Veður

Hæg­viðri og lítils­háttar væta

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu fimm til fjórtán stig.
Hiti á landinu verður á bilinu fimm til fjórtán stig. Vísir/Anton Brink

Veðurstofan gerir ráð fyrir að í dag og næsti daga verði hægviðri um allt land með skúrum eða lítilsháttar vætu.

Á vef Veðurstofunnar segir að spáð sé breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu.

Hiti verður fimm frá stigum á annesjum norðan- og austanlands upp í fjórtán stig sunnantil.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag (uppstigningardagur), föstudag og laugardag: Breytileg átt 3-8 m/s og allvíða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnantil.

Á sunnudag (sjómannadagurinn): Vestlæg átt 3-10 m/s, hvassast syðst. Væta á köflum og hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á mánudag og þriðjudag: Norðaustlæg átt og skúrir en líkur á slydduél norðantil. Kólnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×