanna, útgerðar og Verðlagsstofu skiptaverðs. Í uppsjávarfiski byggist verðlagning á raunverulegu endanlegu söluverði afurða. Við útskýrðum fyrir þingmönnunum með tölum og gögnum hvernig samanburður ráðuneytisins á makríl milli Noregs og Íslands er rangur. Auk þess útskýrðum við að sömu gögn um samanburð á síld og kolmunna væru ekki nægjanlega góð til að við gætum nokkuð fullyrt um niðurstöðuna. Samanburður við aðrar þjóðir án þess að taka tillit til ólíkra framleiðsluaðferða, markaða, birgða eða afleiddra verðmæta er einfaldlega blekking. Ef notast væri við hráefnisverð á uppsjávarfiski að norrænni fyrirmynd, eins og frumvarpið boðar, myndi hráefniskostnaður fiskvinnslunnar hlaupa upp í 75–110% af afurðaverði. Slíkt er hvorki raunhæft né eðlilegt. Að ætla að lögfesta slíkt er ábyrgðarlaust og dregur kjarkinn úr atvinnugrein sem hefur byggt upp lífsskilyrði heilla byggðarlaga. Bein og afdráttarlaus áhrif Íslendingar eru meðal leiðandi þjóða í heiminum í tækni og framleiðni í fiskvinnslu. Samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu er þegar skert í samanburði við aðra vegna hærri launakostnaðar og aukinna álaga. Eina leiðin til þess að mæta samkeppni, á sama tíma og áhersla er á verðmætasköpun heima fyrir, er að fjárfesta í nýjustu tækni og auka framleiðni. Fjárfesting í hátæknivinnslum hefur stóraukið framleiðni í fiskvinnslu og tryggt samkeppnishæfni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Ef frumvarpið verður að lögum grefur það undan samkeppnisstöðu greinarinnar, fjárfestingar stöðvast, verðmætasköpun minnkar og störfum í fiskvinnslu fækkar verulega fyrir utan afleiðingar á tengdar greinar um allt land sem og á tekjur sveitarfélaga. Er ofurhagnaður í íslenskum sjávarútvegi? Fullyrðingar um umframhagnað eða auðlindarentu eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Ítarleg greining okkar á rekstri útgerðar í Vestmannaeyjum sem stunduðu bæði bolfisk- og uppsjávarveiðar á árunum 2019-2024 sýnir að veiðigjöld hafa verið 48% af hagnaði tímabilsins. Ef það frumvarp sem nú liggur fyrir hefði verið í gildi á þessu sama tímabili þá hefðu veiðigjöld numið 99% af hagnaði tímabilsins. Það er því augljóst að fullyrðingin um að 2/3 af hagnaði útgerða sitji eftir í fyrirtækjunum er einfaldlega röng. Það eru engar forsendur fyrir því að tala með þeim hætti, hvorki með tilliti til rauntalna né rekstrarreynslu þeirra sem starfa í greininni. Það er útilokað að byggja upp fyrirtæki, fjárfesta eða skapa ný störf við slíkar aðstæður. Svona skattheimta bítur fyrst og fremst á landsbyggðina, fólkið sem vinnur í greininni og alla þjónustuaðila. Á endanum verður það íslenskt samfélag sem tapar. Rótin að verðmætasköpun – fjárfesting og endurnýjun Á síðasta áratug hafa sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum fjárfest yfir 40 milljörðum í skipum, búnaði og tækni. Þessar fjárfestingar eru forsenda verðmætasköpunar, nýsköpunar og áframhaldandi lífs í sjávarútvegi. Ef svigrúm til slíkra fjárfestinga hverfur þá hverfa verðmætin með. Þessum staðreyndum verður ekki á móti mælt. Að lokum Það er skýlaus krafa Útvegsbændafélags Vestmannaeyja að ákvarðanir stjórnvalda séu byggðar á staðreyndum, ekki tilviljanakenndum fullyrðingum eða skammtímapólitík. Veiðigjaldafrumvarpið byggir á röngum forsendum, ósanngjörnum samanburði og gengur gegn hagsmunum landsmanna allra. Ef ekki verður hætt við þessa stefnu má búast við stórfelldum skaða á atvinnulífi, búsetu og verðmætasköpun í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Útvegsbændafélag Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur sífellt verið reynt að þrýsta á um hækkun veiðigjalda með rangfærslum og ósönnum fullyrðingum. Nú liggur fyrir frumvarp sem felur í sér stórfellda hækkun á veiðigjöldum og byggir á fullkomlega óraunhæfum forsendum. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja fundaði nýverið með þingmönnum Suðurkjördæmis. Þar útskýrðum við annars vegar ranga útreikninga sem liggja að baki frumvarpinu og hins vegar hvaða alvarlegu afleiðingar þessi aðgerð mun hafa, ekki bara fyrir sjávarútveginn heldur allt samfélagið í Eyjum. Þingmenn Miðflokks, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Flokks fólksins mættu á fundinn og eiga þeir þakkir skyldar fyrir samtalið. En staðreyndir málsins verða að tala sínu máli: Allar niðurstöður og útreikningar sem hér liggja til grundvallar byggja á staðreyndum og ítarlegum útreikningum. Staðreyndirnar eru þessar: Veiðigjöld hafa hækkað undanfarin ár þrátt fyrir minni heildarafla. Það þýðir að veiðigjöld á kíló hafa hækkað. Fullyrðingar um að þau standi ekki undir kostnaði ríkisins við greinina eru rangar. Það er rangt að miða við verð á norskum uppboðsmörkuðum eða fiskmörkuðum sem réttmætan grundvöll fyrir útreikning á veiðigjaldi. Sú fullyrðing að útgerðin haldi eftir 2/3 af hagnaði stenst ekki skoðun. Allt sem greinin hefur skapað byggir á miklum fjárfestingum og raunverulegum rekstrarlegum forsendum. Þetta staðfestir samanburður á rekstrarafkomu fyrirtækja í Vestmannaeyjum í útgerð, þjónustu og iðnaði yfir 10 ára tímabil þar sem fram kemur að enginn munur sé á ávöxtun þeirra og því enga auðlindarentu að finna. Hækkun á veiðigjaldi – hversu langt á það að ganga? Veiðigjöld hafa hækkað milli ára, þrátt fyrir minnkandi heildarafla. Nú þegar eru veiðigjöld um 10 milljarðar króna í fjármálaáætlun fyrir árið 2025 og öll áform stjórnvalda ganga út á að hækka þau enn frekar. Greining okkar sýnir hins vegar að raunveruleg veiðigjöld, með óbreyttu kerfi, munu verða talsvert hærri fyrir árið 2025 en við teljum að líklegt að atvinnuvegaráðuneytið vanmeti veiðigjöldin í útreikningi sínum. Í frumvarpi til breytinga á lögum um veiðigjald er því haldið fram að innheimt veiðigjöld fyrir árið 2023 hafi ekki staðið undir kostnaði ríkisins. Þessi fullyrðing um að tekjur ríkisins af veiðigjöldum standi ekki undir kostnaði stenst enga skoðun, hvorki eigið mat stjórnvalda né skv. greiningu SFS á kostnaði við greinina. Hvað er raunverulegt verðmæti? Í frumvarpinu er því ranglega haldið fram að núverandi kerfi endurspegli ekki raunverulegt fiskverð. Þetta er hreinn tilbúningur. Á Íslandi hefur í áratugi gilt mjög skýrt fyrirkomulag um hvernig verðmyndun fer fram á milli útgerða og fiskvinnslu. Það er ákveðið með lögum og í kjarasamningum, síðan sér Verðlagsstofa skiptaverðs til þess að öllu sé rétt framfylgt. Allar tilraunir stjórnvalda til að smygla inn gögnum um verð frá öðrum löndum, eða rugla saman ólíkum markaðsaðstæðum, eru tilraun til að réttlæta ósanngjarna skattheimtu. Í þorski og ýsu er fiskverðið ákveðið sem 80% af meðalverði sömu tegunda á fiskmarkaði síðustu þriggja mánaða. Markmiðið er að verðið sem fiskvinnslan greiðir fyrir fiskinn sé um 55% af heildartekjum fiskvinnslunnar. Þetta kerfi tryggir jafnvægi og sanngirni og er rýnt og uppfært reglulega með aðkomu sjómanna, útgerðar og Verðlagsstofu skiptaverðs. Í uppsjávarfiski byggist verðlagning á raunverulegu endanlegu söluverði afurða. Við útskýrðum fyrir þingmönnunum með tölum og gögnum hvernig samanburður ráðuneytisins á makríl milli Noregs og Íslands er rangur. Auk þess útskýrðum við að sömu gögn um samanburð á síld og kolmunna væru ekki nægjanlega góð til að við gætum nokkuð fullyrt um niðurstöðuna. Samanburður við aðrar þjóðir án þess að taka tillit til ólíkra framleiðsluaðferða, markaða, birgða eða afleiddra verðmæta er einfaldlega blekking. Ef notast væri við hráefnisverð á uppsjávarfiski að norrænni fyrirmynd, eins og frumvarpið boðar, myndi hráefniskostnaður fiskvinnslunnar hlaupa upp í 75–110% af afurðaverði. Slíkt er hvorki raunhæft né eðlilegt. Að ætla að lögfesta slíkt er ábyrgðarlaust og dregur kjarkinn úr atvinnugrein sem hefur byggt upp lífsskilyrði heilla byggðarlaga. Bein og afdráttarlaus áhrif Íslendingar eru meðal leiðandi þjóða í heiminum í tækni og framleiðni í fiskvinnslu. Samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu er þegar skert í samanburði við aðra vegna hærri launakostnaðar og aukinna álaga. Eina leiðin til þess að mæta samkeppni, á sama tíma og áhersla er á verðmætasköpun heima fyrir, er að fjárfesta í nýjustu tækni og auka framleiðni. Fjárfesting í hátæknivinnslum hefur stóraukið framleiðni í fiskvinnslu og tryggt samkeppnishæfni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Ef frumvarpið verður að lögum grefur það undan samkeppnisstöðu greinarinnar, fjárfestingar stöðvast, verðmætasköpun minnkar og störfum í fiskvinnslu fækkar verulega fyrir utan afleiðingar á tengdar greinar um allt land sem og á tekjur sveitarfélaga. Er ofurhagnaður í íslenskum sjávarútvegi? Fullyrðingar um umframhagnað eða auðlindarentu eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Ítarleg greining okkar á rekstri útgerðar í Vestmannaeyjum sem stunduðu bæði bolfisk- og uppsjávarveiðar á árunum 2019-2024 sýnir að veiðigjöld hafa verið 48% af hagnaði tímabilsins. Ef það frumvarp sem nú liggur fyrir hefði verið í gildi á þessu sama tímabili þá hefðu veiðigjöld numið 99% af hagnaði tímabilsins. Það er því augljóst að fullyrðingin um að 2/3 af hagnaði útgerða sitji eftir í fyrirtækjunum er einfaldlega röng. Það eru engar forsendur fyrir því að tala með þeim hætti, hvorki með tilliti til rauntalna né rekstrarreynslu þeirra sem starfa í greininni. Það er útilokað að byggja upp fyrirtæki, fjárfesta eða skapa ný störf við slíkar aðstæður. Svona skattheimta bítur fyrst og fremst á landsbyggðina, fólkið sem vinnur í greininni og alla þjónustuaðila. Á endanum verður það íslenskt samfélag sem tapar. Rótin að verðmætasköpun – fjárfesting og endurnýjun Á síðasta áratug hafa sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum fjárfest yfir 40 milljörðum í skipum, búnaði og tækni. Þessar fjárfestingar eru forsenda verðmætasköpunar, nýsköpunar og áframhaldandi lífs í sjávarútvegi. Ef svigrúm til slíkra fjárfestinga hverfur þá hverfa verðmætin með. Þessum staðreyndum verður ekki á móti mælt. Að lokum Það er skýlaus krafa Útvegsbændafélags Vestmannaeyja að ákvarðanir stjórnvalda séu byggðar á staðreyndum, ekki tilviljanakenndum fullyrðingum eða skammtímapólitík. Veiðigjaldafrumvarpið byggir á röngum forsendum, ósanngjörnum samanburði og gengur gegn hagsmunum landsmanna allra. Ef ekki verður hætt við þessa stefnu má búast við stórfelldum skaða á atvinnulífi, búsetu og verðmætasköpun í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Útvegsbændafélag Vestmannaeyja.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun