Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2025 15:55 Fólk kallar eftir því að Oscar fái að vera áfram á Íslandi. Vísir/Bjarni Fjölmenn mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna brottvísunar Oscar Anders Bocanegra Florez, sautján ára drengs frá Kólumbíu. Kærunefnd útlendingamála staðfesti nýverið úrskurð Útlendingastofnunar um að vísa Oscari frá landi. Stofnunin tók mál hans fyrir í annað sinn eftir að hann kom einn til landsins en honum var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Þá sótt hann um með kólumbískri fjölskyldu sinni. Eftir það fór hann til Kólumbíu en kom aftur til landsins um mánuði síðar. Sonja, fósturmóðir Oscars, er ráðalaus. Vísir/Bjarni Í tilkynningu frá Útlendingastofnun í dag kom fram að ekki væri rétt, eins og hafi komið fram í máli fjölskyldunnar, að umsókn hans hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. Ævar vísindamaður hélt ráðu. Við hlið hans er túlkur. Vísir/Bjarni Fósturforeldrar Oscars, Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, boðuðu til mótmælanna ásamt samtökunum No Borders og Rétti barna á flótta. Þau segjast ráðalaus en þau hafa ítrekað lýst yfir vilja til að taka hann að sér. „Okkur líður pínu þannig að það séu einhverjir embættismenn sem eru bara fúlir að hann sé kominn hingað aftur og að þeir ætli ekki að gefa sig í því að samþykkja hann á Íslandi. Eins og þeir hafi tapað málinu? Já eins og þetta sé þeirra persónulega tap að hann hafi komist hingað aftur og sé aftur orðinn vandamál fyrir Útlendingastofnun af því að það eru engin rök sem hníga til þess að lofa honum ekki að vera hérna, við erum tilbúin að hafa hann, það er enginn tilkostnaður,” sögðu Sonja og Svavar um málið í Bítinu í morgun. Skilaboðin voru skýr á mótmælunum. Vísir/Bjarni Mikill fjöldi kom saman á Austurvelli í dag. Vísir/Bjarni Kólumbía Hælisleitendur Réttindi barna Börn og uppeldi Barnavernd Hafnarfjörður Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. 26. maí 2025 12:45 Oscar hafi veitt takmörkuð svör Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för. 26. maí 2025 12:01 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála staðfesti nýverið úrskurð Útlendingastofnunar um að vísa Oscari frá landi. Stofnunin tók mál hans fyrir í annað sinn eftir að hann kom einn til landsins en honum var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Þá sótt hann um með kólumbískri fjölskyldu sinni. Eftir það fór hann til Kólumbíu en kom aftur til landsins um mánuði síðar. Sonja, fósturmóðir Oscars, er ráðalaus. Vísir/Bjarni Í tilkynningu frá Útlendingastofnun í dag kom fram að ekki væri rétt, eins og hafi komið fram í máli fjölskyldunnar, að umsókn hans hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. Ævar vísindamaður hélt ráðu. Við hlið hans er túlkur. Vísir/Bjarni Fósturforeldrar Oscars, Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, boðuðu til mótmælanna ásamt samtökunum No Borders og Rétti barna á flótta. Þau segjast ráðalaus en þau hafa ítrekað lýst yfir vilja til að taka hann að sér. „Okkur líður pínu þannig að það séu einhverjir embættismenn sem eru bara fúlir að hann sé kominn hingað aftur og að þeir ætli ekki að gefa sig í því að samþykkja hann á Íslandi. Eins og þeir hafi tapað málinu? Já eins og þetta sé þeirra persónulega tap að hann hafi komist hingað aftur og sé aftur orðinn vandamál fyrir Útlendingastofnun af því að það eru engin rök sem hníga til þess að lofa honum ekki að vera hérna, við erum tilbúin að hafa hann, það er enginn tilkostnaður,” sögðu Sonja og Svavar um málið í Bítinu í morgun. Skilaboðin voru skýr á mótmælunum. Vísir/Bjarni Mikill fjöldi kom saman á Austurvelli í dag. Vísir/Bjarni
Kólumbía Hælisleitendur Réttindi barna Börn og uppeldi Barnavernd Hafnarfjörður Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. 26. maí 2025 12:45 Oscar hafi veitt takmörkuð svör Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för. 26. maí 2025 12:01 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. 26. maí 2025 12:45
Oscar hafi veitt takmörkuð svör Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för. 26. maí 2025 12:01