Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 23:22 Það getur verið rándýrt spaug að samþykkja auðkenningarbeiðnir í snjalltækjum án þess að grandskoða þær fyrst. Vísir/Arnar Dæmi eru um að fólk tapi háum fjárhæðum þegar það samþykkir auðkenningarbeiðnir í hugsunarleysi, og millifærir þar með á svikahrappa úti í heimi. Engar bætur er að fá ef fólk notast við rafræn skilríki til að samþykkja slíkar millifærslur. Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum, ræddi um netsvik í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni viðtalsins var pistill sem birtist á Vísi í dag undir yfirskriftinni „Fimm svikasögur úr raunveruleikanum“, þar sem Brynja greindi frá því að fleiri tilkynningar um netsvik hafi borist Landsbankanum það sem af er árinu 2025 en allt árið í fyrra. Fær ekkert bætt „Það bara ærin ástæða til þess að fara yfir þetta. Það er mjög mikið að gera í svikamálunum þessa dagana og það er alltaf þannig að við lærum alltaf mest af sögum úr raunveruleikanum, til þess að læra hvað við eigum ekki að gera,“ sagði Brynja í viðtalinu á Bylgjunni. Brynja segir meðal annars frá manni sem hafði verið á fyrirlestri og fengið skilaboð á Messenger frá frænda sínum um að hann hafi unnið í leik. Í kjölfarið hafi hann fengið auðkenningarbeiðni í símann sinn, sem maðurinn hafi staðfest af hálfum hug, þar sem einbeitingin hafi verið á fyrirlestrinum. Eftir á hafi hann séð að bankinn hafi reynt að ná sambandi við hann vegna gruns um að um svik hafi verið að ræða. „Í ljós kom að svikararnir höfðu nýtt sér auðkenningarbeiðnirnar sem Jón hafði samþykkt í ógáti án þess að lesa skilaboðin sem birtast í rafrænum skilríkjum til að millifæra rúmlega 10 milljónir af reikningnum hans. Ekki reyndist mögulegt að endurheimta peningana og þar sem Jón samþykkti aðgerðirnar með rafrænum skilríkjum fær hann tjónið ekki bætt,“ skrifar Brynja í grein sinni. Því fyrr sem fólk átti sig, því betra „Þetta eru svik sem við höfum verið að horfa á í þrjú ár, og við erum enn á þannig stað í dag að við erum að sjá tvö til þrjú mál í viku þar sem fólk heldur að það sé að fá vinning í samtali við einhvern sem það þekkir. Og svo til að taka við vinningnum þarftu að samþykkja auðkenningu í tækinu þínu,“ segir Brynja. Ef fólk staldri hins vegar við og lesi auðkenningarbeiðnir geti það komið í veg fyrir svik sem þessi, þar sem allar upplýsingar um upphæðir og viðtakendur greiðslna sé þar að finna. „Þetta er allt að koma upp á símann á meðan viðkomandi er að hlusta á fyrirlestur,“ segir Brynja. „Það getur verið ansi dýrkeypt að missa fókusinn svona.“ Því fyrr sem fólk átti sig á að svik hafi átt sér stað, því meiri líkur séu á að bankar geti komið í veg fyrir að greiðslur gangi í gegn. Nokkuð algengt sé að bankar nái að koma í veg fyrir greiðslur, eða geti endurheimt fjármunina. Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Brynju í heild sinni, en þar fer hún yfir fleiri tegundir algengustu fjársvikanna sem fólk verður fyrir. Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum, ræddi um netsvik í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni viðtalsins var pistill sem birtist á Vísi í dag undir yfirskriftinni „Fimm svikasögur úr raunveruleikanum“, þar sem Brynja greindi frá því að fleiri tilkynningar um netsvik hafi borist Landsbankanum það sem af er árinu 2025 en allt árið í fyrra. Fær ekkert bætt „Það bara ærin ástæða til þess að fara yfir þetta. Það er mjög mikið að gera í svikamálunum þessa dagana og það er alltaf þannig að við lærum alltaf mest af sögum úr raunveruleikanum, til þess að læra hvað við eigum ekki að gera,“ sagði Brynja í viðtalinu á Bylgjunni. Brynja segir meðal annars frá manni sem hafði verið á fyrirlestri og fengið skilaboð á Messenger frá frænda sínum um að hann hafi unnið í leik. Í kjölfarið hafi hann fengið auðkenningarbeiðni í símann sinn, sem maðurinn hafi staðfest af hálfum hug, þar sem einbeitingin hafi verið á fyrirlestrinum. Eftir á hafi hann séð að bankinn hafi reynt að ná sambandi við hann vegna gruns um að um svik hafi verið að ræða. „Í ljós kom að svikararnir höfðu nýtt sér auðkenningarbeiðnirnar sem Jón hafði samþykkt í ógáti án þess að lesa skilaboðin sem birtast í rafrænum skilríkjum til að millifæra rúmlega 10 milljónir af reikningnum hans. Ekki reyndist mögulegt að endurheimta peningana og þar sem Jón samþykkti aðgerðirnar með rafrænum skilríkjum fær hann tjónið ekki bætt,“ skrifar Brynja í grein sinni. Því fyrr sem fólk átti sig, því betra „Þetta eru svik sem við höfum verið að horfa á í þrjú ár, og við erum enn á þannig stað í dag að við erum að sjá tvö til þrjú mál í viku þar sem fólk heldur að það sé að fá vinning í samtali við einhvern sem það þekkir. Og svo til að taka við vinningnum þarftu að samþykkja auðkenningu í tækinu þínu,“ segir Brynja. Ef fólk staldri hins vegar við og lesi auðkenningarbeiðnir geti það komið í veg fyrir svik sem þessi, þar sem allar upplýsingar um upphæðir og viðtakendur greiðslna sé þar að finna. „Þetta er allt að koma upp á símann á meðan viðkomandi er að hlusta á fyrirlestur,“ segir Brynja. „Það getur verið ansi dýrkeypt að missa fókusinn svona.“ Því fyrr sem fólk átti sig á að svik hafi átt sér stað, því meiri líkur séu á að bankar geti komið í veg fyrir að greiðslur gangi í gegn. Nokkuð algengt sé að bankar nái að koma í veg fyrir greiðslur, eða geti endurheimt fjármunina. Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Brynju í heild sinni, en þar fer hún yfir fleiri tegundir algengustu fjársvikanna sem fólk verður fyrir.
Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira