Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. maí 2025 09:30 Vigdís Ósk Howser Harðardóttir er að útskrifast með BA gráðu sem handritshöfundur með sérhæfingu í leikstjórn frá LHÍ. Aðsend „Ég kom í þetta nám frekar brotin. Það var mjög erfitt að vera komin inn í stjórnað umhverfi eftir að hafa verið í miklu stjórnleysi,“ segir Vigdís Ósk Howser Harðardóttir, sem er hluti af fyrsta árgangi til þess að útskrifast með háskólagráðu í kvikmyndagerð frá íslenskum háskóla. Vigdís hefur komið víða við í listinni og ræddi við blaðamann um lífið og sköpunargleðina. Leiklistarástríðan beint frá afa Vigdís er fædd árið 1993 og hefur í gegnum tíðina meðal annars vakið athygli á samfélagsmiðlum, sem tónlistarkona og fyrrum meðlimur Reykjavíkurdætra og hlaðvarpsstýra. „Menning og listgreinar hafa verið partur af mínu lífi frá því að ég man eftir mér og þá sérstaklega leiklist. Foreldrar mínir hafa alltaf verið duglegir í því að fara með mig í leikhús, við sjáum allt nýtt í bíó og keyptum svo á DVD líka. Það er allavega mín menning og það sem ég kannast við. Svo hefur ekki skemmt fyrir að afi minn er leikari þannig hugmyndin af því að vera listamaður að atvinnu hefur ekki verið algjörlega framandi,“ bætir Vigdís við en föðurafi hennar er Magnús Ólafsson sem hefur meðal annars farið með hlutverk í Latabæ og Börn náttúrunnar. Vigdís og Magnús afi hennar glæsileg!Aðsend Sköpunargleðin er því partur af erfðaefni Vigdísar sem fann fljótt sína köllun. „Mér hefur alltaf fundist gaman að segja sögur. Þegar ég var yngri var ég að spinna draugasögur fyrir vini mína og systkini og það var eitthvað einstakt við að finna að fólk væri svo tilfinningalega tengt einhverju sem maður stjórnaði. Þetta þróaðist yfir árin í það að ég fór að gera mína eigin sögur og söguheima. Ég lendi svo á kvikmyndum því að það er svo einstaklega sjónrænn miðill. Það eru mörg tækifæri þar sem að er ekki hægt að framkvæma annars staðar.“ Vigdís og bróðir hennar Tómas Howser ásamt afa Magnúsi á góðri stund í æsku.Aðsend Klikkaðar aðstæður stanslaus innblástur Viðburðaríkt líf Vigdísar er að sama skapi mikil andagift en hún bjó sem dæmi í Berlín í nokkur ár og eftir að hún flutti heim byrjaði hún með hispurslausa hlaðvarpið Kallaðu mig Howser. „Ég hef í gegnum lífstíðina verið í mörgum klikkuðum aðstæðum og hitt óhefðbundið fólk sem að mér finnst veita mér innblástur í að skrifa fyrir skjáinn. Eitthvað sem verður eiginlega að sýna, það er ekki bara nóg að segja frá því.“ Klikkaðar lífsreynslur reynast Vigdísi hinn besti innblástur.Aðsend Vigdís segir að hún muni alltaf búa vel að náminu. „Það sem mér finnst örugglega dýrmætast við þetta nám er auðvitað að fá áhöld og kennslu en fyrst og fremst að fá tíma til að gera stuttmyndir og bíómyndir. Það er líka búið að vera tilkomumikið að fá að kynnast öðru fólki sem er á sömu vegferð.“ Kom úr miklu stjórnleysi Vegferð Vigdísar hefur að sama skapi verið krefjandi. „Ég kom í þetta nám frekar brotin. Það var mjög erfitt að vera kominn inn í stjórnað umhverfi eftir að hafa verið í miklu stjórnleysi. Þetta var mjög tilfinningaþrungið tímabil þegar ég byrja. Mér fannst ég ekki eiga skilið að ég var ekki að lifa lífinu heldur bara að þrauka það.“ View this post on Instagram A post shared by @vigdis.howser Í dag er hún á öðrum stað. „Ég lærði svo mikið um að elska sjálfa mig af því að mennta mig og verða betri í einhverju sem ég hafði áhuga á. Ég hélt áður en ég byrjaði að ég gæti aldrei gert það sem ég elska en núna fæ ég að gera það næstum daglega. Svo er ég líka búin að læra mjög margt um samskipti við aðra. Kvikmyndagerð er rosalega mikil samvinna og það var krefjandi en mikilvægt.“ Spennt að demba sér í verkefnabardagann Vigdís er að útskrifast sem handritshöfundur með sérhæfingu í leikstjórn. „Auðvitað eru rosalega flóknar tilfinningar að vera að klára námið. Ég er að fara frá umhverfi þar sem ég fæ að gera það sem ég vil yfir í það að berjast við að fá að gera það. Þetta er stór breyting en fyrst og fremst er ég bara spennt.“ Hún ákvað að vera með tvö lokaverkefni, bæði handrit í fullri lengd og stuttmynd. Verkefnin eru að sögn Vigdísar mjög ólík og og verða sýnd á fimmtudaginn í Bíó Paradís. „Filma er uppskera þriggja árganga í kvikmyndagerð í Listaháskólanum. Þetta er í fyrsta skipti sem að útskriftarárgangur sýnir kvikmyndir því að þetta er fyrsti árgangurinn sem útskrifast. Það er alveg ótrúlega spennandi að vera hluti af þessum útskriftarhópi.“ Stefnan er svo sett fulla ferð áfram. „Ég stefni á að halda óforskammað áfram að skapa, elta draumana mína og halda áfram að sjokkera fólk. Ég er með tilbúið handrit af hryllingsmynd í fullri lengd og um leið og skólinn er búinn get ég farið á fullt af stað með það í þróun á framleiðslu, sækja fjármagn og svona. Það er næsti kafli,“ segir Vigdís brosandi og ákveðin að lokum. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Leiklistarástríðan beint frá afa Vigdís er fædd árið 1993 og hefur í gegnum tíðina meðal annars vakið athygli á samfélagsmiðlum, sem tónlistarkona og fyrrum meðlimur Reykjavíkurdætra og hlaðvarpsstýra. „Menning og listgreinar hafa verið partur af mínu lífi frá því að ég man eftir mér og þá sérstaklega leiklist. Foreldrar mínir hafa alltaf verið duglegir í því að fara með mig í leikhús, við sjáum allt nýtt í bíó og keyptum svo á DVD líka. Það er allavega mín menning og það sem ég kannast við. Svo hefur ekki skemmt fyrir að afi minn er leikari þannig hugmyndin af því að vera listamaður að atvinnu hefur ekki verið algjörlega framandi,“ bætir Vigdís við en föðurafi hennar er Magnús Ólafsson sem hefur meðal annars farið með hlutverk í Latabæ og Börn náttúrunnar. Vigdís og Magnús afi hennar glæsileg!Aðsend Sköpunargleðin er því partur af erfðaefni Vigdísar sem fann fljótt sína köllun. „Mér hefur alltaf fundist gaman að segja sögur. Þegar ég var yngri var ég að spinna draugasögur fyrir vini mína og systkini og það var eitthvað einstakt við að finna að fólk væri svo tilfinningalega tengt einhverju sem maður stjórnaði. Þetta þróaðist yfir árin í það að ég fór að gera mína eigin sögur og söguheima. Ég lendi svo á kvikmyndum því að það er svo einstaklega sjónrænn miðill. Það eru mörg tækifæri þar sem að er ekki hægt að framkvæma annars staðar.“ Vigdís og bróðir hennar Tómas Howser ásamt afa Magnúsi á góðri stund í æsku.Aðsend Klikkaðar aðstæður stanslaus innblástur Viðburðaríkt líf Vigdísar er að sama skapi mikil andagift en hún bjó sem dæmi í Berlín í nokkur ár og eftir að hún flutti heim byrjaði hún með hispurslausa hlaðvarpið Kallaðu mig Howser. „Ég hef í gegnum lífstíðina verið í mörgum klikkuðum aðstæðum og hitt óhefðbundið fólk sem að mér finnst veita mér innblástur í að skrifa fyrir skjáinn. Eitthvað sem verður eiginlega að sýna, það er ekki bara nóg að segja frá því.“ Klikkaðar lífsreynslur reynast Vigdísi hinn besti innblástur.Aðsend Vigdís segir að hún muni alltaf búa vel að náminu. „Það sem mér finnst örugglega dýrmætast við þetta nám er auðvitað að fá áhöld og kennslu en fyrst og fremst að fá tíma til að gera stuttmyndir og bíómyndir. Það er líka búið að vera tilkomumikið að fá að kynnast öðru fólki sem er á sömu vegferð.“ Kom úr miklu stjórnleysi Vegferð Vigdísar hefur að sama skapi verið krefjandi. „Ég kom í þetta nám frekar brotin. Það var mjög erfitt að vera kominn inn í stjórnað umhverfi eftir að hafa verið í miklu stjórnleysi. Þetta var mjög tilfinningaþrungið tímabil þegar ég byrja. Mér fannst ég ekki eiga skilið að ég var ekki að lifa lífinu heldur bara að þrauka það.“ View this post on Instagram A post shared by @vigdis.howser Í dag er hún á öðrum stað. „Ég lærði svo mikið um að elska sjálfa mig af því að mennta mig og verða betri í einhverju sem ég hafði áhuga á. Ég hélt áður en ég byrjaði að ég gæti aldrei gert það sem ég elska en núna fæ ég að gera það næstum daglega. Svo er ég líka búin að læra mjög margt um samskipti við aðra. Kvikmyndagerð er rosalega mikil samvinna og það var krefjandi en mikilvægt.“ Spennt að demba sér í verkefnabardagann Vigdís er að útskrifast sem handritshöfundur með sérhæfingu í leikstjórn. „Auðvitað eru rosalega flóknar tilfinningar að vera að klára námið. Ég er að fara frá umhverfi þar sem ég fæ að gera það sem ég vil yfir í það að berjast við að fá að gera það. Þetta er stór breyting en fyrst og fremst er ég bara spennt.“ Hún ákvað að vera með tvö lokaverkefni, bæði handrit í fullri lengd og stuttmynd. Verkefnin eru að sögn Vigdísar mjög ólík og og verða sýnd á fimmtudaginn í Bíó Paradís. „Filma er uppskera þriggja árganga í kvikmyndagerð í Listaháskólanum. Þetta er í fyrsta skipti sem að útskriftarárgangur sýnir kvikmyndir því að þetta er fyrsti árgangurinn sem útskrifast. Það er alveg ótrúlega spennandi að vera hluti af þessum útskriftarhópi.“ Stefnan er svo sett fulla ferð áfram. „Ég stefni á að halda óforskammað áfram að skapa, elta draumana mína og halda áfram að sjokkera fólk. Ég er með tilbúið handrit af hryllingsmynd í fullri lengd og um leið og skólinn er búinn get ég farið á fullt af stað með það í þróun á framleiðslu, sækja fjármagn og svona. Það er næsti kafli,“ segir Vigdís brosandi og ákveðin að lokum.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið