Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Nýverið barst þessi spurning: „Mig dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en maka mínum. Er mjög hamingjusöm í 16 ára löngu sambandi og kynlífið gott. Er undirmeðvitundin að segja mér eitthvað? Er stundum með þvílíkt samviskubit þegar ég vakna,“ - 34 ára gömul kona. Flest erum við kynverur, líka í svefni. Það flókna við draumana okkar er að við höfum enga stjórn á þeim. Þar fær ímyndunaraflið að flæða frjálst hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þegar okkur dreymir kynferðislega drauma um aðra upplifum við stundum spennu, þrá eða löngun en það getur líka borið á skömm og sektarkennd. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Það að þig dreymi um að stunda kynlíf með einhverjum öðrum þýðir ekki endilega að þú sért á leiðinni út úr sambandinu eða leynir einhverju. Þú í raun hefur ekki stjórn á þessu og því ekki hægt að líta á það sem svik. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka! Köfum samt aðeins dýpra í það. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka.Getty Eru kynferðislegir draumar að segja þér eitthvað? Kannski, kannski ekki. Það þarf í raun ekki að lesa í þá, ég tel drauma ekki endilega þurfa að tákna eitthvað. Stundum kynnumst við nýju fólki sem við löðumst að og í kjölfarið eykst kynlöngun. Þessi aukna kynlöngun getur vissulega komið fram í draumum eins og annars staðar. Stundum erum við að kynnast okkur betur sem kynveru og það getur einnig ýtt undir kynlöngun, sem getur flætt yfir í draumana okkar. Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma og sum fá fullnægingu í svefni. En kannski er gott að staldra aðeins við og skoða þessa drauma fyrst þú veltir því fyrir þér hvort þeir tákni eitthvað. Hefur þú tekið eftir: Aukinni löngun í spennu, nýjunga eða meiri leikgleði? Hugsunum sem snúast um líkamsímynd eða það að upplifa kynlíf með öðrum : „Er ég enn æsandi?“, „Hvernig væri ég með einhverjum öðrum?“ Breytingu hjá þér varðandi það að rækta þig sem kynveru og leyfa þér að finna fyrir kynlöngun? Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma.Getty En af hverju vöknum við með samviskubit? Flest berum við mikla virðingu fyrir maka og viljum koma fram af heilindum. Við viljum ekki særa eða fara á bak við maka okkar. Sum ganga svo langt að þau fá samviskubit yfir því að hugsa um aðra manneskju eða taka eftir öðrum sem eru aðlaðandi. Það er mikilvægur partur af kynverund okkar allra að fá að fantasera. Þó svo að við séum í kærleiksríku og góðu sambandi þar sem kynlífið er gott er eðlilegt að stunda áfram sjálfsfróun og dreyma kynferðislega drauma. Að lokum er gott að minna sig á að kynferðislegir draumar þýða ekki endilega að eitthvað vanti í sambandið eða að þú sért ósátt við makann. Oft spegla þeir bara aukna kynlöngun, forvitni eða tengingu við eigin líkama. Það er vel hægt að bera virðingu fyrir maka og samt leyfa sér að vera áfram kynvera. Njóttu þess að dreyma kynferðislegra drauma, það má. Gangi þér vel <3 Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Flest erum við kynverur, líka í svefni. Það flókna við draumana okkar er að við höfum enga stjórn á þeim. Þar fær ímyndunaraflið að flæða frjálst hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þegar okkur dreymir kynferðislega drauma um aðra upplifum við stundum spennu, þrá eða löngun en það getur líka borið á skömm og sektarkennd. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Það að þig dreymi um að stunda kynlíf með einhverjum öðrum þýðir ekki endilega að þú sért á leiðinni út úr sambandinu eða leynir einhverju. Þú í raun hefur ekki stjórn á þessu og því ekki hægt að líta á það sem svik. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka! Köfum samt aðeins dýpra í það. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka.Getty Eru kynferðislegir draumar að segja þér eitthvað? Kannski, kannski ekki. Það þarf í raun ekki að lesa í þá, ég tel drauma ekki endilega þurfa að tákna eitthvað. Stundum kynnumst við nýju fólki sem við löðumst að og í kjölfarið eykst kynlöngun. Þessi aukna kynlöngun getur vissulega komið fram í draumum eins og annars staðar. Stundum erum við að kynnast okkur betur sem kynveru og það getur einnig ýtt undir kynlöngun, sem getur flætt yfir í draumana okkar. Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma og sum fá fullnægingu í svefni. En kannski er gott að staldra aðeins við og skoða þessa drauma fyrst þú veltir því fyrir þér hvort þeir tákni eitthvað. Hefur þú tekið eftir: Aukinni löngun í spennu, nýjunga eða meiri leikgleði? Hugsunum sem snúast um líkamsímynd eða það að upplifa kynlíf með öðrum : „Er ég enn æsandi?“, „Hvernig væri ég með einhverjum öðrum?“ Breytingu hjá þér varðandi það að rækta þig sem kynveru og leyfa þér að finna fyrir kynlöngun? Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma.Getty En af hverju vöknum við með samviskubit? Flest berum við mikla virðingu fyrir maka og viljum koma fram af heilindum. Við viljum ekki særa eða fara á bak við maka okkar. Sum ganga svo langt að þau fá samviskubit yfir því að hugsa um aðra manneskju eða taka eftir öðrum sem eru aðlaðandi. Það er mikilvægur partur af kynverund okkar allra að fá að fantasera. Þó svo að við séum í kærleiksríku og góðu sambandi þar sem kynlífið er gott er eðlilegt að stunda áfram sjálfsfróun og dreyma kynferðislega drauma. Að lokum er gott að minna sig á að kynferðislegir draumar þýða ekki endilega að eitthvað vanti í sambandið eða að þú sért ósátt við makann. Oft spegla þeir bara aukna kynlöngun, forvitni eða tengingu við eigin líkama. Það er vel hægt að bera virðingu fyrir maka og samt leyfa sér að vera áfram kynvera. Njóttu þess að dreyma kynferðislegra drauma, það má. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira