Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. maí 2025 14:30 Nicolo Zaniolo er leikmaður Fiorentina og sést hér í leik gegn Roma fyrr á tímabilinu. Hann var áhorfandi á leik unglingaliðanna í gærkvöldi og fór inn í klefa Roma eftir leik. Silvia Lore/Getty Images Ítalska knattspyrnusambandið hefur hrundið af stað rannsókn eftir að Roma ásakaði Nicolo Zaniolo, leikmann Fiorentina, um að storma inn í búningsherbergi og slá til tveggja leikmanna í unglingaliði Roma, eftir leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Zaniolo segist hafa ætlað að þakka þeim fyrir tímabilið, þeir hafi svarað með móðgandi hætti og hann hafi yfirgefið svæðið. Zaniolo er leikmaður Fiorentina, að láni frá Galatasaray í Tyrklandi, og var viðstaddur leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Fiorentina vann Roma 2-1 í undanúrslitum u20 deildarinnar. Roma segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi að Zaniolo hafi stormað inn í búningsherbergi Roma eftir leik, með ögrandi tilburðum og átt í orðaskiptum við leikmenn liðsins. Tveir þeirra hafi síðan verið slegnir. Fiorentina sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem er ekki minnst á neitt ofbeldi, og Zaniolo segir: „Eftir leik fór ég niður í búningsherbergi til að óska Fiorentina strákunum til hamingju. Síðan fór ég inn í búningsherbergi Roma. Ég ætlaði að heilsa þeim og óska þeim til hamingju með flott tímabil, en þeir svöruðu með móðgandi hætti og þá ákvað ég, til þess að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum, að fara.“ Zaniolo spilaði sjálfur með Roma frá 2018-2023. Massimo Insabato/Mondadori Portfolio via Getty Images Yfirvöld á Ítalíu undu sér strax til verks. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hóf rannsókn í morgun og mun yfirheyra aðila málsins eins fljótt og auðið er. Zaniolo á yfir höfði sér bann frá allri knattspyrnuiðkun á Ítalíu, finnist hann sekur. Zaniolo var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Ítalíu og var valinn besti ungi leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar árið 2018, þá sem leikmaður Roma. Hann var hjá félaginu næstu fimm ár og vann Sambandsdeildina undir stjórn Jose Mourinho árið 2022 en fór síðan til Galatasaray árið 2023. Honum hefur hins vegar ekki vegna vel í Tyrklandi, aðeins spilað tíu leiki fyrir Galatasaray, og verið sendur á lán til Aston Villa, Atalanta og nú Fiorentina, þar sem hann er uppalinn. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Zaniolo er leikmaður Fiorentina, að láni frá Galatasaray í Tyrklandi, og var viðstaddur leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Fiorentina vann Roma 2-1 í undanúrslitum u20 deildarinnar. Roma segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi að Zaniolo hafi stormað inn í búningsherbergi Roma eftir leik, með ögrandi tilburðum og átt í orðaskiptum við leikmenn liðsins. Tveir þeirra hafi síðan verið slegnir. Fiorentina sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem er ekki minnst á neitt ofbeldi, og Zaniolo segir: „Eftir leik fór ég niður í búningsherbergi til að óska Fiorentina strákunum til hamingju. Síðan fór ég inn í búningsherbergi Roma. Ég ætlaði að heilsa þeim og óska þeim til hamingju með flott tímabil, en þeir svöruðu með móðgandi hætti og þá ákvað ég, til þess að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum, að fara.“ Zaniolo spilaði sjálfur með Roma frá 2018-2023. Massimo Insabato/Mondadori Portfolio via Getty Images Yfirvöld á Ítalíu undu sér strax til verks. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hóf rannsókn í morgun og mun yfirheyra aðila málsins eins fljótt og auðið er. Zaniolo á yfir höfði sér bann frá allri knattspyrnuiðkun á Ítalíu, finnist hann sekur. Zaniolo var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Ítalíu og var valinn besti ungi leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar árið 2018, þá sem leikmaður Roma. Hann var hjá félaginu næstu fimm ár og vann Sambandsdeildina undir stjórn Jose Mourinho árið 2022 en fór síðan til Galatasaray árið 2023. Honum hefur hins vegar ekki vegna vel í Tyrklandi, aðeins spilað tíu leiki fyrir Galatasaray, og verið sendur á lán til Aston Villa, Atalanta og nú Fiorentina, þar sem hann er uppalinn.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Sjá meira